„Mjög stoltur og þetta er mikill heiður“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. ágúst 2019 14:08 Arnar gerði ÍBV að þreföldum meisturum á sínu síðasta tímabili með liðið. vísir/andri marinó „Þetta leggst mjög vel í mig. Ég er mjög stoltur og finnst mjög mikill heiður að vera boðið að taka landslið að mér,“ sagði Arnar Pétursson í samtali við Vísi eftir blaðamannafundinn þar sem hann var kynntur sem nýr þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í handbolta. Eyjamaðurinn skrifaði undir tveggja ára samning við HSÍ. Hann tekur við kvennalandsliðinu af Axel Stefánssyni sem var með það í þrjú ár.Axel ákvað að framlengja ekki samning sinn við HSÍ sem hafði þá samband við Arnar. Hann segist ekki hafa þurft að hugsa sig lengi um þegar honum var boðið að taka við kvennalandsliðinu. „Í raun og veru ekki. Þetta kom upp á ágætis tíma hjá mér hvað varðar þjálfun. Þessi baktería lifir ansi sterkt í manni,“ sagði Arnar. Hann starfar við fiskútflutning og segir að þjálfun landsliðs henti betur með því en þjálfun félagsliðs. „Það gerir það. Ég verð að viðurkenna það. Þetta eru nokkrar tarnir og þægilegra við að eiga með annarri vinnu.“ Fer brattur inn í þettaUndir stjórn Arnars varð ÍBV tvisvar sinnum Íslandsmeistari, einu sinni bikar- og deildarmeistari og vann auk þess 1. deildina.mynd/hsíFyrsta verkefni Arnars með kvennalandsliðið er undankeppni EM 2020 sem hefst í haust. Ísland er þar í mjög sterkum riðli ásamt heims- og Evrópumeisturum Frakklands, Króatíu og Tyrklandi. „Ég fer svolítið brattur inn í þetta. Auðvitað er verkefnið krefjandi og ansi stórt,“ sagði Arnar en fyrstu leikirnir í undankeppninni eru útileikur gegn Króatíu og heimaleikur gegn Frakklandi í lok september. „Það sem ég vonast eftir að gerist á þeim tíma sem ég er með liðið er að við tökum skref fram á við og bætum okkar leik.“ Ísland komst á þrjú stórmót í röð á árunum 2010-12 en uppskera síðustu ára hefur verið frekar rýr. Arnar segir að íslenska liðið eigi nokkuð langt í land til að komast aftur á þann stall sem það var á en hann sér sóknarfæri í stöðunni. „Draumamarkmiðið er að ná því en við þurfum nokkuð mörg skref til þess og það tekur tíma,“ sagði Arnar sem líst vel á leikmannahóp íslenska liðsins. „Það er góð blanda í liðinu. Við erum með reynslumikla og frábæra leikmenn sem hafa skilað sínu í gegnum tíðina í bland við ungar stelpur sem hafa komið sterkar inn í liðið. Mér líst mjög vel á þetta,“ sagði Arnar að endingu. Handbolti Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Axel hættir með kvennalandsliðið Axel Stefánsson hefur sagt skilið við kvennalandsliðið. 31. júlí 2019 20:35 Arnar Pétursson tekur við kvennalandsliðinu í handbolta Handknattleiksamband Íslands var ekki lengi að finna eftirmann Axels Stefánssonar en tilkynnt var í gær að Axel hætti með kvennalandsliðið eftir þriggja ára starf. 1. ágúst 2019 13:00 Mest lesið Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Í beinni: Ísland - Kúba | Komið að Kúbverjum Handbolti Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Enski boltinn Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Körfubolti Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn Handbolti Fleiri fréttir Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Í beinni: Ísland - Kúba | Komið að Kúbverjum Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ „Þetta var allsherjar klúður þarna“ „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Strákarnir hans Arons töpuðu aftur „Held að þetta fylgi bara umræðunni á Íslandi“ Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Gapandi hissa á „katastrófu“ í leik Íslands: „Hvaða grín er þetta?“ HM í dag: Bitur Króati og blaðamenn í brasi Gaf tvær stoðsendingar í fyrri hálfleik þrátt fyrir að koma ekkert inn á „Óheppni ef þú gerir þetta einu sinni en síendurtekið er þetta bara lélegt“ Segir áhorfendatölur á HM ýktar: „Leið eins og það væru svona fimm hundruð“ Lætur ekki glepjast þrátt fyrir þrettán marka sigur: „Hafa ekki efni á þessu“ Myndasyrpa úr stórsigri strákanna í fyrsta leik á HM Skýrsla Vals: Píptest og svefnlyf „Mjög skemmtilegt og sérstaklega á móti Íslandi“ Sjá meira
