Lúxemborg líklega fyrsta Evrópulandið til að lögleiða kannabis Sylvía Hall skrifar 7. ágúst 2019 18:59 Áætlað er að breytingarnar taki gildi innan tveggja ára. Vísir/Getty Heilbrigðisráðherra Lúxemborgar hefur staðfest að landið ætli sér að verða fyrsta Evrópulandið til þess að lögleiða framleiðslu og neyslu kannabisefna. Varaforsætisráðherra segir stefnu landsins í fíkniefnamálum síðasta hálfa áratuginn ekki hafa borið árangur. „Að banna allt hefur aðeins gert þetta meira spennandi fyrir ungt fólk,“ sagði varaforsætisráðherrann Etienne Schneider í samtali við Politico. Hann sagðist vona að breytingarnar yrðu til þess að fólk yrði víðsýnna þegar kæmi að fíkniefnum. Búist er við því að breytingarnar taki gildi innan tveggja ára. Þá munu íbúar landsins yfir átján ára aldri geta keypt sér kannabisefni til neyslu og mun ríkið búa til lagaramma utan um framleiðslu og dreifingu efnanna. Áætlað er að uppkast að lögunum verði klárt fyrir árslok þar sem fram mun koma hverskonar kannabis verði leyfilegt sem og hvernig það verður skattað.Vilja koma í veg fyrir fíkniefnatúrisma Með breytingunni verður varsla kannabisefna afglæpavædd og verður ungmennum á aldrinum 12 til 17 ára ekki refsað fyrir vörslu á fimm grömmum eða minna. Þeir sem fari hins vegar yfir það magn eigi von á harðri refsingu. Löggjöfin mun að öllum líkindum ekki ná yfir ferðamenn. Það er gert til þess að koma í veg fyrir að ferðamenn ferðist til landsins til þess eins að neyta kannabisefna. Þá er ekki stefnt að því að leyfa heimaræktun. Fari svo að löggjöfin verði að veruleika mun Lúxemborg feta í fótspor Kanada, Úrúgvæ og ellefu ríkja Bandaríkjanna. Landið hefur nú þegar lögleitt efnið í læknisfræðilegum tilgangi en kaup og sala þess er enn ólögleg. Kannabis Lúxemborg Lyf Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Sjá meira
Heilbrigðisráðherra Lúxemborgar hefur staðfest að landið ætli sér að verða fyrsta Evrópulandið til þess að lögleiða framleiðslu og neyslu kannabisefna. Varaforsætisráðherra segir stefnu landsins í fíkniefnamálum síðasta hálfa áratuginn ekki hafa borið árangur. „Að banna allt hefur aðeins gert þetta meira spennandi fyrir ungt fólk,“ sagði varaforsætisráðherrann Etienne Schneider í samtali við Politico. Hann sagðist vona að breytingarnar yrðu til þess að fólk yrði víðsýnna þegar kæmi að fíkniefnum. Búist er við því að breytingarnar taki gildi innan tveggja ára. Þá munu íbúar landsins yfir átján ára aldri geta keypt sér kannabisefni til neyslu og mun ríkið búa til lagaramma utan um framleiðslu og dreifingu efnanna. Áætlað er að uppkast að lögunum verði klárt fyrir árslok þar sem fram mun koma hverskonar kannabis verði leyfilegt sem og hvernig það verður skattað.Vilja koma í veg fyrir fíkniefnatúrisma Með breytingunni verður varsla kannabisefna afglæpavædd og verður ungmennum á aldrinum 12 til 17 ára ekki refsað fyrir vörslu á fimm grömmum eða minna. Þeir sem fari hins vegar yfir það magn eigi von á harðri refsingu. Löggjöfin mun að öllum líkindum ekki ná yfir ferðamenn. Það er gert til þess að koma í veg fyrir að ferðamenn ferðist til landsins til þess eins að neyta kannabisefna. Þá er ekki stefnt að því að leyfa heimaræktun. Fari svo að löggjöfin verði að veruleika mun Lúxemborg feta í fótspor Kanada, Úrúgvæ og ellefu ríkja Bandaríkjanna. Landið hefur nú þegar lögleitt efnið í læknisfræðilegum tilgangi en kaup og sala þess er enn ólögleg.
Kannabis Lúxemborg Lyf Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Sjá meira