Skólinn snýst um samskipti Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar 19. ágúst 2019 16:08 Haustið er handan við hornið og skólar hefja göngu sína á næstu dögum. Fyrir flesta er þetta tími tilhlökkunar, möguleika og fagurra fyrirheita en fyrir suma getur þetta verið kvíðvænlegur tími því þau eru misjöfn verkefnin sem við glímum við. Hvað sem því líður er skólinn hjartað í samfélaginu því þar eru börnin okkar stóran hluta ævi sinnar og eiga að njóta þess tíma og undirbúa sig fyrir það sem koma skal. Samstarf heimila og skóla Gott samstarf heimila og skóla, á öllum skólastigum, er ein af forsendum farsæls skólastarfs og stuðlar að árangri og vellíðan nemenda. Þetta vitum við flest og margoft hefur verið sýnt fram á mikilvægi þess, m.a. með rannsóknum, að foreldrar séu virkir þátttakendur í leik og starfi barna sinna. Slíkt samstarf byggir á góðum samskiptum og gagnkvæmri virðingu allra hlutaðeigandi. Menntun og velferð nemenda er sameiginlegt verkefni skólans og heimilanna þótt foreldrar og forsjáraðilar beri vissulega ábyrgð á uppeldi barna sinna. En fæstir spretta fram fullskapaðir foreldrar og allir þurfa einhvern tíma aðstoð við að fóta sig í gegnum uppeldið á mismunandi æviskeiðum barnsins.Ekki síst með tilkomu nýrra áskorana sem tengst geta tækni og þeim möguleikum og freistingum sem hún hefur í för með sér. Hér er samstarf allra hlutaðeigandi lykillinn að hinu gullna jafnvægi og skólinn getur aðstoðað foreldra í uppeldishlutverkinu auk þess að skapa tækifæri til menntunar. Flestir foreldrar eru auk þessa á vinnumarkaði og ekki má vanmeta hlutverk atvinnulífsins í að skapa svigrúm og tækifæri fyrir foreldra og aðra uppalendur að sinna þessu mikilvægasta hlutverki lífsins. Í raun er ekki vanþörf á að skapa enn fleiri tækifæri fyrir foreldra til að fá fræðslu og aðstoð við uppeldishlutverkið í krefjandi veröld nútímans. Hvernig tek ég þátt? Þátttaka foreldra í skólastarfinu er mikilvæg og í boði eru ýmsar leiðir til að láta til sín taka, s.s. í gegnum bekkjarstarf og foreldrafélag en einnig eiga foreldrar sæti í foreldraráðum leik- og framhaldsskóla og skólaráðum grunnskóla. Þátttaka í daglegu skólastarfi er ekki síður mikilvæg og margir þættir þar sem snúa beint að foreldrum s.s. að fylgjast með lestri og heimanámi barna sinna, mæta í foreldraviðtöl, á námsefniskynningar og ýmsa viðburði í skólanum og aðstoða þegar þörf krefur. Skólinn er opinn foreldrum og um að gera að hafa samband, taka þátt og viðra áhugaverðar hugmyndir. Rannsóknir benda til þess að þegar foreldrar taka þátt í skólastarfi og hafa jákvæða afstöðu til skólans sé frammistaða nemenda betri, sjálfstraust meira og viðhorf nemenda almennt jákvæðara. Auk þessa eru fjarvistir færri og brottfall minna. Skólabragur verður jákvæðari og öllum líður betur – nemendum, kennurum og foreldrum. Virðing vísar veginn Við hjá Heimili og skóla og SAFT veitum auk fræðslu í formi erinda og námskeiða, ráðgjöf í einstaka málum. Þegar eitthvað bjátar á og til okkar er leitað eiga málin oftar en ekki eitt atriði sameiginlegt. Þau snúast um samskipti. Þetta geta verið samskipti foreldra við skólann og öfugt, samskipti nemenda og kennara, samskipti barna og foreldra, samskipti í nemendahópum o.s.frv. Vandinn skapast oft af því að virðingu, heilindi og skilning skortir í samskiptum. Jafnvel getu til að setja sig í spor annarra. Því viljum við nú í upphafi skólaárs brýna fyrir öllum aðilum skólasamfélagsins að leggja sig fram við að sýna virðingu og umburðarlyndi í samskiptum og muna að við eigum öll mismunandi sögu og erum að fást við miskrefjandi verkefni sem hafa áhrif á hegðun og líðan. Tillitssemi kostar ekkert og til að ná árangri og stuðla að farsælli skólagöngu nemenda er virðing í samskiptum lykilatriði.Höfundur er framkvæmdastjóri Heimilis og skóla Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Hrefna Sigurjónsdóttir Skóla - og menntamál Mest lesið Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Sjá meira
