Mikil sorg ríkir í Afganistan Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 19. ágúst 2019 08:30 Fórnarlamb árásarinnar á spítala. Mynd/AFP „Ég vildi að ég gæti fundið líkamsleifar sonar míns og sett þær saman í heilu lagi í gröfina,“ sagði Amanullah, íbúi í afgönsku höfuðborginni í Kabúl, við fréttastofu AP í gær. Fjórtán ára sonur hans var á meðal þeirra 63 sem voru myrt í sprengjuárás sem gerð var á brúðkaupsgesti í borginni á laugardag. Afganski armur hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki (ISIS) lýsti yfir ábyrgð á árásinni í gær. Mohammad Aslim, sem lifði árásina af, var enn klæddur í blóðug veislufötin þegar blaðamaður fyrrnefnds miðils hitti hann í gær. Hann sagðist þá vera búinn að grafa sextán fórnarlömb og þrátt fyrir að vera orðinn úrvinda ætlaði hann að aðstoða við greftrun enn fleiri fórnarlamba. Hann hafði grafið nokkra nákomna ættingja og vini, meðal annars sjö ára gamlan dreng. Ashraf Ghani, forseti ríkisins, fordæmdi árásina í nokkrum færslum á Twitter. „Það er fremst í forgangsröðinni hjá mér nú að ná sambandi við fjölskyldur fórnarlamba þessarar villimannslegu árásar. Fyrir hönd þjóðarinnar votta ég samúð mína. Ég bið fyrir skjótum bata hinna særðu,“ sagði Ghani og bætti við: „Ég hef skipað yfirvöldum að aðstoða hin særðu af bestu getu. Vegna árásarinnar hef ég boðað til öryggisráðsfundar til þess að fara yfir og koma í veg fyrir öryggisbresti.“ Þótt talibanar og Bandaríkjamenn eigi nú í viðræðum um frið á milli talibana og afganskra stjórnvalda, sem og brotthvarf Bandaríkjahers, og þótt talibanar hafi ekki verið á bak við árásina á laugardaginn, sagði Ghani að þeir væru ekki alsaklausir. Þeir byðu nefnilega upp á vettvang fyrir hryðjuverkamenn í landinu. Talibanar fordæmdu árásina harðlega. Zabiullah Mujaheed, annar tveggja opinberra talsmanna þeirra, sagði í orðsendingu til fjölmiðla að það væri ómögulegt að réttlæta svo grimmilegt morð á konum og börnum. Ekki er víst hvaða áhrif árásin hefur á friðarviðræður við talibana, en talið er að þær séu langt komnar og senn verði komist að samkomulagi. Undanfarnar vikur hafa, þrátt fyrir viðræðurnar, einkennst af togstreitu og átökum. Tíu dagar eru frá því talibanar gerðu sprengjuárás fyrir utan lögreglustöð og myrtu fjórtán og á föstudag var bróðir Hibatullah Akhundzada, leiðtoga talibana, myrtur nærri pakistönsku borginni Quetta. Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á þeirri árás. Svo virðist hins vegar sem afgönskum almenningi muni áfram stafa hætta af ISIS, enda standa hryðjuverkasamtökin utan við viðræðurnar við talibana. Þessi svokallaði Khorasan-armur ISIS taldi samkvæmt öryggisráði Sameinuðu þjóðanna að minnsta kosti 3.500 meðlimi á síðasta ári. Hafa liðsmenn annaðhvort lýst yfir ábyrgð á eða verið sakaðir um rúmlega 60 hryðjuverkaárásir frá ársbyrjun 2018. Afganistan Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Á sjöunda tug féll í sprengingunni í brúðkaupi í Afganistan Sjálfsmorðsárásarmaður sprengdi sjálfan sig upp í miðri brúðkaupsathöfn. 18. ágúst 2019 07:28 Ríki íslams lýsir yfir ábyrgð á árás á brúðkaup Brúðguminn segist aldrei eiga eftir að upplifa hamingju aftur eftir að 63 létust í sjálfsmorðsárás á brúðkaupið hans í gærkvöldi. 18. ágúst 2019 14:18 Horfði á eftir ástvinum í líkpokum eftir eigið brúðkaup Það sem átti að vera hamingjusamasti dagur í lífi Mirwais Elmi endaði með hryllingi þegar 63 manns, þar á meðal vinir og ættingjar, létu lífið af völdum sjálfsmorðssprengju í brúðkaupsveislu hans og eiginkonu hans í gær. 18. ágúst 2019 23:21 Óttast að margir hafi látist í sprengjuárás á brúðkaup Yfirvöld í Afganistan óttast að fjölmargir hafi látist eða særst í sprengjuárás sem gerð var á brúðkaup í Kabúl, höfuðborg Afganistan í kvöld. 17. ágúst 2019 20:38 Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Trump sver embættiseið: Hyggst undirrita fjölda tilskipana strax í dag Erlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Búið að laga bilunina Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Innlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent Fleiri fréttir Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Trump sver embættiseið: Hyggst undirrita fjölda tilskipana strax í dag Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Sjá meira
