Ummæli starfsmanns Hafró verða ekki dregin til baka Birgir Olgeirsson skrifar 7. ágúst 2019 10:26 Sigurður Guðjónsson, forstjóri Hafró. Vísir/Pjetur „Ég held að það sé svolítill mikill ofsi í þessari umræðu,“ segir Sigurður Guðjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, sem ætlar ekki að verða við óskum stjórnar Hvalaskoðunarsamtakanna þess efnis að ummæli líffræðings stofnunarinnar verði dregin til baka. Líffræðingurinn heitir Sverri Daníel Halldórsson en hann velti því upp í viðtali við fréttastofu Ríkisútvarpsins hvort að hvalaskoðunarskip hefðu truflað grindhvali sem leiddi til þess að þeir strönduðu við Garð á Reykjanesi síðastliðinn föstudag. „Minn ágæti starfsmaður nefndi þennan möguleika og þau neita því ekki sjálf að það þarf að fara sérstaklega varlega í kringum þessa hvali. Umræðan verður að fá að þroskast og það þarf að tala um þetta af skynsemi,“ segir Sigurður. Hann segir engan vita af hverju þessir hvalir strönduðu frekar en aðrar vöður. „Þessi dýr eru sérstaklega viðkvæm og hrekjast undan bátum og það hafa frændur vorir í Færeyjum nýtt sér. Þessi möguleiki var nefndur og fór eitthvað illa í hvalaskoðunarmenn en það er önnur saga,“ segir Sigurður. Hann segir ummæli starfsmannsins ekki þess eðlis að draga þurfi þau til baka og telur Sigurður að það sé ágætt að umræðan eigi sér stað. Hvalaskoðun hafi smám saman aukist og hvalaskoðunarfyrirtækin hafa sjálf kallað eftir reglum til að fylgja. Hann segir að samráð verði haft við fyrirtækin og reynt að finna ásættanlegan farveg en nefnir að auki að þörf sé á frekari rannsóknum þess efnis hvaða áhrif ágangurinn hefur á þessi dýr. Stjórn Hvalaskoðunarsamtakanna óskaði eftir fundi með Hafrannsóknarstofnunar vegna ummælanna en Sigurður segist ekki hafa fengið nein fundarboð frá þeim en hyggur að stjórnin hafi sett sig í samband við starfsmenn stofnunarinnar sem hafa eftirlit með hvölum. „Og að sjálfsögðu munum við funda með þeim innan tíðar.“ Dýr Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Fleiri fréttir Verið að taka ákvörðun varðandi rýmingar á Austfjörðum Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Sjá meira
„Ég held að það sé svolítill mikill ofsi í þessari umræðu,“ segir Sigurður Guðjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, sem ætlar ekki að verða við óskum stjórnar Hvalaskoðunarsamtakanna þess efnis að ummæli líffræðings stofnunarinnar verði dregin til baka. Líffræðingurinn heitir Sverri Daníel Halldórsson en hann velti því upp í viðtali við fréttastofu Ríkisútvarpsins hvort að hvalaskoðunarskip hefðu truflað grindhvali sem leiddi til þess að þeir strönduðu við Garð á Reykjanesi síðastliðinn föstudag. „Minn ágæti starfsmaður nefndi þennan möguleika og þau neita því ekki sjálf að það þarf að fara sérstaklega varlega í kringum þessa hvali. Umræðan verður að fá að þroskast og það þarf að tala um þetta af skynsemi,“ segir Sigurður. Hann segir engan vita af hverju þessir hvalir strönduðu frekar en aðrar vöður. „Þessi dýr eru sérstaklega viðkvæm og hrekjast undan bátum og það hafa frændur vorir í Færeyjum nýtt sér. Þessi möguleiki var nefndur og fór eitthvað illa í hvalaskoðunarmenn en það er önnur saga,“ segir Sigurður. Hann segir ummæli starfsmannsins ekki þess eðlis að draga þurfi þau til baka og telur Sigurður að það sé ágætt að umræðan eigi sér stað. Hvalaskoðun hafi smám saman aukist og hvalaskoðunarfyrirtækin hafa sjálf kallað eftir reglum til að fylgja. Hann segir að samráð verði haft við fyrirtækin og reynt að finna ásættanlegan farveg en nefnir að auki að þörf sé á frekari rannsóknum þess efnis hvaða áhrif ágangurinn hefur á þessi dýr. Stjórn Hvalaskoðunarsamtakanna óskaði eftir fundi með Hafrannsóknarstofnunar vegna ummælanna en Sigurður segist ekki hafa fengið nein fundarboð frá þeim en hyggur að stjórnin hafi sett sig í samband við starfsmenn stofnunarinnar sem hafa eftirlit með hvölum. „Og að sjálfsögðu munum við funda með þeim innan tíðar.“
Dýr Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Fleiri fréttir Verið að taka ákvörðun varðandi rýmingar á Austfjörðum Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Sjá meira