Sinubruninn sagður áminning um að fara varlega með eld við þurran gróður Kjartan Kjartansson skrifar 18. ágúst 2019 14:15 Nokkur eldur kviknaði í sinu vegna flugeldasýningarinnar í gærkvöldi. Mynd/Hákon Sigþórsson Enginn hætta var til staðar þegar kviknaði í sinu út frá flugeldasýningu á bæjarhátíð í Hveragerði í gærkvöldi, að mati varaslökkviliðsstjóra. Eldurinn sé þó áminning um að fara verði varlega með eld og hitagjafa við gróður þegar jarðvegur er þurr eins og hann er nú á Suðurlandi. Formaður hjálparsveitar skáta í Hveragerði segir að kviknað hafi í út frá glóð. Sex slökkviliðsmenn frá brunavörnum Árnessýslu voru um þrjátíu til fjörutíu mínútur að slökkva í eldinum sem kviknaði nærri sundlauginni og lystigarðinum í Laugaskarði á tólfta tímanum í gærkvöldi, að sögn Sverris Hauks Grönli, varaslökkviliðsstjóra. Vitað sé að eldurinn hafi kviknað út frá flugeldasýningunni á bæjarhátíðinni Blómstrandi dögum. Sverrir Haukur segir jarðveginn þurran þannig að auðveldlega kvikni í gróðri. Í roki eins og gerði í gærkvöldi geti eldur brunnið enn hraðar en ella. Áhorfandi á flugeldasýningunni sagði við Vísi að eitthvað hafi virst hafa farið úrskeiðis. Að minnsta kosti tveir flugeldar hafi ekki farið upp í loftið heldur sprungið við jörðina og kveikt í sinunni. Fólk hafi verið hrætt og forðað sér með grátandi börn. Sævar Logi Ólafsson, formaður Hjálparsveitar skáta í Hveragerði sem sá um flugeldasýninguna, segir hluta úr einni skottertu hafi ringt yfir áhorfendur en það hafi ekki orsakað brunann heldur glóð úr flugeldunum sem skotið var á loft. Björgunarsveitarmennirnir hafi í fyrstu reynt að slökva eldinn en þegar þeir sáu fram á að umfangið væri of mikið hafi þeir kallað á slökkvilið. Sverrir Haukur segir björgunarsveitarmennina hafa brugðist rétt við með því að kalla strax til slökkvilið. Eldurinn hafi litið illa út á myndbandi sem hann segist hafa séð en ástandið hafi þó ekki verið svo slæmt. Engin hætta hafi verið til staðar. Slökkviliðsmenn hafi brugðist hratt og vel við. Hefði meiri hætta verið á ferðum hefði verið hægt að kalla til fjölmennara lið. Spurður að því hvort að til greina hafi komið að hætta við flugeldasýninguna vegna aðstæðna segir Sævar Logi að björgunarsveitarmennirnir hafi metið þær þannig að eldhættan væri ekki eins mikil og raunin varð.Töldu sýninguna á öruggu svæði og viðbúnað til staðar Sækja þarf um leyfi til brunavarna fyrir flugeldasýningu eins og þeirri sem var í Hveragerði í gær. Spurður að því hvort að rétt hafi verið að leyfa sýninguna í gær í ljósi aðstæðna segir Sverrir Haukur að það sé metið í hverju tilfelli fyrir sig. Í þessu tilfelli hafi sýningin verið á tiltölulega öruggu svæði sem er afmarkað við Varmá þar sem lítið sé um gróður. Þá hafi viðbúnaður vegna mögulegrar íkveikju verið til staðar. „Það má alltaf örugglega ræða það. Þetta sýnir okkur bara hvað hann er þurr gróðurinn og þetta er fljótt að gerast. Þetta á að vera áminning fyrir okkur að fara varlega með eld og hitagjafa í kringum gróður,“ segir Sverrir Haukur. Hveragerði Slökkvilið Tengdar fréttir Kviknaði í út frá flugeldasýningu í Hveragerði: „Hér skíðlogar brekkan“ Eldur kviknaði í gróðri út frá flugeldasýningunni á bæjarhátíðinni Blómstrandi dögum á ellefta tímanum í kvöld. Eldurinn varð talsverður að sögn sjónarvotta. 18. ágúst 2019 00:06 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Fleiri fréttir Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Sjá meira
Enginn hætta var til staðar þegar kviknaði í sinu út frá flugeldasýningu á bæjarhátíð í Hveragerði í gærkvöldi, að mati varaslökkviliðsstjóra. Eldurinn sé þó áminning um að fara verði varlega með eld og hitagjafa við gróður þegar jarðvegur er þurr eins og hann er nú á Suðurlandi. Formaður hjálparsveitar skáta í Hveragerði segir að kviknað hafi í út frá glóð. Sex slökkviliðsmenn frá brunavörnum Árnessýslu voru um þrjátíu til fjörutíu mínútur að slökkva í eldinum sem kviknaði nærri sundlauginni og lystigarðinum í Laugaskarði á tólfta tímanum í gærkvöldi, að sögn Sverris Hauks Grönli, varaslökkviliðsstjóra. Vitað sé að eldurinn hafi kviknað út frá flugeldasýningunni á bæjarhátíðinni Blómstrandi dögum. Sverrir Haukur segir jarðveginn þurran þannig að auðveldlega kvikni í gróðri. Í roki eins og gerði í gærkvöldi geti eldur brunnið enn hraðar en ella. Áhorfandi á flugeldasýningunni sagði við Vísi að eitthvað hafi virst hafa farið úrskeiðis. Að minnsta kosti tveir flugeldar hafi ekki farið upp í loftið heldur sprungið við jörðina og kveikt í sinunni. Fólk hafi verið hrætt og forðað sér með grátandi börn. Sævar Logi Ólafsson, formaður Hjálparsveitar skáta í Hveragerði sem sá um flugeldasýninguna, segir hluta úr einni skottertu hafi ringt yfir áhorfendur en það hafi ekki orsakað brunann heldur glóð úr flugeldunum sem skotið var á loft. Björgunarsveitarmennirnir hafi í fyrstu reynt að slökva eldinn en þegar þeir sáu fram á að umfangið væri of mikið hafi þeir kallað á slökkvilið. Sverrir Haukur segir björgunarsveitarmennina hafa brugðist rétt við með því að kalla strax til slökkvilið. Eldurinn hafi litið illa út á myndbandi sem hann segist hafa séð en ástandið hafi þó ekki verið svo slæmt. Engin hætta hafi verið til staðar. Slökkviliðsmenn hafi brugðist hratt og vel við. Hefði meiri hætta verið á ferðum hefði verið hægt að kalla til fjölmennara lið. Spurður að því hvort að til greina hafi komið að hætta við flugeldasýninguna vegna aðstæðna segir Sævar Logi að björgunarsveitarmennirnir hafi metið þær þannig að eldhættan væri ekki eins mikil og raunin varð.Töldu sýninguna á öruggu svæði og viðbúnað til staðar Sækja þarf um leyfi til brunavarna fyrir flugeldasýningu eins og þeirri sem var í Hveragerði í gær. Spurður að því hvort að rétt hafi verið að leyfa sýninguna í gær í ljósi aðstæðna segir Sverrir Haukur að það sé metið í hverju tilfelli fyrir sig. Í þessu tilfelli hafi sýningin verið á tiltölulega öruggu svæði sem er afmarkað við Varmá þar sem lítið sé um gróður. Þá hafi viðbúnaður vegna mögulegrar íkveikju verið til staðar. „Það má alltaf örugglega ræða það. Þetta sýnir okkur bara hvað hann er þurr gróðurinn og þetta er fljótt að gerast. Þetta á að vera áminning fyrir okkur að fara varlega með eld og hitagjafa í kringum gróður,“ segir Sverrir Haukur.
Hveragerði Slökkvilið Tengdar fréttir Kviknaði í út frá flugeldasýningu í Hveragerði: „Hér skíðlogar brekkan“ Eldur kviknaði í gróðri út frá flugeldasýningunni á bæjarhátíðinni Blómstrandi dögum á ellefta tímanum í kvöld. Eldurinn varð talsverður að sögn sjónarvotta. 18. ágúst 2019 00:06 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Fleiri fréttir Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Sjá meira
Kviknaði í út frá flugeldasýningu í Hveragerði: „Hér skíðlogar brekkan“ Eldur kviknaði í gróðri út frá flugeldasýningunni á bæjarhátíðinni Blómstrandi dögum á ellefta tímanum í kvöld. Eldurinn varð talsverður að sögn sjónarvotta. 18. ágúst 2019 00:06