„Ég vildi að ég gæti fundið líkamsleifar sonar míns og sett þær saman í heilu lagi í gröfina,“ sagði Amanullah, íbúi í afgönsku höfuðborginni í Kabúl, við fréttastofu AP í gær. Fjórtán ára sonur hans var á meðal þeirra 63 sem voru myrt í sprengjuárás sem gerð var á brúðkaupsgesti í borginni á laugardag. Afganski armur hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki (ISIS) lýsti yfir ábyrgð á árásinni í gær. Mohammad Aslim, sem lifði árásina af, var enn klæddur í blóðug veislufötin þegar blaðamaður fyrrnefnds miðils hitti hann í gær. Hann sagðist þá vera búinn að grafa sextán fórnarlömb og þrátt fyrir að vera orðinn úrvinda ætlaði hann að aðstoða við greftrun enn fleiri fórnarlamba. Hann hafði grafið nokkra nákomna ættingja og vini, meðal annars sjö ára gamlan dreng. Ashraf Ghani, forseti ríkisins, fordæmdi árásina í nokkrum færslum á Twitter. „Það er fremst í forgangsröðinni hjá mér nú að ná sambandi við fjölskyldur fórnarlamba þessarar villimannslegu árásar. Fyrir hönd þjóðarinnar votta ég samúð mína. Ég bið fyrir skjótum bata hinna særðu,“ sagði Ghani og bætti við: „Ég hef skipað yfirvöldum að aðstoða hin særðu af bestu getu. Vegna árásarinnar hef ég boðað til öryggisráðsfundar til þess að fara yfir og koma í veg fyrir öryggisbresti.“ Þótt talibanar og Bandaríkjamenn eigi nú í viðræðum um frið á milli talibana og afganskra stjórnvalda, sem og brotthvarf Bandaríkjahers, og þótt talibanar hafi ekki verið á bak við árásina á laugardaginn, sagði Ghani að þeir væru ekki alsaklausir. Þeir byðu nefnilega upp á vettvang fyrir hryðjuverkamenn í landinu. Talibanar fordæmdu árásina harðlega. Zabiullah Mujaheed, annar tveggja opinberra talsmanna þeirra, sagði í orðsendingu til fjölmiðla að það væri ómögulegt að réttlæta svo grimmilegt morð á konum og börnum. Ekki er víst hvaða áhrif árásin hefur á friðarviðræður við talibana, en talið er að þær séu langt komnar og senn verði komist að samkomulagi. Undanfarnar vikur hafa, þrátt fyrir viðræðurnar, einkennst af togstreitu og átökum. Tíu dagar eru frá því talibanar gerðu sprengjuárás fyrir utan lögreglustöð og myrtu fjórtán og á föstudag var bróðir Hibatullah Akhundzada, leiðtoga talibana, myrtur nærri pakistönsku borginni Quetta. Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á þeirri árás. Svo virðist hins vegar sem afgönskum almenningi muni áfram stafa hætta af ISIS, enda standa hryðjuverkasamtökin utan við viðræðurnar við talibana. Þessi svokallaði Khorasan-armur ISIS taldi samkvæmt öryggisráði Sameinuðu þjóðanna að minnsta kosti 3.500 meðlimi á síðasta ári. Hafa liðsmenn annaðhvort lýst yfir ábyrgð á eða verið sakaðir um rúmlega 60 hryðjuverkaárásir frá ársbyrjun 2018.
Afganistan Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Á sjöunda tug féll í sprengingunni í brúðkaupi í Afganistan Sjálfsmorðsárásarmaður sprengdi sjálfan sig upp í miðri brúðkaupsathöfn. 18. ágúst 2019 07:28 Ríki íslams lýsir yfir ábyrgð á árás á brúðkaup Brúðguminn segist aldrei eiga eftir að upplifa hamingju aftur eftir að 63 létust í sjálfsmorðsárás á brúðkaupið hans í gærkvöldi. 18. ágúst 2019 14:18 Horfði á eftir ástvinum í líkpokum eftir eigið brúðkaup Það sem átti að vera hamingjusamasti dagur í lífi Mirwais Elmi endaði með hryllingi þegar 63 manns, þar á meðal vinir og ættingjar, létu lífið af völdum sjálfsmorðssprengju í brúðkaupsveislu hans og eiginkonu hans í gær. 18. ágúst 2019 23:21 Óttast að margir hafi látist í sprengjuárás á brúðkaup Yfirvöld í Afganistan óttast að fjölmargir hafi látist eða særst í sprengjuárás sem gerð var á brúðkaup í Kabúl, höfuðborg Afganistan í kvöld. 17. ágúst 2019 20:38 Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Trump sver embættiseið: Hyggst undirrita fjölda tilskipana strax í dag Erlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Búið að laga bilunina Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Innlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent Fleiri fréttir Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Trump sver embættiseið: Hyggst undirrita fjölda tilskipana strax í dag Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Sjá meira
Á sjöunda tug féll í sprengingunni í brúðkaupi í Afganistan Sjálfsmorðsárásarmaður sprengdi sjálfan sig upp í miðri brúðkaupsathöfn. 18. ágúst 2019 07:28
Ríki íslams lýsir yfir ábyrgð á árás á brúðkaup Brúðguminn segist aldrei eiga eftir að upplifa hamingju aftur eftir að 63 létust í sjálfsmorðsárás á brúðkaupið hans í gærkvöldi. 18. ágúst 2019 14:18
Horfði á eftir ástvinum í líkpokum eftir eigið brúðkaup Það sem átti að vera hamingjusamasti dagur í lífi Mirwais Elmi endaði með hryllingi þegar 63 manns, þar á meðal vinir og ættingjar, létu lífið af völdum sjálfsmorðssprengju í brúðkaupsveislu hans og eiginkonu hans í gær. 18. ágúst 2019 23:21
Óttast að margir hafi látist í sprengjuárás á brúðkaup Yfirvöld í Afganistan óttast að fjölmargir hafi látist eða særst í sprengjuárás sem gerð var á brúðkaup í Kabúl, höfuðborg Afganistan í kvöld. 17. ágúst 2019 20:38