Segir það hvorki vera merki um mannvonsku né kúgunartilburði að vilja fara að lögum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 2. ágúst 2019 20:38 Stefán Jóhann Stefánsson, ritstjóri Seðlabanka Íslands. Stefán Jóhann Stefánsson, ritstjóri í Seðlabanka Íslands, segir að með því að stefna Ara Brynjólfssyni, blaðamanni Fréttablaðsins, sé bankinn ekki að veitast að Ara persónulega. Verið sé að nýta ákvæði laganna til að fá túlkun dómstóls á lagaákvæðum sem deilt er um. Stefán sendi fréttatilkynningu í dag þar sem hann gerir grein fyrir sjónarmiðum Seðlabankans í málinu og hvers vegna hann hafi ákveðið að höfða mál gegn Ara. Ari sendi í nóvember Seðlabankanum fyrirspurn um launakjör og hlunnindi sem bankinn hafi veitt starfsfólki sínu. Spurt var um samning sem Seðlabankinn og Ingibjörg Guðbjartsdóttir, þáverandi framkvæmdastjóri gjaldeyriseftirlits, eiga að hafa gert sín á milli. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál komst síðan að þeirri niðurstöðu í síðasta mánuði að bankanum bæri að afhenda gögnin sem Ari sóttist eftir.Seðlabankinn hefur stefnt Ara Brynjólfssyni, blaðamanni Fréttablaðsins.Anton Brink/Vilhelm/SamsettÍ framhaldinu stefndi Seðlabankinn Ara til að ná fram frestun réttaráhrifa á úrskurði Úrskurðarnefndar upplýsingamála og var málið þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Blaðamannafélag Íslands sendi í gær frá sér yfirlýsingu þar sem vinnubrögð Seðlabankans voru fordæmd. Öllum mætti vera ljóst að málið sem fyrirspurn Ara sneri að varðaði almenning. „Seðlabankinn er opinber stofnun og getur ekki hundsað að veita almenningi í landinu upplýsingar um starfsemi sína, ákvarðanir stjórnenda bankans og meðferð opinbers fjár.“ Vinnubrögðin beri keim af leyndarhyggju og kúgunartilburðum sem eigi ekki að viðgangast hjá opinberum stofnunum. Í yfirlýsingu frá Stefáni segir hann að stofnanir á borð við Seðlabankann sé alla jafna ekki heimilt að veita upplýsingar um fjárhagsleg málefni viðskiptamanna eða starfsmanna. „Það hefur ekkert með sjálfstæði bankans að gera, eins og leiðarhöfundur Fréttablaðsins virðist halda, heldur varðar þetta ákvæði um þagnarskyldu í lögum um bankann eða eftir atvikum ákvæði annarra laga um rétt til upplýsinga um persónuleg málefni fólks. Lög og reglur ákvarða þannig margt í starfi stofnana á borð við Seðlabanka Íslands eins og flest fjölmiðlafólk skilur, m.a. eftir fjölmarga úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál.“ Stefán segir að verði stofnunum á að veita of miklar upplýsingar geti þær átt á hættu að brjóta lög. Það sé því ekki af neinni leyndarhyggju að stofnun eins og Seðlabankinn veiti ekki umbúðalaust allar umbeðnar upplýsingar. Hann segir málið ekki vera persónulegt gagnvart Ara. „Sá blaðamaður sem óskað hefur upplýsinga hefur að mínu viti unnið verk sitt í þessum efnum vel og samviskusamlega og þótt formið krefjist þess að honum verði birt stefna, sem ýmsum kynni að finnast óþægilegt, þá er ekki verið að veitast að honum persónulega, og reynt er að milda honum leiðina eins og fram kemur í stefnunni og birtist m.a. í því að Seðlabankinn gerir ekki kröfu um greiðslu málskostnaðar þó svo hann myndi vinna málið.“ Stefán segir að lög geti meinað stofnunum að veita upplýsingar eins og til dæmis um persónuleg eða viðskiptaleg málefni. „Það er því ekki merki um neina mannvonsku eða kúgunartilburði, svo vitnað sé til orðalags ályktunar Blaðamannafélags Íslands, þótt fólk reyni að vanda sig og fara að lögum. Það vita flestir og skilja. Upplýsingalögum er ætlað að vera bæði blaðamönnum og stofnunum rammi og leiðbeining“ Dómsmál Fjölmiðlar Seðlabankinn Tengdar fréttir Fordæma stefnu Seðlabankans á hendur blaðamanni Seðlabanki Íslands hefur stefnt blaðamanni Fréttablaðsins vegna fyrirspurnar hans um innri mál bankans. Blaðamannafélag Íslands segir vinnubrögð Seðlabankans bera keim af leyndarhyggju og kúgunartilburðum. Úrskurðarnefnd upplýsingamála hefur kveðið á um að bankanum beri að afhenda gögnin sem um ræðir. 1. ágúst 2019 17:57 „Ég er bara að reyna vinna mína vinnu“ Mál Seðlabanka Íslands gegn Ara Brynjólfssyni, blaðamanni Fréttablaðsins, var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness í dag. 2. ágúst 2019 15:30 Umboðsmaður rekur eftir svari frá Seðlabanka Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja hf., hefur leitað liðsinnis Umboðsmanns Alþingis vegna erinda sem hann hefur ítrekað sent Seðlabanka Íslands á undanförnum mánuðum en ekki fengið svör við. 1. ágúst 2019 06:00 Vinnubrögð SÍ beri keim af kúgunartilburðum Dómsmál Blaðamannafélag Íslands fordæmir fráleita tilraun Seðlabanka Íslands til að þagga niður mál sem tengist launakjörum og hlunnindum sem bankinn veitti þáverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits bankans. 2. ágúst 2019 06:15 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent Fleiri fréttir Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Sjá meira
Stefán Jóhann Stefánsson, ritstjóri í Seðlabanka Íslands, segir að með því að stefna Ara Brynjólfssyni, blaðamanni Fréttablaðsins, sé bankinn ekki að veitast að Ara persónulega. Verið sé að nýta ákvæði laganna til að fá túlkun dómstóls á lagaákvæðum sem deilt er um. Stefán sendi fréttatilkynningu í dag þar sem hann gerir grein fyrir sjónarmiðum Seðlabankans í málinu og hvers vegna hann hafi ákveðið að höfða mál gegn Ara. Ari sendi í nóvember Seðlabankanum fyrirspurn um launakjör og hlunnindi sem bankinn hafi veitt starfsfólki sínu. Spurt var um samning sem Seðlabankinn og Ingibjörg Guðbjartsdóttir, þáverandi framkvæmdastjóri gjaldeyriseftirlits, eiga að hafa gert sín á milli. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál komst síðan að þeirri niðurstöðu í síðasta mánuði að bankanum bæri að afhenda gögnin sem Ari sóttist eftir.Seðlabankinn hefur stefnt Ara Brynjólfssyni, blaðamanni Fréttablaðsins.Anton Brink/Vilhelm/SamsettÍ framhaldinu stefndi Seðlabankinn Ara til að ná fram frestun réttaráhrifa á úrskurði Úrskurðarnefndar upplýsingamála og var málið þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Blaðamannafélag Íslands sendi í gær frá sér yfirlýsingu þar sem vinnubrögð Seðlabankans voru fordæmd. Öllum mætti vera ljóst að málið sem fyrirspurn Ara sneri að varðaði almenning. „Seðlabankinn er opinber stofnun og getur ekki hundsað að veita almenningi í landinu upplýsingar um starfsemi sína, ákvarðanir stjórnenda bankans og meðferð opinbers fjár.“ Vinnubrögðin beri keim af leyndarhyggju og kúgunartilburðum sem eigi ekki að viðgangast hjá opinberum stofnunum. Í yfirlýsingu frá Stefáni segir hann að stofnanir á borð við Seðlabankann sé alla jafna ekki heimilt að veita upplýsingar um fjárhagsleg málefni viðskiptamanna eða starfsmanna. „Það hefur ekkert með sjálfstæði bankans að gera, eins og leiðarhöfundur Fréttablaðsins virðist halda, heldur varðar þetta ákvæði um þagnarskyldu í lögum um bankann eða eftir atvikum ákvæði annarra laga um rétt til upplýsinga um persónuleg málefni fólks. Lög og reglur ákvarða þannig margt í starfi stofnana á borð við Seðlabanka Íslands eins og flest fjölmiðlafólk skilur, m.a. eftir fjölmarga úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál.“ Stefán segir að verði stofnunum á að veita of miklar upplýsingar geti þær átt á hættu að brjóta lög. Það sé því ekki af neinni leyndarhyggju að stofnun eins og Seðlabankinn veiti ekki umbúðalaust allar umbeðnar upplýsingar. Hann segir málið ekki vera persónulegt gagnvart Ara. „Sá blaðamaður sem óskað hefur upplýsinga hefur að mínu viti unnið verk sitt í þessum efnum vel og samviskusamlega og þótt formið krefjist þess að honum verði birt stefna, sem ýmsum kynni að finnast óþægilegt, þá er ekki verið að veitast að honum persónulega, og reynt er að milda honum leiðina eins og fram kemur í stefnunni og birtist m.a. í því að Seðlabankinn gerir ekki kröfu um greiðslu málskostnaðar þó svo hann myndi vinna málið.“ Stefán segir að lög geti meinað stofnunum að veita upplýsingar eins og til dæmis um persónuleg eða viðskiptaleg málefni. „Það er því ekki merki um neina mannvonsku eða kúgunartilburði, svo vitnað sé til orðalags ályktunar Blaðamannafélags Íslands, þótt fólk reyni að vanda sig og fara að lögum. Það vita flestir og skilja. Upplýsingalögum er ætlað að vera bæði blaðamönnum og stofnunum rammi og leiðbeining“
Dómsmál Fjölmiðlar Seðlabankinn Tengdar fréttir Fordæma stefnu Seðlabankans á hendur blaðamanni Seðlabanki Íslands hefur stefnt blaðamanni Fréttablaðsins vegna fyrirspurnar hans um innri mál bankans. Blaðamannafélag Íslands segir vinnubrögð Seðlabankans bera keim af leyndarhyggju og kúgunartilburðum. Úrskurðarnefnd upplýsingamála hefur kveðið á um að bankanum beri að afhenda gögnin sem um ræðir. 1. ágúst 2019 17:57 „Ég er bara að reyna vinna mína vinnu“ Mál Seðlabanka Íslands gegn Ara Brynjólfssyni, blaðamanni Fréttablaðsins, var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness í dag. 2. ágúst 2019 15:30 Umboðsmaður rekur eftir svari frá Seðlabanka Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja hf., hefur leitað liðsinnis Umboðsmanns Alþingis vegna erinda sem hann hefur ítrekað sent Seðlabanka Íslands á undanförnum mánuðum en ekki fengið svör við. 1. ágúst 2019 06:00 Vinnubrögð SÍ beri keim af kúgunartilburðum Dómsmál Blaðamannafélag Íslands fordæmir fráleita tilraun Seðlabanka Íslands til að þagga niður mál sem tengist launakjörum og hlunnindum sem bankinn veitti þáverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits bankans. 2. ágúst 2019 06:15 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent Fleiri fréttir Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Sjá meira
Fordæma stefnu Seðlabankans á hendur blaðamanni Seðlabanki Íslands hefur stefnt blaðamanni Fréttablaðsins vegna fyrirspurnar hans um innri mál bankans. Blaðamannafélag Íslands segir vinnubrögð Seðlabankans bera keim af leyndarhyggju og kúgunartilburðum. Úrskurðarnefnd upplýsingamála hefur kveðið á um að bankanum beri að afhenda gögnin sem um ræðir. 1. ágúst 2019 17:57
„Ég er bara að reyna vinna mína vinnu“ Mál Seðlabanka Íslands gegn Ara Brynjólfssyni, blaðamanni Fréttablaðsins, var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness í dag. 2. ágúst 2019 15:30
Umboðsmaður rekur eftir svari frá Seðlabanka Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja hf., hefur leitað liðsinnis Umboðsmanns Alþingis vegna erinda sem hann hefur ítrekað sent Seðlabanka Íslands á undanförnum mánuðum en ekki fengið svör við. 1. ágúst 2019 06:00
Vinnubrögð SÍ beri keim af kúgunartilburðum Dómsmál Blaðamannafélag Íslands fordæmir fráleita tilraun Seðlabanka Íslands til að þagga niður mál sem tengist launakjörum og hlunnindum sem bankinn veitti þáverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits bankans. 2. ágúst 2019 06:15
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?