„Þetta leggst mjög vel í mig. Ég er mjög stoltur og finnst mjög mikill heiður að vera boðið að taka landslið að mér,“ sagði Arnar Pétursson í samtali við Vísi eftir blaðamannafundinn þar sem hann var kynntur sem nýr þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í handbolta. Eyjamaðurinn skrifaði undir tveggja ára samning við HSÍ. Hann tekur við kvennalandsliðinu af Axel Stefánssyni sem var með það í þrjú ár.Axel ákvað að framlengja ekki samning sinn við HSÍ sem hafði þá samband við Arnar. Hann segist ekki hafa þurft að hugsa sig lengi um þegar honum var boðið að taka við kvennalandsliðinu. „Í raun og veru ekki. Þetta kom upp á ágætis tíma hjá mér hvað varðar þjálfun. Þessi baktería lifir ansi sterkt í manni,“ sagði Arnar. Hann starfar við fiskútflutning og segir að þjálfun landsliðs henti betur með því en þjálfun félagsliðs. „Það gerir það. Ég verð að viðurkenna það. Þetta eru nokkrar tarnir og þægilegra við að eiga með annarri vinnu.“ Fer brattur inn í þettaUndir stjórn Arnars varð ÍBV tvisvar sinnum Íslandsmeistari, einu sinni bikar- og deildarmeistari og vann auk þess 1. deildina.mynd/hsíFyrsta verkefni Arnars með kvennalandsliðið er undankeppni EM 2020 sem hefst í haust. Ísland er þar í mjög sterkum riðli ásamt heims- og Evrópumeisturum Frakklands, Króatíu og Tyrklandi. „Ég fer svolítið brattur inn í þetta. Auðvitað er verkefnið krefjandi og ansi stórt,“ sagði Arnar en fyrstu leikirnir í undankeppninni eru útileikur gegn Króatíu og heimaleikur gegn Frakklandi í lok september. „Það sem ég vonast eftir að gerist á þeim tíma sem ég er með liðið er að við tökum skref fram á við og bætum okkar leik.“ Ísland komst á þrjú stórmót í röð á árunum 2010-12 en uppskera síðustu ára hefur verið frekar rýr. Arnar segir að íslenska liðið eigi nokkuð langt í land til að komast aftur á þann stall sem það var á en hann sér sóknarfæri í stöðunni. „Draumamarkmiðið er að ná því en við þurfum nokkuð mörg skref til þess og það tekur tíma,“ sagði Arnar sem líst vel á leikmannahóp íslenska liðsins. „Það er góð blanda í liðinu. Við erum með reynslumikla og frábæra leikmenn sem hafa skilað sínu í gegnum tíðina í bland við ungar stelpur sem hafa komið sterkar inn í liðið. Mér líst mjög vel á þetta,“ sagði Arnar að endingu.
Handbolti Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Axel hættir með kvennalandsliðið Axel Stefánsson hefur sagt skilið við kvennalandsliðið. 31. júlí 2019 20:35 Arnar Pétursson tekur við kvennalandsliðinu í handbolta Handknattleiksamband Íslands var ekki lengi að finna eftirmann Axels Stefánssonar en tilkynnt var í gær að Axel hætti með kvennalandsliðið eftir þriggja ára starf. 1. ágúst 2019 13:00 Mest lesið Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Í beinni: Ísland - Kúba | Komið að Kúbverjum Handbolti Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Enski boltinn Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Körfubolti Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn Handbolti Fleiri fréttir Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Í beinni: Ísland - Kúba | Komið að Kúbverjum Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ „Þetta var allsherjar klúður þarna“ „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Strákarnir hans Arons töpuðu aftur „Held að þetta fylgi bara umræðunni á Íslandi“ Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Gapandi hissa á „katastrófu“ í leik Íslands: „Hvaða grín er þetta?“ HM í dag: Bitur Króati og blaðamenn í brasi Gaf tvær stoðsendingar í fyrri hálfleik þrátt fyrir að koma ekkert inn á „Óheppni ef þú gerir þetta einu sinni en síendurtekið er þetta bara lélegt“ Segir áhorfendatölur á HM ýktar: „Leið eins og það væru svona fimm hundruð“ Lætur ekki glepjast þrátt fyrir þrettán marka sigur: „Hafa ekki efni á þessu“ Myndasyrpa úr stórsigri strákanna í fyrsta leik á HM Skýrsla Vals: Píptest og svefnlyf „Mjög skemmtilegt og sérstaklega á móti Íslandi“ Sjá meira
Axel hættir með kvennalandsliðið Axel Stefánsson hefur sagt skilið við kvennalandsliðið. 31. júlí 2019 20:35
Arnar Pétursson tekur við kvennalandsliðinu í handbolta Handknattleiksamband Íslands var ekki lengi að finna eftirmann Axels Stefánssonar en tilkynnt var í gær að Axel hætti með kvennalandsliðið eftir þriggja ára starf. 1. ágúst 2019 13:00
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti