Óþörf nefnd Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 2. ágúst 2019 06:45 Fólk veit yfirleitt hvenær það hefur farið illilega út af sporinu, en geri það sér ekki grein fyrir því eru margir reiðubúnir að láta það vita af því. Almenningsálitið hefur til dæmis kveðið upp sinn dóm í Klausturmálinu, fæstir vilja hafa í vinnu þingmenn sem haga sér eins og gert var á barnum. Siðferðiskennd fólks er alvarlega misboðið. Um leið má spyrja hvort einhver sérstök nauðsyn sé á niðurstöðu siðanefndar Alþingis í því máli. Það blasir við að þingmennirnir sem hæst töluðu á Klaustri voru sjálfum sér ekki til sóma það kvöld og þeir sem þar voru og lögðu blessun sína yfir orð þeirra með því að jánka eða þegja og gefa þannig samþykki sitt mega skammast sín og iðrast. Fyrst siðanefnd Alþingis var á annað borð að taka málið fyrir hlaut hún að komast að þeirri niðurstöðu að Gunnar Bragi Sveinsson og Bergþór Ólason hefðu gerst brotlegir við siðareglur alþingismanna. Alþingismenn eru fulltrúar þjóðar sinnar, þeir eiga að kunna að hegða sér og þegar þeir verða uppvísir að því að hafa klæmst tímunum saman og talað af fyrirlitningu um fólk þá hljóta þeir að falla í áliti hjá almenningi. Það þarf ekki sérstaka siðanefnd til að skera úr um það. Merkilegi snúningurinn á þessu máli er hin fullkomna afneitun þingmanna á eigin framferði. Af ótrúlegri elju halda þeir áfram að benda í allar áttir en staldra ekki við og velta fyrir sér eigin ábyrgð. Þetta þykir reyndar sumum æði töff og veita framferðinu samþykki sitt með stuðningi við Miðflokkinn. Það er furðulegt klapp á bakið. Flestir hrökkva þó frá, áhyggjufullir vegna málefnaflutnings flokks þar sem einangrunarhyggja og tortryggni gagnvart umheiminum er við völd, ásamt tilheyrandi fordómum. Þótt siðanefnd Alþingis hafi komist að sjálfsagðri niðurstöðu í Klausturmálinu þá má samt efast um erindi hennar. Satt best að segja virðist þessi siðanefnd vera enn ein óþörf nefndin. Henni eru greinilega mislagðar hendur eins og afgreiðsla hennar á máli Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, þingmanns Pírata, sýndi svo glöggt. Hún hafði uppi orð um hugsanlega spillingu í gjörðum Ásmundar Friðrikssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Orð sem áttu fullan rétt á sér hlutu fordæmingu hjá siðanefnd. Þarna gerði siðanefnd ekkert gagn, þvert á móti tók hún sér stöðu með ritskoðun. Þingmenn mega taka djarflega til orða, og svo sannarlega er oft þörf á því. Með úrskurði sínum varðandi orð Þórhildar Sunnu opnaði siðanefndin á alls kyns klögumál þar sem stjórnmálamenn geta næsta auðveldlega náð sér niðri á pólitískum andstæðingum sem eru þeim til ama. Það þarf ekki siðanefnd Alþingis til að segja fólki hvað því á að finnast um Klausturmálið. Ekki verður heldur séð að þessi sama nefnd hafi þurft að funda og úrskurða á furðulegan hátt um orð þingmanns Pírata sem hafði áhyggjur af spillingu þingmanns. Þingmenn eiga að standa vaktina þegar kemur að því að uppræta spillingu, hvort sem hún leynist á Alþingi eða annars staðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Er nóg að starfsfólkið sé gott? Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Halldór 09.08.2025 Halldór Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Aukum faglegan stuðning í skólum borgarinnar Þorleifur Örn Gunnarsson Skoðun Næturstrætó um helgar í og úr Hafnarfirði Katrín Ósk Ásgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Fólk veit yfirleitt hvenær það hefur farið illilega út af sporinu, en geri það sér ekki grein fyrir því eru margir reiðubúnir að láta það vita af því. Almenningsálitið hefur til dæmis kveðið upp sinn dóm í Klausturmálinu, fæstir vilja hafa í vinnu þingmenn sem haga sér eins og gert var á barnum. Siðferðiskennd fólks er alvarlega misboðið. Um leið má spyrja hvort einhver sérstök nauðsyn sé á niðurstöðu siðanefndar Alþingis í því máli. Það blasir við að þingmennirnir sem hæst töluðu á Klaustri voru sjálfum sér ekki til sóma það kvöld og þeir sem þar voru og lögðu blessun sína yfir orð þeirra með því að jánka eða þegja og gefa þannig samþykki sitt mega skammast sín og iðrast. Fyrst siðanefnd Alþingis var á annað borð að taka málið fyrir hlaut hún að komast að þeirri niðurstöðu að Gunnar Bragi Sveinsson og Bergþór Ólason hefðu gerst brotlegir við siðareglur alþingismanna. Alþingismenn eru fulltrúar þjóðar sinnar, þeir eiga að kunna að hegða sér og þegar þeir verða uppvísir að því að hafa klæmst tímunum saman og talað af fyrirlitningu um fólk þá hljóta þeir að falla í áliti hjá almenningi. Það þarf ekki sérstaka siðanefnd til að skera úr um það. Merkilegi snúningurinn á þessu máli er hin fullkomna afneitun þingmanna á eigin framferði. Af ótrúlegri elju halda þeir áfram að benda í allar áttir en staldra ekki við og velta fyrir sér eigin ábyrgð. Þetta þykir reyndar sumum æði töff og veita framferðinu samþykki sitt með stuðningi við Miðflokkinn. Það er furðulegt klapp á bakið. Flestir hrökkva þó frá, áhyggjufullir vegna málefnaflutnings flokks þar sem einangrunarhyggja og tortryggni gagnvart umheiminum er við völd, ásamt tilheyrandi fordómum. Þótt siðanefnd Alþingis hafi komist að sjálfsagðri niðurstöðu í Klausturmálinu þá má samt efast um erindi hennar. Satt best að segja virðist þessi siðanefnd vera enn ein óþörf nefndin. Henni eru greinilega mislagðar hendur eins og afgreiðsla hennar á máli Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, þingmanns Pírata, sýndi svo glöggt. Hún hafði uppi orð um hugsanlega spillingu í gjörðum Ásmundar Friðrikssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Orð sem áttu fullan rétt á sér hlutu fordæmingu hjá siðanefnd. Þarna gerði siðanefnd ekkert gagn, þvert á móti tók hún sér stöðu með ritskoðun. Þingmenn mega taka djarflega til orða, og svo sannarlega er oft þörf á því. Með úrskurði sínum varðandi orð Þórhildar Sunnu opnaði siðanefndin á alls kyns klögumál þar sem stjórnmálamenn geta næsta auðveldlega náð sér niðri á pólitískum andstæðingum sem eru þeim til ama. Það þarf ekki siðanefnd Alþingis til að segja fólki hvað því á að finnast um Klausturmálið. Ekki verður heldur séð að þessi sama nefnd hafi þurft að funda og úrskurða á furðulegan hátt um orð þingmanns Pírata sem hafði áhyggjur af spillingu þingmanns. Þingmenn eiga að standa vaktina þegar kemur að því að uppræta spillingu, hvort sem hún leynist á Alþingi eða annars staðar.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar