Sinubruninn sagður áminning um að fara varlega með eld við þurran gróður Kjartan Kjartansson skrifar 18. ágúst 2019 14:15 Nokkur eldur kviknaði í sinu vegna flugeldasýningarinnar í gærkvöldi. Mynd/Hákon Sigþórsson Enginn hætta var til staðar þegar kviknaði í sinu út frá flugeldasýningu á bæjarhátíð í Hveragerði í gærkvöldi, að mati varaslökkviliðsstjóra. Eldurinn sé þó áminning um að fara verði varlega með eld og hitagjafa við gróður þegar jarðvegur er þurr eins og hann er nú á Suðurlandi. Formaður hjálparsveitar skáta í Hveragerði segir að kviknað hafi í út frá glóð. Sex slökkviliðsmenn frá brunavörnum Árnessýslu voru um þrjátíu til fjörutíu mínútur að slökkva í eldinum sem kviknaði nærri sundlauginni og lystigarðinum í Laugaskarði á tólfta tímanum í gærkvöldi, að sögn Sverris Hauks Grönli, varaslökkviliðsstjóra. Vitað sé að eldurinn hafi kviknað út frá flugeldasýningunni á bæjarhátíðinni Blómstrandi dögum. Sverrir Haukur segir jarðveginn þurran þannig að auðveldlega kvikni í gróðri. Í roki eins og gerði í gærkvöldi geti eldur brunnið enn hraðar en ella. Áhorfandi á flugeldasýningunni sagði við Vísi að eitthvað hafi virst hafa farið úrskeiðis. Að minnsta kosti tveir flugeldar hafi ekki farið upp í loftið heldur sprungið við jörðina og kveikt í sinunni. Fólk hafi verið hrætt og forðað sér með grátandi börn. Sævar Logi Ólafsson, formaður Hjálparsveitar skáta í Hveragerði sem sá um flugeldasýninguna, segir hluta úr einni skottertu hafi ringt yfir áhorfendur en það hafi ekki orsakað brunann heldur glóð úr flugeldunum sem skotið var á loft. Björgunarsveitarmennirnir hafi í fyrstu reynt að slökva eldinn en þegar þeir sáu fram á að umfangið væri of mikið hafi þeir kallað á slökkvilið. Sverrir Haukur segir björgunarsveitarmennina hafa brugðist rétt við með því að kalla strax til slökkvilið. Eldurinn hafi litið illa út á myndbandi sem hann segist hafa séð en ástandið hafi þó ekki verið svo slæmt. Engin hætta hafi verið til staðar. Slökkviliðsmenn hafi brugðist hratt og vel við. Hefði meiri hætta verið á ferðum hefði verið hægt að kalla til fjölmennara lið. Spurður að því hvort að til greina hafi komið að hætta við flugeldasýninguna vegna aðstæðna segir Sævar Logi að björgunarsveitarmennirnir hafi metið þær þannig að eldhættan væri ekki eins mikil og raunin varð.Töldu sýninguna á öruggu svæði og viðbúnað til staðar Sækja þarf um leyfi til brunavarna fyrir flugeldasýningu eins og þeirri sem var í Hveragerði í gær. Spurður að því hvort að rétt hafi verið að leyfa sýninguna í gær í ljósi aðstæðna segir Sverrir Haukur að það sé metið í hverju tilfelli fyrir sig. Í þessu tilfelli hafi sýningin verið á tiltölulega öruggu svæði sem er afmarkað við Varmá þar sem lítið sé um gróður. Þá hafi viðbúnaður vegna mögulegrar íkveikju verið til staðar. „Það má alltaf örugglega ræða það. Þetta sýnir okkur bara hvað hann er þurr gróðurinn og þetta er fljótt að gerast. Þetta á að vera áminning fyrir okkur að fara varlega með eld og hitagjafa í kringum gróður,“ segir Sverrir Haukur. Hveragerði Slökkvilið Tengdar fréttir Kviknaði í út frá flugeldasýningu í Hveragerði: „Hér skíðlogar brekkan“ Eldur kviknaði í gróðri út frá flugeldasýningunni á bæjarhátíðinni Blómstrandi dögum á ellefta tímanum í kvöld. Eldurinn varð talsverður að sögn sjónarvotta. 18. ágúst 2019 00:06 Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Innlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira
Enginn hætta var til staðar þegar kviknaði í sinu út frá flugeldasýningu á bæjarhátíð í Hveragerði í gærkvöldi, að mati varaslökkviliðsstjóra. Eldurinn sé þó áminning um að fara verði varlega með eld og hitagjafa við gróður þegar jarðvegur er þurr eins og hann er nú á Suðurlandi. Formaður hjálparsveitar skáta í Hveragerði segir að kviknað hafi í út frá glóð. Sex slökkviliðsmenn frá brunavörnum Árnessýslu voru um þrjátíu til fjörutíu mínútur að slökkva í eldinum sem kviknaði nærri sundlauginni og lystigarðinum í Laugaskarði á tólfta tímanum í gærkvöldi, að sögn Sverris Hauks Grönli, varaslökkviliðsstjóra. Vitað sé að eldurinn hafi kviknað út frá flugeldasýningunni á bæjarhátíðinni Blómstrandi dögum. Sverrir Haukur segir jarðveginn þurran þannig að auðveldlega kvikni í gróðri. Í roki eins og gerði í gærkvöldi geti eldur brunnið enn hraðar en ella. Áhorfandi á flugeldasýningunni sagði við Vísi að eitthvað hafi virst hafa farið úrskeiðis. Að minnsta kosti tveir flugeldar hafi ekki farið upp í loftið heldur sprungið við jörðina og kveikt í sinunni. Fólk hafi verið hrætt og forðað sér með grátandi börn. Sævar Logi Ólafsson, formaður Hjálparsveitar skáta í Hveragerði sem sá um flugeldasýninguna, segir hluta úr einni skottertu hafi ringt yfir áhorfendur en það hafi ekki orsakað brunann heldur glóð úr flugeldunum sem skotið var á loft. Björgunarsveitarmennirnir hafi í fyrstu reynt að slökva eldinn en þegar þeir sáu fram á að umfangið væri of mikið hafi þeir kallað á slökkvilið. Sverrir Haukur segir björgunarsveitarmennina hafa brugðist rétt við með því að kalla strax til slökkvilið. Eldurinn hafi litið illa út á myndbandi sem hann segist hafa séð en ástandið hafi þó ekki verið svo slæmt. Engin hætta hafi verið til staðar. Slökkviliðsmenn hafi brugðist hratt og vel við. Hefði meiri hætta verið á ferðum hefði verið hægt að kalla til fjölmennara lið. Spurður að því hvort að til greina hafi komið að hætta við flugeldasýninguna vegna aðstæðna segir Sævar Logi að björgunarsveitarmennirnir hafi metið þær þannig að eldhættan væri ekki eins mikil og raunin varð.Töldu sýninguna á öruggu svæði og viðbúnað til staðar Sækja þarf um leyfi til brunavarna fyrir flugeldasýningu eins og þeirri sem var í Hveragerði í gær. Spurður að því hvort að rétt hafi verið að leyfa sýninguna í gær í ljósi aðstæðna segir Sverrir Haukur að það sé metið í hverju tilfelli fyrir sig. Í þessu tilfelli hafi sýningin verið á tiltölulega öruggu svæði sem er afmarkað við Varmá þar sem lítið sé um gróður. Þá hafi viðbúnaður vegna mögulegrar íkveikju verið til staðar. „Það má alltaf örugglega ræða það. Þetta sýnir okkur bara hvað hann er þurr gróðurinn og þetta er fljótt að gerast. Þetta á að vera áminning fyrir okkur að fara varlega með eld og hitagjafa í kringum gróður,“ segir Sverrir Haukur.
Hveragerði Slökkvilið Tengdar fréttir Kviknaði í út frá flugeldasýningu í Hveragerði: „Hér skíðlogar brekkan“ Eldur kviknaði í gróðri út frá flugeldasýningunni á bæjarhátíðinni Blómstrandi dögum á ellefta tímanum í kvöld. Eldurinn varð talsverður að sögn sjónarvotta. 18. ágúst 2019 00:06 Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Innlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira
Kviknaði í út frá flugeldasýningu í Hveragerði: „Hér skíðlogar brekkan“ Eldur kviknaði í gróðri út frá flugeldasýningunni á bæjarhátíðinni Blómstrandi dögum á ellefta tímanum í kvöld. Eldurinn varð talsverður að sögn sjónarvotta. 18. ágúst 2019 00:06