Efast um samninga fyrir 15. september Sighvatur Arnmundsson skrifar 17. ágúst 2019 08:59 Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður Bandalags háskólamanna. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Kjaraviðræður opinberra starfsmanna eru nú að fara af stað aftur eftir sumarfrí. Formaður BHM hefur áhyggjur af því að ekki verði hægt að standa við endurskoðaðar viðræðuáætlanir um að klára samninga fyrir 15. september. „Viðræður eru að skríða af stað eftir sumarfrí. Ég hef strax áhyggjur af því að það verði ekki hægt að standa við endurskoðaðar viðræðuáætlanir og ljúka kjarasamningum fyrir 15. september næstkomandi,“ segir Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, um stöðuna í kjaraviðræðum. Samningar opinberra starfsmanna hafa verið lausir í nokkra mánuði en hlé var gert á viðræðum fyrr í sumar og viðræðuáætlanir endurskoðaðar. Þar var gert ráð fyrir að samningum BHM-félaga við Reykjavíkurborg yrði lokið um miðjan september en samningum við ríki og önnur sveitarfélög um miðjan nóvember. Þórunn segir að sérstakur vinnuhópur vinni nú að því að skoða hvernig stytta megi vinnuviku vaktavinnustétta. Bæði BHM og BSRB hafa lagt mikla áherslu á styttingu vinnuvikunnar í viðræðunum. Þá segist Þórunn vona að starfshópur sem unnið hefur að því að finna leiðir til að létta endurgreiðslubyrði námslána skili tillögum í mánuðinum. BHM hafi um árabil barist fyrir því að stjórnvöld skoði þessi mál af alvöru, bæði vegna endurgreiðslubyrðinnar en líka vegna ábyrgðarmannakerfisins. „Ég geri mér vonir um að tillögur þessa hóps verði uppbyggilegt innlegg í gerð kjarasamninga,“ segir Þórunn. Inga Rún Ólafsdóttir, sviðsstjóri kjarasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að fólk sé nú að tínast úr sumarfríum og viðræður fari aftur á fullt eftir helgi. Alls semur sambandið við 61 stéttarfélag starfsmanna sveitarfélaga og eru 43 kjarasamningar undir. Líkt og hjá BHM gera endurskoðaðar viðræðuáætlanir ráð fyrir að viðræðum ljúki ýmist um miðjan september eða nóvember. Inga Rún segir annasaman tíma fram undan. „Við förum bjartsýn inn í haustið en það er verk að vinna. Ég er sannfærð um að það munu allir leggja sig fram,“ segir Inga Rún. Deila Starfsgreinasambandsins (SGS) og Eflingar við sambandið er á borði ríkissáttasemjara og munu aðilar funda í næstu viku. SGS og Efling vísuðu deilunni til ríkissáttasemjara þar sem Samband sveitarfélaga hefði ekki verið reiðubúið til viðræðna um jöfnun lífeyrisréttinda. Í síðustu viku ákvað SGS að höfða mál fyrir Félagsdómi til að láta reyna á túlkun samningsákvæðis frá 2009 um skyldu sveitarfélaga til að ganga til kjarasamningsviðræðna um jöfnun lífeyrisréttinda. Samkvæmt upplýsingum frá SGS er verið að leggja lokahönd á stefnuna og gert ráð fyrir að hún verði klár eftir helgi. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Sjá meira
Kjaraviðræður opinberra starfsmanna eru nú að fara af stað aftur eftir sumarfrí. Formaður BHM hefur áhyggjur af því að ekki verði hægt að standa við endurskoðaðar viðræðuáætlanir um að klára samninga fyrir 15. september. „Viðræður eru að skríða af stað eftir sumarfrí. Ég hef strax áhyggjur af því að það verði ekki hægt að standa við endurskoðaðar viðræðuáætlanir og ljúka kjarasamningum fyrir 15. september næstkomandi,“ segir Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, um stöðuna í kjaraviðræðum. Samningar opinberra starfsmanna hafa verið lausir í nokkra mánuði en hlé var gert á viðræðum fyrr í sumar og viðræðuáætlanir endurskoðaðar. Þar var gert ráð fyrir að samningum BHM-félaga við Reykjavíkurborg yrði lokið um miðjan september en samningum við ríki og önnur sveitarfélög um miðjan nóvember. Þórunn segir að sérstakur vinnuhópur vinni nú að því að skoða hvernig stytta megi vinnuviku vaktavinnustétta. Bæði BHM og BSRB hafa lagt mikla áherslu á styttingu vinnuvikunnar í viðræðunum. Þá segist Þórunn vona að starfshópur sem unnið hefur að því að finna leiðir til að létta endurgreiðslubyrði námslána skili tillögum í mánuðinum. BHM hafi um árabil barist fyrir því að stjórnvöld skoði þessi mál af alvöru, bæði vegna endurgreiðslubyrðinnar en líka vegna ábyrgðarmannakerfisins. „Ég geri mér vonir um að tillögur þessa hóps verði uppbyggilegt innlegg í gerð kjarasamninga,“ segir Þórunn. Inga Rún Ólafsdóttir, sviðsstjóri kjarasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að fólk sé nú að tínast úr sumarfríum og viðræður fari aftur á fullt eftir helgi. Alls semur sambandið við 61 stéttarfélag starfsmanna sveitarfélaga og eru 43 kjarasamningar undir. Líkt og hjá BHM gera endurskoðaðar viðræðuáætlanir ráð fyrir að viðræðum ljúki ýmist um miðjan september eða nóvember. Inga Rún segir annasaman tíma fram undan. „Við förum bjartsýn inn í haustið en það er verk að vinna. Ég er sannfærð um að það munu allir leggja sig fram,“ segir Inga Rún. Deila Starfsgreinasambandsins (SGS) og Eflingar við sambandið er á borði ríkissáttasemjara og munu aðilar funda í næstu viku. SGS og Efling vísuðu deilunni til ríkissáttasemjara þar sem Samband sveitarfélaga hefði ekki verið reiðubúið til viðræðna um jöfnun lífeyrisréttinda. Í síðustu viku ákvað SGS að höfða mál fyrir Félagsdómi til að láta reyna á túlkun samningsákvæðis frá 2009 um skyldu sveitarfélaga til að ganga til kjarasamningsviðræðna um jöfnun lífeyrisréttinda. Samkvæmt upplýsingum frá SGS er verið að leggja lokahönd á stefnuna og gert ráð fyrir að hún verði klár eftir helgi.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Sjá meira