Mikil sorg ríkir í Afganistan Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 19. ágúst 2019 08:30 Fórnarlamb árásarinnar á spítala. Mynd/AFP „Ég vildi að ég gæti fundið líkamsleifar sonar míns og sett þær saman í heilu lagi í gröfina,“ sagði Amanullah, íbúi í afgönsku höfuðborginni í Kabúl, við fréttastofu AP í gær. Fjórtán ára sonur hans var á meðal þeirra 63 sem voru myrt í sprengjuárás sem gerð var á brúðkaupsgesti í borginni á laugardag. Afganski armur hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki (ISIS) lýsti yfir ábyrgð á árásinni í gær. Mohammad Aslim, sem lifði árásina af, var enn klæddur í blóðug veislufötin þegar blaðamaður fyrrnefnds miðils hitti hann í gær. Hann sagðist þá vera búinn að grafa sextán fórnarlömb og þrátt fyrir að vera orðinn úrvinda ætlaði hann að aðstoða við greftrun enn fleiri fórnarlamba. Hann hafði grafið nokkra nákomna ættingja og vini, meðal annars sjö ára gamlan dreng. Ashraf Ghani, forseti ríkisins, fordæmdi árásina í nokkrum færslum á Twitter. „Það er fremst í forgangsröðinni hjá mér nú að ná sambandi við fjölskyldur fórnarlamba þessarar villimannslegu árásar. Fyrir hönd þjóðarinnar votta ég samúð mína. Ég bið fyrir skjótum bata hinna særðu,“ sagði Ghani og bætti við: „Ég hef skipað yfirvöldum að aðstoða hin særðu af bestu getu. Vegna árásarinnar hef ég boðað til öryggisráðsfundar til þess að fara yfir og koma í veg fyrir öryggisbresti.“ Þótt talibanar og Bandaríkjamenn eigi nú í viðræðum um frið á milli talibana og afganskra stjórnvalda, sem og brotthvarf Bandaríkjahers, og þótt talibanar hafi ekki verið á bak við árásina á laugardaginn, sagði Ghani að þeir væru ekki alsaklausir. Þeir byðu nefnilega upp á vettvang fyrir hryðjuverkamenn í landinu. Talibanar fordæmdu árásina harðlega. Zabiullah Mujaheed, annar tveggja opinberra talsmanna þeirra, sagði í orðsendingu til fjölmiðla að það væri ómögulegt að réttlæta svo grimmilegt morð á konum og börnum. Ekki er víst hvaða áhrif árásin hefur á friðarviðræður við talibana, en talið er að þær séu langt komnar og senn verði komist að samkomulagi. Undanfarnar vikur hafa, þrátt fyrir viðræðurnar, einkennst af togstreitu og átökum. Tíu dagar eru frá því talibanar gerðu sprengjuárás fyrir utan lögreglustöð og myrtu fjórtán og á föstudag var bróðir Hibatullah Akhundzada, leiðtoga talibana, myrtur nærri pakistönsku borginni Quetta. Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á þeirri árás. Svo virðist hins vegar sem afgönskum almenningi muni áfram stafa hætta af ISIS, enda standa hryðjuverkasamtökin utan við viðræðurnar við talibana. Þessi svokallaði Khorasan-armur ISIS taldi samkvæmt öryggisráði Sameinuðu þjóðanna að minnsta kosti 3.500 meðlimi á síðasta ári. Hafa liðsmenn annaðhvort lýst yfir ábyrgð á eða verið sakaðir um rúmlega 60 hryðjuverkaárásir frá ársbyrjun 2018. Afganistan Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Á sjöunda tug féll í sprengingunni í brúðkaupi í Afganistan Sjálfsmorðsárásarmaður sprengdi sjálfan sig upp í miðri brúðkaupsathöfn. 18. ágúst 2019 07:28 Ríki íslams lýsir yfir ábyrgð á árás á brúðkaup Brúðguminn segist aldrei eiga eftir að upplifa hamingju aftur eftir að 63 létust í sjálfsmorðsárás á brúðkaupið hans í gærkvöldi. 18. ágúst 2019 14:18 Horfði á eftir ástvinum í líkpokum eftir eigið brúðkaup Það sem átti að vera hamingjusamasti dagur í lífi Mirwais Elmi endaði með hryllingi þegar 63 manns, þar á meðal vinir og ættingjar, létu lífið af völdum sjálfsmorðssprengju í brúðkaupsveislu hans og eiginkonu hans í gær. 18. ágúst 2019 23:21 Óttast að margir hafi látist í sprengjuárás á brúðkaup Yfirvöld í Afganistan óttast að fjölmargir hafi látist eða særst í sprengjuárás sem gerð var á brúðkaup í Kabúl, höfuðborg Afganistan í kvöld. 17. ágúst 2019 20:38 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Fleiri fréttir Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ Sjá meira