Haustið er handan við hornið og skólar hefja göngu sína á næstu dögum. Fyrir flesta er þetta tími tilhlökkunar, möguleika og fagurra fyrirheita en fyrir suma getur þetta verið kvíðvænlegur tími því þau eru misjöfn verkefnin sem við glímum við. Hvað sem því líður er skólinn hjartað í samfélaginu því þar eru börnin okkar stóran hluta ævi sinnar og eiga að njóta þess tíma og undirbúa sig fyrir það sem koma skal. Samstarf heimila og skóla Gott samstarf heimila og skóla, á öllum skólastigum, er ein af forsendum farsæls skólastarfs og stuðlar að árangri og vellíðan nemenda. Þetta vitum við flest og margoft hefur verið sýnt fram á mikilvægi þess, m.a. með rannsóknum, að foreldrar séu virkir þátttakendur í leik og starfi barna sinna. Slíkt samstarf byggir á góðum samskiptum og gagnkvæmri virðingu allra hlutaðeigandi. Menntun og velferð nemenda er sameiginlegt verkefni skólans og heimilanna þótt foreldrar og forsjáraðilar beri vissulega ábyrgð á uppeldi barna sinna. En fæstir spretta fram fullskapaðir foreldrar og allir þurfa einhvern tíma aðstoð við að fóta sig í gegnum uppeldið á mismunandi æviskeiðum barnsins.Ekki síst með tilkomu nýrra áskorana sem tengst geta tækni og þeim möguleikum og freistingum sem hún hefur í för með sér. Hér er samstarf allra hlutaðeigandi lykillinn að hinu gullna jafnvægi og skólinn getur aðstoðað foreldra í uppeldishlutverkinu auk þess að skapa tækifæri til menntunar. Flestir foreldrar eru auk þessa á vinnumarkaði og ekki má vanmeta hlutverk atvinnulífsins í að skapa svigrúm og tækifæri fyrir foreldra og aðra uppalendur að sinna þessu mikilvægasta hlutverki lífsins. Í raun er ekki vanþörf á að skapa enn fleiri tækifæri fyrir foreldra til að fá fræðslu og aðstoð við uppeldishlutverkið í krefjandi veröld nútímans. Hvernig tek ég þátt? Þátttaka foreldra í skólastarfinu er mikilvæg og í boði eru ýmsar leiðir til að láta til sín taka, s.s. í gegnum bekkjarstarf og foreldrafélag en einnig eiga foreldrar sæti í foreldraráðum leik- og framhaldsskóla og skólaráðum grunnskóla. Þátttaka í daglegu skólastarfi er ekki síður mikilvæg og margir þættir þar sem snúa beint að foreldrum s.s. að fylgjast með lestri og heimanámi barna sinna, mæta í foreldraviðtöl, á námsefniskynningar og ýmsa viðburði í skólanum og aðstoða þegar þörf krefur. Skólinn er opinn foreldrum og um að gera að hafa samband, taka þátt og viðra áhugaverðar hugmyndir. Rannsóknir benda til þess að þegar foreldrar taka þátt í skólastarfi og hafa jákvæða afstöðu til skólans sé frammistaða nemenda betri, sjálfstraust meira og viðhorf nemenda almennt jákvæðara. Auk þessa eru fjarvistir færri og brottfall minna. Skólabragur verður jákvæðari og öllum líður betur – nemendum, kennurum og foreldrum. Virðing vísar veginn Við hjá Heimili og skóla og SAFT veitum auk fræðslu í formi erinda og námskeiða, ráðgjöf í einstaka málum. Þegar eitthvað bjátar á og til okkar er leitað eiga málin oftar en ekki eitt atriði sameiginlegt. Þau snúast um samskipti. Þetta geta verið samskipti foreldra við skólann og öfugt, samskipti nemenda og kennara, samskipti barna og foreldra, samskipti í nemendahópum o.s.frv. Vandinn skapast oft af því að virðingu, heilindi og skilning skortir í samskiptum. Jafnvel getu til að setja sig í spor annarra. Því viljum við nú í upphafi skólaárs brýna fyrir öllum aðilum skólasamfélagsins að leggja sig fram við að sýna virðingu og umburðarlyndi í samskiptum og muna að við eigum öll mismunandi sögu og erum að fást við miskrefjandi verkefni sem hafa áhrif á hegðun og líðan. Tillitssemi kostar ekkert og til að ná árangri og stuðla að farsælli skólagöngu nemenda er virðing í samskiptum lykilatriði.Höfundur er framkvæmdastjóri Heimilis og skóla
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun