Fótur fyrir grunsemdum um steranotkun í Crossfit Stefán Ó. Jónsson skrifar 4. ágúst 2019 21:00 Crossfit, sem er gríðarlega krefjandi íþrótt, hefur verið í deiglunni um helgina í tengslum við Heimsleikana svonefndu. Sigurvegarar leikanna eru iðulega taldir hraustasta fólk heims. Vísir/getty Steranotkun þekkist í Crossfit segir eigandi Crossfit-stöðvar sem sjálfur hefur vísað steranotendum á dyr. Hann efast þó um að notkunin sé meiri í Crossfit en öðrum íþróttum, auk þess sem hann telur ólíklegt að keppendur heimsleikanna reiði sig á ólögleg efni.Heimsleikarnir í Crossfit hafa staðið yfir síðustu daga, þar sem keppendur skiptast á að hlaupa, klifra og lyfta þungum lóðum á sem allra skemmstum tíma. Crossfit krefst mikillar líkamlegrar hreysti, sem sérfræðing á Landspítalanum grunar að erfitt sé að ná nema með hjálp stera. „Við höfum ekki nákvæmar upplýsingar um þessa notkun, en þetta útlit sem verið er að sækjast eftir er kannski ekki alveg eðlilegt. Það er erfitt að líta svona út án þess að nota einhver efni,“ segir Tómas Þór Ágústsson, innkirtlasérfræðingur á Landspítalanum.Einn eigenda Crossfit-stöðvar á Akureyri, segir ekki hægt að neita því að það sé steranotkun í Crossfit, rétt eins og í öðrum íþróttum. „Ég ætla að vera alveg heiðarlegur með það að ég tel að það sé alveg fótur fyrir þessum grunsemdum [Tómasar] um steraneyslu í Crossfit. Ég held hins vegar að Crossfit sé ekkert öðruvísi íþrótt en handbolti eða fótbolti. Það eru svartir sauðir í þessari íþrótt eins og öðrum,“ segir Unnar Helgason.Unnar Helgason, styrktar- og þrekþjálfari og einn eigenda Crossfit Akureyri.Vísir/þorsteinnHann segir íþróttahreyfinguna nú vinna í því að úthýsa sterum og verður blásið til herferðar gegn steranotkun í haust. Hann segir að fast verði að stíga til jarðar í þessum efnum, hann hafi sjálfur vísað steranotendum á dyr. „Já, því miður þá hefur það komið upp. Það er bara hluti af því að vera í þessum rekstri að taka á þessum málum. Persónulega þá finnst mér það algjörlega ótækt að menn skuli láta svona - og það er ekki í boði innan minna veggja,“ segir Unnar.Hreinir heimsleikar Hann telur hins vegar ólíklegt að keppendur heimsleikanna styðjist við stera, þrátt fyrir að þeir myndu eflaust koma þessu íþróttafólki mjög vel: „Einfaldlega vegna þess að það er mikið lyfjaprófað og það er dýrt fyrir þessa þekktu íþróttamenn að verða uppvísir að notkun,“ segir Unnar. Það þurfi mikla þekkingu og peninga til að komast fram hjá slíkum prófunum og efast Unnar um að upphæðirnar sem til þarf séu til staðar í Crossfit, sem er tiltölulega ung íþrótt þó vinsældir hennar vaxi stöðugt. „Er hægt að plata prófin? Alveg örugglega. Eru keppendurnir að gera það? Einhverjir eflaust en við bara vitum það ekki. Ég persónulega trúi því hins vegar að þessir íþróttamenn hafi einhvers konar líkamlega hæfileika og vinnusemi til að komast á þennan stað. Það er það sem er að skila þeim á heimsleikana - ekki lyfjanotkun,“ segir Unnar. CrossFit Heilbrigðismál Lyf Tengdar fréttir Blása til herferðar gegn steranotkun í ræktinni Lyfjaeftirlitið mun ráðast í herferð í haust til að sporna við steranotkun á líkamsræktarstöðvum landsins. 5. júlí 2019 18:45 Bein útsending: Lokadagurinn á heimsleikunum í CrossFit Nú er komið að úrslitastundu á heimsleikunum í Madison. Vísir fylgist vel með og sýnir beint frá lokadeginum á heimsleikunum í CrossFit. 4. ágúst 2019 21:00 Mest lesið Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ Innlent Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Innlent Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Innlent Fleiri fréttir Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Sjá meira
Steranotkun þekkist í Crossfit segir eigandi Crossfit-stöðvar sem sjálfur hefur vísað steranotendum á dyr. Hann efast þó um að notkunin sé meiri í Crossfit en öðrum íþróttum, auk þess sem hann telur ólíklegt að keppendur heimsleikanna reiði sig á ólögleg efni.Heimsleikarnir í Crossfit hafa staðið yfir síðustu daga, þar sem keppendur skiptast á að hlaupa, klifra og lyfta þungum lóðum á sem allra skemmstum tíma. Crossfit krefst mikillar líkamlegrar hreysti, sem sérfræðing á Landspítalanum grunar að erfitt sé að ná nema með hjálp stera. „Við höfum ekki nákvæmar upplýsingar um þessa notkun, en þetta útlit sem verið er að sækjast eftir er kannski ekki alveg eðlilegt. Það er erfitt að líta svona út án þess að nota einhver efni,“ segir Tómas Þór Ágústsson, innkirtlasérfræðingur á Landspítalanum.Einn eigenda Crossfit-stöðvar á Akureyri, segir ekki hægt að neita því að það sé steranotkun í Crossfit, rétt eins og í öðrum íþróttum. „Ég ætla að vera alveg heiðarlegur með það að ég tel að það sé alveg fótur fyrir þessum grunsemdum [Tómasar] um steraneyslu í Crossfit. Ég held hins vegar að Crossfit sé ekkert öðruvísi íþrótt en handbolti eða fótbolti. Það eru svartir sauðir í þessari íþrótt eins og öðrum,“ segir Unnar Helgason.Unnar Helgason, styrktar- og þrekþjálfari og einn eigenda Crossfit Akureyri.Vísir/þorsteinnHann segir íþróttahreyfinguna nú vinna í því að úthýsa sterum og verður blásið til herferðar gegn steranotkun í haust. Hann segir að fast verði að stíga til jarðar í þessum efnum, hann hafi sjálfur vísað steranotendum á dyr. „Já, því miður þá hefur það komið upp. Það er bara hluti af því að vera í þessum rekstri að taka á þessum málum. Persónulega þá finnst mér það algjörlega ótækt að menn skuli láta svona - og það er ekki í boði innan minna veggja,“ segir Unnar.Hreinir heimsleikar Hann telur hins vegar ólíklegt að keppendur heimsleikanna styðjist við stera, þrátt fyrir að þeir myndu eflaust koma þessu íþróttafólki mjög vel: „Einfaldlega vegna þess að það er mikið lyfjaprófað og það er dýrt fyrir þessa þekktu íþróttamenn að verða uppvísir að notkun,“ segir Unnar. Það þurfi mikla þekkingu og peninga til að komast fram hjá slíkum prófunum og efast Unnar um að upphæðirnar sem til þarf séu til staðar í Crossfit, sem er tiltölulega ung íþrótt þó vinsældir hennar vaxi stöðugt. „Er hægt að plata prófin? Alveg örugglega. Eru keppendurnir að gera það? Einhverjir eflaust en við bara vitum það ekki. Ég persónulega trúi því hins vegar að þessir íþróttamenn hafi einhvers konar líkamlega hæfileika og vinnusemi til að komast á þennan stað. Það er það sem er að skila þeim á heimsleikana - ekki lyfjanotkun,“ segir Unnar.
CrossFit Heilbrigðismál Lyf Tengdar fréttir Blása til herferðar gegn steranotkun í ræktinni Lyfjaeftirlitið mun ráðast í herferð í haust til að sporna við steranotkun á líkamsræktarstöðvum landsins. 5. júlí 2019 18:45 Bein útsending: Lokadagurinn á heimsleikunum í CrossFit Nú er komið að úrslitastundu á heimsleikunum í Madison. Vísir fylgist vel með og sýnir beint frá lokadeginum á heimsleikunum í CrossFit. 4. ágúst 2019 21:00 Mest lesið Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ Innlent Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Innlent Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Innlent Fleiri fréttir Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Sjá meira
Blása til herferðar gegn steranotkun í ræktinni Lyfjaeftirlitið mun ráðast í herferð í haust til að sporna við steranotkun á líkamsræktarstöðvum landsins. 5. júlí 2019 18:45
Bein útsending: Lokadagurinn á heimsleikunum í CrossFit Nú er komið að úrslitastundu á heimsleikunum í Madison. Vísir fylgist vel með og sýnir beint frá lokadeginum á heimsleikunum í CrossFit. 4. ágúst 2019 21:00