Nær fordæmalaust að forsætisráðherra taki ekki á móti erlendum leiðtoga Elín Margrét Böðvarsdóttir og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 19. ágúst 2019 23:15 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands, (t.h.) verður ekki viðstödd þegar Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, (t.v.) heimsækir Ísland. getty/Chip Somodevilla - vísir/Vilhelm gunnarsson Nær fordæmalaust er að forsætisráðherra sé fjarverandi þegar leiðtogar erlendra ríkja koma í opinbera heimsókn til Íslands. Þetta segir Þór Whitehead, prófessor emeritus í sagnfræði. Það veki furðu að Katrín Jakobsdóttir verði ekki á landinu þegar Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, kemur hingað í næsta mánuði. Flestir vestrænir leiðtogar myndu undir eðlilegum kringumstæðum fresta öðrum erindagjörðum til að taka á móti slíkum gesti. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir í samtali við Morgunblaðið í dag að fyrir nokkrum mánuðum hafi hún samþykkt að vera ræðumaður á þingi Norrænu verkalýðssamtakanna. Hún sjái ekki ástæðu til að breyta þeirri dagskrá. Sagnfræðiprófessor sem hefur sérhæft sig í sögu utanríkisþjónustu og samskiptum þjóðarleiðtoga segir óvanalegt að æðsti ráðamaður landsins sé ekki viðstaddur þegar hátt settir gestir á borð við varaforseta komi í heimsókn. „Ég minnist þess ekki að það séu nein fordæmi fyrir því satt að segja,“ segir Þór. Þótt fjarvera forsætisráðherra eigi sér eðlilegar skýringar komi þetta engu að síður á óvart. „Hvaða þjóðarleiðtogi myndi skorast undan því að hitta varaforseta Bandaríkjanna ef það stæði til boða vegna þess þá að viðkomandi þjóðarleiðtogi hefði lofað að halda ræðu hjá einhverjum félagsskap erlendis þegar varaforsetinn kæmi hér við?“Þór Whitehead, prófessor„Ég held að ef maður ætlar að svara þessari spurningu held ég að væru mjög fáir leiðtogar sem tækju þessa afstöðu og trúlega kannski enginn þjóðarleiðtogi á vesturlöndum. Ég held að flestir myndu nú aflýsa ræðunni í vissu þess að viðkomandi myndi skilja að svo væri gert,“ bætir Þór við. Utanríkisráðherra segir eðlilegt að ráðherrar skipti með sér verkum.Hefði ekki verið eðlilegra að hún hefði breytt dagskránni?„Það er nú ekki alltaf auðvelt að gera slíkt þannig aðég held aðþað sé ekki nokkur leið að gera þetta tortryggilegt að hún hafi verið með aðrar áætlanir sem eru ákveðnar fyrir löngu síðan,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra. Þá segir Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, í samtali við fréttastofu það óheppilegt að Katrín verði ekki viðstödd: „Ég held að það sé óheppilegt, bæði vegna þess að hún hefur mikinn trúverðugleika þegar kemur að málum er varða mannréttindi og loftslagsmál og það er synd að hún nýti ekki það tækifæri til að tala með tveimur hornum við þetta fólk.“ Alþingi Bandaríkin Heimsókn Mike Pence Utanríkismál Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Fleiri fréttir Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Sjá meira
Nær fordæmalaust er að forsætisráðherra sé fjarverandi þegar leiðtogar erlendra ríkja koma í opinbera heimsókn til Íslands. Þetta segir Þór Whitehead, prófessor emeritus í sagnfræði. Það veki furðu að Katrín Jakobsdóttir verði ekki á landinu þegar Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, kemur hingað í næsta mánuði. Flestir vestrænir leiðtogar myndu undir eðlilegum kringumstæðum fresta öðrum erindagjörðum til að taka á móti slíkum gesti. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir í samtali við Morgunblaðið í dag að fyrir nokkrum mánuðum hafi hún samþykkt að vera ræðumaður á þingi Norrænu verkalýðssamtakanna. Hún sjái ekki ástæðu til að breyta þeirri dagskrá. Sagnfræðiprófessor sem hefur sérhæft sig í sögu utanríkisþjónustu og samskiptum þjóðarleiðtoga segir óvanalegt að æðsti ráðamaður landsins sé ekki viðstaddur þegar hátt settir gestir á borð við varaforseta komi í heimsókn. „Ég minnist þess ekki að það séu nein fordæmi fyrir því satt að segja,“ segir Þór. Þótt fjarvera forsætisráðherra eigi sér eðlilegar skýringar komi þetta engu að síður á óvart. „Hvaða þjóðarleiðtogi myndi skorast undan því að hitta varaforseta Bandaríkjanna ef það stæði til boða vegna þess þá að viðkomandi þjóðarleiðtogi hefði lofað að halda ræðu hjá einhverjum félagsskap erlendis þegar varaforsetinn kæmi hér við?“Þór Whitehead, prófessor„Ég held að ef maður ætlar að svara þessari spurningu held ég að væru mjög fáir leiðtogar sem tækju þessa afstöðu og trúlega kannski enginn þjóðarleiðtogi á vesturlöndum. Ég held að flestir myndu nú aflýsa ræðunni í vissu þess að viðkomandi myndi skilja að svo væri gert,“ bætir Þór við. Utanríkisráðherra segir eðlilegt að ráðherrar skipti með sér verkum.Hefði ekki verið eðlilegra að hún hefði breytt dagskránni?„Það er nú ekki alltaf auðvelt að gera slíkt þannig aðég held aðþað sé ekki nokkur leið að gera þetta tortryggilegt að hún hafi verið með aðrar áætlanir sem eru ákveðnar fyrir löngu síðan,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra. Þá segir Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, í samtali við fréttastofu það óheppilegt að Katrín verði ekki viðstödd: „Ég held að það sé óheppilegt, bæði vegna þess að hún hefur mikinn trúverðugleika þegar kemur að málum er varða mannréttindi og loftslagsmál og það er synd að hún nýti ekki það tækifæri til að tala með tveimur hornum við þetta fólk.“
Alþingi Bandaríkin Heimsókn Mike Pence Utanríkismál Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Fleiri fréttir Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Sjá meira