Reyna að svipta stjórnarandstæðinga forræði yfir syni sínum Kjartan Kjartansson skrifar 6. ágúst 2019 18:44 Fjöldi manns hefur verið handtekinn á mótmælum í Moskvu undanfarnar tvær helgar. Yfirvöld veittu ekki leyfi fyrir þeim. Vísir/EPA Rússneskir saksóknarar krefjast þess nú að par verði svipt forræði yfir eins árs gömlum syni sínum vegna þess að þau voru viðstödd mótmæli sem yfirvöld gáfu ekki leyfi fyrir. Saka þeir fólkið um að hafa stefnt barninu í hættu með því að láta vin þeirra halda á því. Dmitrí og Olga Prokazov segjast aðeins hafa átt leið hjá mótmælum stjórnarandstæðinga fyrir frjálsum kosningum í Moskvu 27. júlí. Þau hafi haft samúð með málstað mótmælendanna sem krefjast þess að frambjóðendum stjórnarandstöðunnar verði leyft að bjóða sig fram til borgastjórnar í haust. Á annað þúsund manns voru handteknir á mótmælunum. Prokazov-hjónin segja að þau hafi á einhverjum tímapunkti leyft frænda Olgu að halda á dregnum þeirra. Það telja saksóknararnir tilefni til að svipta þau forræði yfir drengnum. Að sögn breska ríkisútvarpsins BBC halda þeir því fram að lífi og öryggi drengsins hafi verið stefnt í voða. Foreldrarnir hafi „hagnýtt“ sér son sinn og misnotað réttindi sín sem foreldrar. „Það hvarflaði ekki einu sinni að mér að við værum að gera nokkuð sem kæmist nálægt því að vera rangt,“ segir Dmitrí. Saksóknararnir segja að rannsókn standi yfir á fleiri foreldrum sem tóku börn sín með á mótmæli síðustu tveggja helga. Umboðsmaður barna í Moskvu segir óásættanlegt að saksóknarar noti börn til að kúga fólk í pólitísku samhengi. Mikaíl Fedotov, formaður mannréttindaráðs Rússlands, segir ennfremur að fordæmið sem sett yrði með málinu gegn Prokazov-hjónunum gæti reynst höfuðverkur fyrir foreldra sem láta barnapíur, afa og ömmur eða aðra gæta barna sinna. Rússland Tengdar fréttir Meira en þúsund handteknir í Moskvu Lögreglan í Moskvu hefur handtekið meira en þúsund manns sem söfnuðust saman á fjöldafundi til að mótmæla framgöngu stjórnvalda þar í landi. 27. júlí 2019 23:23 Ætla að halda mótmælum í Moskvu ótrauð áfram Leiðtogar rússnesku stjórnarandstöðunnar voru handteknir í nótt en stuðningsmenn þeirra ætla ekki að breyta áformum sínum um frekari mótmæli í Moskvu. 25. júlí 2019 11:21 Nálægt 1.400 handteknir í gær eftir mótmæli í Moskvu Aðgerðir yfirvalda gegn stjórnarandstæðingum hófust áður en mótmælin hófust í gær. Stjórnarandstöðuleiðtoginn Alexei Navalny var handtekinn síðasta miðvikudag og dæmdur í 30 daga fangelsi fyrir að boða til mótmælanna. 28. júlí 2019 14:51 Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Innlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Halla aðstoðar Loga Innlent Fleiri fréttir Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum Tíu látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Sjá meira
Rússneskir saksóknarar krefjast þess nú að par verði svipt forræði yfir eins árs gömlum syni sínum vegna þess að þau voru viðstödd mótmæli sem yfirvöld gáfu ekki leyfi fyrir. Saka þeir fólkið um að hafa stefnt barninu í hættu með því að láta vin þeirra halda á því. Dmitrí og Olga Prokazov segjast aðeins hafa átt leið hjá mótmælum stjórnarandstæðinga fyrir frjálsum kosningum í Moskvu 27. júlí. Þau hafi haft samúð með málstað mótmælendanna sem krefjast þess að frambjóðendum stjórnarandstöðunnar verði leyft að bjóða sig fram til borgastjórnar í haust. Á annað þúsund manns voru handteknir á mótmælunum. Prokazov-hjónin segja að þau hafi á einhverjum tímapunkti leyft frænda Olgu að halda á dregnum þeirra. Það telja saksóknararnir tilefni til að svipta þau forræði yfir drengnum. Að sögn breska ríkisútvarpsins BBC halda þeir því fram að lífi og öryggi drengsins hafi verið stefnt í voða. Foreldrarnir hafi „hagnýtt“ sér son sinn og misnotað réttindi sín sem foreldrar. „Það hvarflaði ekki einu sinni að mér að við værum að gera nokkuð sem kæmist nálægt því að vera rangt,“ segir Dmitrí. Saksóknararnir segja að rannsókn standi yfir á fleiri foreldrum sem tóku börn sín með á mótmæli síðustu tveggja helga. Umboðsmaður barna í Moskvu segir óásættanlegt að saksóknarar noti börn til að kúga fólk í pólitísku samhengi. Mikaíl Fedotov, formaður mannréttindaráðs Rússlands, segir ennfremur að fordæmið sem sett yrði með málinu gegn Prokazov-hjónunum gæti reynst höfuðverkur fyrir foreldra sem láta barnapíur, afa og ömmur eða aðra gæta barna sinna.
Rússland Tengdar fréttir Meira en þúsund handteknir í Moskvu Lögreglan í Moskvu hefur handtekið meira en þúsund manns sem söfnuðust saman á fjöldafundi til að mótmæla framgöngu stjórnvalda þar í landi. 27. júlí 2019 23:23 Ætla að halda mótmælum í Moskvu ótrauð áfram Leiðtogar rússnesku stjórnarandstöðunnar voru handteknir í nótt en stuðningsmenn þeirra ætla ekki að breyta áformum sínum um frekari mótmæli í Moskvu. 25. júlí 2019 11:21 Nálægt 1.400 handteknir í gær eftir mótmæli í Moskvu Aðgerðir yfirvalda gegn stjórnarandstæðingum hófust áður en mótmælin hófust í gær. Stjórnarandstöðuleiðtoginn Alexei Navalny var handtekinn síðasta miðvikudag og dæmdur í 30 daga fangelsi fyrir að boða til mótmælanna. 28. júlí 2019 14:51 Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Innlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Halla aðstoðar Loga Innlent Fleiri fréttir Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum Tíu látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Sjá meira
Meira en þúsund handteknir í Moskvu Lögreglan í Moskvu hefur handtekið meira en þúsund manns sem söfnuðust saman á fjöldafundi til að mótmæla framgöngu stjórnvalda þar í landi. 27. júlí 2019 23:23
Ætla að halda mótmælum í Moskvu ótrauð áfram Leiðtogar rússnesku stjórnarandstöðunnar voru handteknir í nótt en stuðningsmenn þeirra ætla ekki að breyta áformum sínum um frekari mótmæli í Moskvu. 25. júlí 2019 11:21
Nálægt 1.400 handteknir í gær eftir mótmæli í Moskvu Aðgerðir yfirvalda gegn stjórnarandstæðingum hófust áður en mótmælin hófust í gær. Stjórnarandstöðuleiðtoginn Alexei Navalny var handtekinn síðasta miðvikudag og dæmdur í 30 daga fangelsi fyrir að boða til mótmælanna. 28. júlí 2019 14:51
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent