Leiðtogi stjórnarflokks Póllands fordæmir gleðigöngur Kjartan Kjartansson skrifar 18. ágúst 2019 14:50 Kaczynski og félagar í Lögum og réttlæti beina spjótum sínum nú í auknum mæli að hinsegin fólki. Áður barðist flokkurinn helst gegn innflytjendum og flóttafólki. Vísir/EPA Jaroslaw Kaczynski, leiðtogi Laga og réttlætis, íhaldsflokksins sem stýrir Póllandi, fordæmir gleðigöngur þar sem krafist er réttinda hinsegin fólks og segir Pólverjar verða að streitast gegn þeim. Flokkurinn elur nú á andúð á hinsegin fólki til að tryggja sér endurkjör í kosningum í haust. Þegar Lög og réttlæti komst fyrst til valda var það meðal annars vegna baráttu flokksins gegn innflytjendum og flóttafólki. Í aðdraganda þingkosninga sem fara fram 13. október hefur flokkurinn ákveðið að gera réttindi hinsegin fólks að skotspóni sínum til að laða að stuðnings íhaldssamra kjósenda. „Harða atlagan, þessi ferðasirkus sem birtist í fjölda borga til að ögra og gráta svo…við erum þau sem verðum fyrir skaða af þessu, það verður að afhjúpa þetta og vísa frá,“ sagði Kaczynski í lautarferð á vegum flokksins í bænum Stalowa Wola í dag. Sagði hann að framfylgja þyrfti lögum til þess ítrasta „til að koma reglum yfir þetta“ án þess að skýra frekar hvað hann ætti við, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Málflutningur stjórnarflokksins er studdur af kaþólsku kirkjunni í Póllandi. Erkibiskup kirkjunnar sagði fyrr í þessum mánuði að „regnbogaplága“ baráttufólks fyrir réttindum hinsegin fólks sæti nú um Pólland. Líkti hann þeim við leiðtoga Kommúnistaflokksins sem áður réði ríkjum í landinu. Kaczynski sagði Lög og réttlæti eina flokkinn sem gæti komið kaþólsku kirkjunni til varnar fyrir árásum á „fjölskyldugildi“ frá vesturlöndum. Stjórnarandstæðingar hafa deilt á stjórnarflokkinn fyrir að ýta undir ofbeldi gegn hinsegin fólki undanfarnar vikur. Ráðist var á þátttakendur í gleðigöngu í borginni Bialystok í síðasta mánuði. Hinsegin Pólland Tengdar fréttir Þátttakendur grýttir í gleðigöngu Haldin var fyrsta Gleðiganga pólsku borgarinnar Bialystok á laugardag en hún vakti hörð viðbrögð. Um þúsund manns tóku þátt í göngunni sem fékk fylgdarlið óeirðalögreglu vegna viðbragða öfgahægrimanna í borginni. 21. júlí 2019 17:56 Skora á íslensku ríkisstjórnina að fordæma árásir gegn hinsegin fólki Í nýrri yfirlýsingu frá Samtökunum 78 og Reykjavík Pride er lýst yfir áhyggjum vegna aðstæðna hinsegin fólks í Póllandi. 26. júlí 2019 20:07 Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fleiri fréttir Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Sjá meira
Jaroslaw Kaczynski, leiðtogi Laga og réttlætis, íhaldsflokksins sem stýrir Póllandi, fordæmir gleðigöngur þar sem krafist er réttinda hinsegin fólks og segir Pólverjar verða að streitast gegn þeim. Flokkurinn elur nú á andúð á hinsegin fólki til að tryggja sér endurkjör í kosningum í haust. Þegar Lög og réttlæti komst fyrst til valda var það meðal annars vegna baráttu flokksins gegn innflytjendum og flóttafólki. Í aðdraganda þingkosninga sem fara fram 13. október hefur flokkurinn ákveðið að gera réttindi hinsegin fólks að skotspóni sínum til að laða að stuðnings íhaldssamra kjósenda. „Harða atlagan, þessi ferðasirkus sem birtist í fjölda borga til að ögra og gráta svo…við erum þau sem verðum fyrir skaða af þessu, það verður að afhjúpa þetta og vísa frá,“ sagði Kaczynski í lautarferð á vegum flokksins í bænum Stalowa Wola í dag. Sagði hann að framfylgja þyrfti lögum til þess ítrasta „til að koma reglum yfir þetta“ án þess að skýra frekar hvað hann ætti við, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Málflutningur stjórnarflokksins er studdur af kaþólsku kirkjunni í Póllandi. Erkibiskup kirkjunnar sagði fyrr í þessum mánuði að „regnbogaplága“ baráttufólks fyrir réttindum hinsegin fólks sæti nú um Pólland. Líkti hann þeim við leiðtoga Kommúnistaflokksins sem áður réði ríkjum í landinu. Kaczynski sagði Lög og réttlæti eina flokkinn sem gæti komið kaþólsku kirkjunni til varnar fyrir árásum á „fjölskyldugildi“ frá vesturlöndum. Stjórnarandstæðingar hafa deilt á stjórnarflokkinn fyrir að ýta undir ofbeldi gegn hinsegin fólki undanfarnar vikur. Ráðist var á þátttakendur í gleðigöngu í borginni Bialystok í síðasta mánuði.
Hinsegin Pólland Tengdar fréttir Þátttakendur grýttir í gleðigöngu Haldin var fyrsta Gleðiganga pólsku borgarinnar Bialystok á laugardag en hún vakti hörð viðbrögð. Um þúsund manns tóku þátt í göngunni sem fékk fylgdarlið óeirðalögreglu vegna viðbragða öfgahægrimanna í borginni. 21. júlí 2019 17:56 Skora á íslensku ríkisstjórnina að fordæma árásir gegn hinsegin fólki Í nýrri yfirlýsingu frá Samtökunum 78 og Reykjavík Pride er lýst yfir áhyggjum vegna aðstæðna hinsegin fólks í Póllandi. 26. júlí 2019 20:07 Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fleiri fréttir Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Sjá meira
Þátttakendur grýttir í gleðigöngu Haldin var fyrsta Gleðiganga pólsku borgarinnar Bialystok á laugardag en hún vakti hörð viðbrögð. Um þúsund manns tóku þátt í göngunni sem fékk fylgdarlið óeirðalögreglu vegna viðbragða öfgahægrimanna í borginni. 21. júlí 2019 17:56
Skora á íslensku ríkisstjórnina að fordæma árásir gegn hinsegin fólki Í nýrri yfirlýsingu frá Samtökunum 78 og Reykjavík Pride er lýst yfir áhyggjum vegna aðstæðna hinsegin fólks í Póllandi. 26. júlí 2019 20:07