Hundruð ókunnugra syrgðu með ekklinum í útför fórnarlambs í skotárásinni í El Paso Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 17. ágúst 2019 22:31 Öllum var boðið í jarðarförina. AP/Jorge Salgado Hundruð ókunnugra létu sjá sig til þess að sýna Antonio Basco samhug og stuðning er eiginkona hans var borinn til grafar í El Paso í Bandaríkjunum í gær. Hún var skotin til bana í skotárásinni í borginni sem varð 22 að bana fyrr í mánuðinum. Útför hinnar 63 ára gömlu Margie Reckard var haldin í gær en hún og Basco höfðu verið saman í 22 ár. Þau höfðu nýverið flutt til El Paso og áttu ekki marga ættinga eða nána vini í borginni. Myndir af Basco að syrgja eiginkonu sína höfðu áður vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum. Þegar útförin var auglýst var tekið fram að Reckard hafi verið eini fjölskyldumeðlimur Basco, því væri öllum sem vildu koma boðið í jarðarförina. Viðbrögðin létu ekki á sér standa. Útfararstjórinn sem sá um útförina áttaði sig fljótlega á því eftir að auglýsingin var birt að mun fleiri en 250 myndu láta sjá sig í útförinni, og því gæti salurinn sem frátekinn hafði verið ekki tekið á móti öllum. Hann bókaði því stærri sal. Hundruð einstaklinga víðsvegar frá Bandaríkjunum létu sjá sig. „Þessi saga hreyfði við mér,“ sagði Jordan Ballard sem kom frá Los Angeles í Kaliforníu til að vera viðstaddur útförina. Röð myndaðist fyrir utan salinn og biðu margir klukkutímum saman eftir því að komast inn. „Aldrei kynnst svona mikilli ást,“ sagði Basco er hann kom inn í salinn er útförin var að hefjast. Þar tók á móti honum dynjandi lófaklapp og ótal faðmlög. „Ég elska ykkur öll,“ sagði hann grátandi.People rise and clap for Basco as he enters the sanctuary pic.twitter.com/mv1RtUijLB — Mallory Falk (@malloryfalk) August 17, 2019 Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Fórnarlömb í El Paso vildu ekki hitta Trump í umdeildri heimsókn Heimsóknir Trumps til El Paso og Dayton í Ohio ollu miklu fjaðrafoki meðal andstæðinga hans. 8. ágúst 2019 12:15 Sala á skotheldum skólatöskum eykst í kjölfar skotárása Fyrirtæki á bandarískum markaði, sem selja meðal annars skothelda bakpoka og skólatöskur, hafa séð mikla aukningu í sölu í kjölfar skotárása í Bandaríkjunum. Nýverið létust 31 í árásum í El Paso, Texas og Dayton, Ohio. 13. ágúst 2019 14:06 Mynd af skælbrosandi Trump með munaðarleysingja vekur reiði Myndin er tekin við heimsókn Donalds Trumps Bandaríkjaforseta á sjúkrahús í El Paso á miðvikudag. 9. ágúst 2019 15:13 Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Fleiri fréttir Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Sjá meira
Hundruð ókunnugra létu sjá sig til þess að sýna Antonio Basco samhug og stuðning er eiginkona hans var borinn til grafar í El Paso í Bandaríkjunum í gær. Hún var skotin til bana í skotárásinni í borginni sem varð 22 að bana fyrr í mánuðinum. Útför hinnar 63 ára gömlu Margie Reckard var haldin í gær en hún og Basco höfðu verið saman í 22 ár. Þau höfðu nýverið flutt til El Paso og áttu ekki marga ættinga eða nána vini í borginni. Myndir af Basco að syrgja eiginkonu sína höfðu áður vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum. Þegar útförin var auglýst var tekið fram að Reckard hafi verið eini fjölskyldumeðlimur Basco, því væri öllum sem vildu koma boðið í jarðarförina. Viðbrögðin létu ekki á sér standa. Útfararstjórinn sem sá um útförina áttaði sig fljótlega á því eftir að auglýsingin var birt að mun fleiri en 250 myndu láta sjá sig í útförinni, og því gæti salurinn sem frátekinn hafði verið ekki tekið á móti öllum. Hann bókaði því stærri sal. Hundruð einstaklinga víðsvegar frá Bandaríkjunum létu sjá sig. „Þessi saga hreyfði við mér,“ sagði Jordan Ballard sem kom frá Los Angeles í Kaliforníu til að vera viðstaddur útförina. Röð myndaðist fyrir utan salinn og biðu margir klukkutímum saman eftir því að komast inn. „Aldrei kynnst svona mikilli ást,“ sagði Basco er hann kom inn í salinn er útförin var að hefjast. Þar tók á móti honum dynjandi lófaklapp og ótal faðmlög. „Ég elska ykkur öll,“ sagði hann grátandi.People rise and clap for Basco as he enters the sanctuary pic.twitter.com/mv1RtUijLB — Mallory Falk (@malloryfalk) August 17, 2019
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Fórnarlömb í El Paso vildu ekki hitta Trump í umdeildri heimsókn Heimsóknir Trumps til El Paso og Dayton í Ohio ollu miklu fjaðrafoki meðal andstæðinga hans. 8. ágúst 2019 12:15 Sala á skotheldum skólatöskum eykst í kjölfar skotárása Fyrirtæki á bandarískum markaði, sem selja meðal annars skothelda bakpoka og skólatöskur, hafa séð mikla aukningu í sölu í kjölfar skotárása í Bandaríkjunum. Nýverið létust 31 í árásum í El Paso, Texas og Dayton, Ohio. 13. ágúst 2019 14:06 Mynd af skælbrosandi Trump með munaðarleysingja vekur reiði Myndin er tekin við heimsókn Donalds Trumps Bandaríkjaforseta á sjúkrahús í El Paso á miðvikudag. 9. ágúst 2019 15:13 Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Fleiri fréttir Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Sjá meira
Fórnarlömb í El Paso vildu ekki hitta Trump í umdeildri heimsókn Heimsóknir Trumps til El Paso og Dayton í Ohio ollu miklu fjaðrafoki meðal andstæðinga hans. 8. ágúst 2019 12:15
Sala á skotheldum skólatöskum eykst í kjölfar skotárása Fyrirtæki á bandarískum markaði, sem selja meðal annars skothelda bakpoka og skólatöskur, hafa séð mikla aukningu í sölu í kjölfar skotárása í Bandaríkjunum. Nýverið létust 31 í árásum í El Paso, Texas og Dayton, Ohio. 13. ágúst 2019 14:06
Mynd af skælbrosandi Trump með munaðarleysingja vekur reiði Myndin er tekin við heimsókn Donalds Trumps Bandaríkjaforseta á sjúkrahús í El Paso á miðvikudag. 9. ágúst 2019 15:13