Hundruð ókunnugra syrgðu með ekklinum í útför fórnarlambs í skotárásinni í El Paso Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 17. ágúst 2019 22:31 Öllum var boðið í jarðarförina. AP/Jorge Salgado Hundruð ókunnugra létu sjá sig til þess að sýna Antonio Basco samhug og stuðning er eiginkona hans var borinn til grafar í El Paso í Bandaríkjunum í gær. Hún var skotin til bana í skotárásinni í borginni sem varð 22 að bana fyrr í mánuðinum. Útför hinnar 63 ára gömlu Margie Reckard var haldin í gær en hún og Basco höfðu verið saman í 22 ár. Þau höfðu nýverið flutt til El Paso og áttu ekki marga ættinga eða nána vini í borginni. Myndir af Basco að syrgja eiginkonu sína höfðu áður vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum. Þegar útförin var auglýst var tekið fram að Reckard hafi verið eini fjölskyldumeðlimur Basco, því væri öllum sem vildu koma boðið í jarðarförina. Viðbrögðin létu ekki á sér standa. Útfararstjórinn sem sá um útförina áttaði sig fljótlega á því eftir að auglýsingin var birt að mun fleiri en 250 myndu láta sjá sig í útförinni, og því gæti salurinn sem frátekinn hafði verið ekki tekið á móti öllum. Hann bókaði því stærri sal. Hundruð einstaklinga víðsvegar frá Bandaríkjunum létu sjá sig. „Þessi saga hreyfði við mér,“ sagði Jordan Ballard sem kom frá Los Angeles í Kaliforníu til að vera viðstaddur útförina. Röð myndaðist fyrir utan salinn og biðu margir klukkutímum saman eftir því að komast inn. „Aldrei kynnst svona mikilli ást,“ sagði Basco er hann kom inn í salinn er útförin var að hefjast. Þar tók á móti honum dynjandi lófaklapp og ótal faðmlög. „Ég elska ykkur öll,“ sagði hann grátandi.People rise and clap for Basco as he enters the sanctuary pic.twitter.com/mv1RtUijLB — Mallory Falk (@malloryfalk) August 17, 2019 Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Fórnarlömb í El Paso vildu ekki hitta Trump í umdeildri heimsókn Heimsóknir Trumps til El Paso og Dayton í Ohio ollu miklu fjaðrafoki meðal andstæðinga hans. 8. ágúst 2019 12:15 Sala á skotheldum skólatöskum eykst í kjölfar skotárása Fyrirtæki á bandarískum markaði, sem selja meðal annars skothelda bakpoka og skólatöskur, hafa séð mikla aukningu í sölu í kjölfar skotárása í Bandaríkjunum. Nýverið létust 31 í árásum í El Paso, Texas og Dayton, Ohio. 13. ágúst 2019 14:06 Mynd af skælbrosandi Trump með munaðarleysingja vekur reiði Myndin er tekin við heimsókn Donalds Trumps Bandaríkjaforseta á sjúkrahús í El Paso á miðvikudag. 9. ágúst 2019 15:13 Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Sjá meira
Hundruð ókunnugra létu sjá sig til þess að sýna Antonio Basco samhug og stuðning er eiginkona hans var borinn til grafar í El Paso í Bandaríkjunum í gær. Hún var skotin til bana í skotárásinni í borginni sem varð 22 að bana fyrr í mánuðinum. Útför hinnar 63 ára gömlu Margie Reckard var haldin í gær en hún og Basco höfðu verið saman í 22 ár. Þau höfðu nýverið flutt til El Paso og áttu ekki marga ættinga eða nána vini í borginni. Myndir af Basco að syrgja eiginkonu sína höfðu áður vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum. Þegar útförin var auglýst var tekið fram að Reckard hafi verið eini fjölskyldumeðlimur Basco, því væri öllum sem vildu koma boðið í jarðarförina. Viðbrögðin létu ekki á sér standa. Útfararstjórinn sem sá um útförina áttaði sig fljótlega á því eftir að auglýsingin var birt að mun fleiri en 250 myndu láta sjá sig í útförinni, og því gæti salurinn sem frátekinn hafði verið ekki tekið á móti öllum. Hann bókaði því stærri sal. Hundruð einstaklinga víðsvegar frá Bandaríkjunum létu sjá sig. „Þessi saga hreyfði við mér,“ sagði Jordan Ballard sem kom frá Los Angeles í Kaliforníu til að vera viðstaddur útförina. Röð myndaðist fyrir utan salinn og biðu margir klukkutímum saman eftir því að komast inn. „Aldrei kynnst svona mikilli ást,“ sagði Basco er hann kom inn í salinn er útförin var að hefjast. Þar tók á móti honum dynjandi lófaklapp og ótal faðmlög. „Ég elska ykkur öll,“ sagði hann grátandi.People rise and clap for Basco as he enters the sanctuary pic.twitter.com/mv1RtUijLB — Mallory Falk (@malloryfalk) August 17, 2019
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Fórnarlömb í El Paso vildu ekki hitta Trump í umdeildri heimsókn Heimsóknir Trumps til El Paso og Dayton í Ohio ollu miklu fjaðrafoki meðal andstæðinga hans. 8. ágúst 2019 12:15 Sala á skotheldum skólatöskum eykst í kjölfar skotárása Fyrirtæki á bandarískum markaði, sem selja meðal annars skothelda bakpoka og skólatöskur, hafa séð mikla aukningu í sölu í kjölfar skotárása í Bandaríkjunum. Nýverið létust 31 í árásum í El Paso, Texas og Dayton, Ohio. 13. ágúst 2019 14:06 Mynd af skælbrosandi Trump með munaðarleysingja vekur reiði Myndin er tekin við heimsókn Donalds Trumps Bandaríkjaforseta á sjúkrahús í El Paso á miðvikudag. 9. ágúst 2019 15:13 Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Sjá meira
Fórnarlömb í El Paso vildu ekki hitta Trump í umdeildri heimsókn Heimsóknir Trumps til El Paso og Dayton í Ohio ollu miklu fjaðrafoki meðal andstæðinga hans. 8. ágúst 2019 12:15
Sala á skotheldum skólatöskum eykst í kjölfar skotárása Fyrirtæki á bandarískum markaði, sem selja meðal annars skothelda bakpoka og skólatöskur, hafa séð mikla aukningu í sölu í kjölfar skotárása í Bandaríkjunum. Nýverið létust 31 í árásum í El Paso, Texas og Dayton, Ohio. 13. ágúst 2019 14:06
Mynd af skælbrosandi Trump með munaðarleysingja vekur reiði Myndin er tekin við heimsókn Donalds Trumps Bandaríkjaforseta á sjúkrahús í El Paso á miðvikudag. 9. ágúst 2019 15:13