„Ég vildi að ég gæti fundið líkamsleifar sonar míns og sett þær saman í heilu lagi í gröfina,“ sagði Amanullah, íbúi í afgönsku höfuðborginni í Kabúl, við fréttastofu AP í gær. Fjórtán ára sonur hans var á meðal þeirra 63 sem voru myrt í sprengjuárás sem gerð var á brúðkaupsgesti í borginni á laugardag. Afganski armur hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki (ISIS) lýsti yfir ábyrgð á árásinni í gær. Mohammad Aslim, sem lifði árásina af, var enn klæddur í blóðug veislufötin þegar blaðamaður fyrrnefnds miðils hitti hann í gær. Hann sagðist þá vera búinn að grafa sextán fórnarlömb og þrátt fyrir að vera orðinn úrvinda ætlaði hann að aðstoða við greftrun enn fleiri fórnarlamba. Hann hafði grafið nokkra nákomna ættingja og vini, meðal annars sjö ára gamlan dreng. Ashraf Ghani, forseti ríkisins, fordæmdi árásina í nokkrum færslum á Twitter. „Það er fremst í forgangsröðinni hjá mér nú að ná sambandi við fjölskyldur fórnarlamba þessarar villimannslegu árásar. Fyrir hönd þjóðarinnar votta ég samúð mína. Ég bið fyrir skjótum bata hinna særðu,“ sagði Ghani og bætti við: „Ég hef skipað yfirvöldum að aðstoða hin særðu af bestu getu. Vegna árásarinnar hef ég boðað til öryggisráðsfundar til þess að fara yfir og koma í veg fyrir öryggisbresti.“ Þótt talibanar og Bandaríkjamenn eigi nú í viðræðum um frið á milli talibana og afganskra stjórnvalda, sem og brotthvarf Bandaríkjahers, og þótt talibanar hafi ekki verið á bak við árásina á laugardaginn, sagði Ghani að þeir væru ekki alsaklausir. Þeir byðu nefnilega upp á vettvang fyrir hryðjuverkamenn í landinu. Talibanar fordæmdu árásina harðlega. Zabiullah Mujaheed, annar tveggja opinberra talsmanna þeirra, sagði í orðsendingu til fjölmiðla að það væri ómögulegt að réttlæta svo grimmilegt morð á konum og börnum. Ekki er víst hvaða áhrif árásin hefur á friðarviðræður við talibana, en talið er að þær séu langt komnar og senn verði komist að samkomulagi. Undanfarnar vikur hafa, þrátt fyrir viðræðurnar, einkennst af togstreitu og átökum. Tíu dagar eru frá því talibanar gerðu sprengjuárás fyrir utan lögreglustöð og myrtu fjórtán og á föstudag var bróðir Hibatullah Akhundzada, leiðtoga talibana, myrtur nærri pakistönsku borginni Quetta. Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á þeirri árás. Svo virðist hins vegar sem afgönskum almenningi muni áfram stafa hætta af ISIS, enda standa hryðjuverkasamtökin utan við viðræðurnar við talibana. Þessi svokallaði Khorasan-armur ISIS taldi samkvæmt öryggisráði Sameinuðu þjóðanna að minnsta kosti 3.500 meðlimi á síðasta ári. Hafa liðsmenn annaðhvort lýst yfir ábyrgð á eða verið sakaðir um rúmlega 60 hryðjuverkaárásir frá ársbyrjun 2018.
Afganistan Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Á sjöunda tug féll í sprengingunni í brúðkaupi í Afganistan Sjálfsmorðsárásarmaður sprengdi sjálfan sig upp í miðri brúðkaupsathöfn. 18. ágúst 2019 07:28 Ríki íslams lýsir yfir ábyrgð á árás á brúðkaup Brúðguminn segist aldrei eiga eftir að upplifa hamingju aftur eftir að 63 létust í sjálfsmorðsárás á brúðkaupið hans í gærkvöldi. 18. ágúst 2019 14:18 Horfði á eftir ástvinum í líkpokum eftir eigið brúðkaup Það sem átti að vera hamingjusamasti dagur í lífi Mirwais Elmi endaði með hryllingi þegar 63 manns, þar á meðal vinir og ættingjar, létu lífið af völdum sjálfsmorðssprengju í brúðkaupsveislu hans og eiginkonu hans í gær. 18. ágúst 2019 23:21 Óttast að margir hafi látist í sprengjuárás á brúðkaup Yfirvöld í Afganistan óttast að fjölmargir hafi látist eða særst í sprengjuárás sem gerð var á brúðkaup í Kabúl, höfuðborg Afganistan í kvöld. 17. ágúst 2019 20:38 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Fleiri fréttir Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ Sjá meira
Á sjöunda tug féll í sprengingunni í brúðkaupi í Afganistan Sjálfsmorðsárásarmaður sprengdi sjálfan sig upp í miðri brúðkaupsathöfn. 18. ágúst 2019 07:28
Ríki íslams lýsir yfir ábyrgð á árás á brúðkaup Brúðguminn segist aldrei eiga eftir að upplifa hamingju aftur eftir að 63 létust í sjálfsmorðsárás á brúðkaupið hans í gærkvöldi. 18. ágúst 2019 14:18
Horfði á eftir ástvinum í líkpokum eftir eigið brúðkaup Það sem átti að vera hamingjusamasti dagur í lífi Mirwais Elmi endaði með hryllingi þegar 63 manns, þar á meðal vinir og ættingjar, létu lífið af völdum sjálfsmorðssprengju í brúðkaupsveislu hans og eiginkonu hans í gær. 18. ágúst 2019 23:21
Óttast að margir hafi látist í sprengjuárás á brúðkaup Yfirvöld í Afganistan óttast að fjölmargir hafi látist eða særst í sprengjuárás sem gerð var á brúðkaup í Kabúl, höfuðborg Afganistan í kvöld. 17. ágúst 2019 20:38