Sýnilegar og ósýnilegar breytingar Elín M. Stefánsdóttir skrifar 8. ágúst 2019 08:00 Árið 1930 tók til starfa Mjólkurbú Ölfusinga sem talið var á þeim tíma eina mjólkurbúið á Norðurlöndum og líklega víðar þar sem jarðhiti var notaður við mjólkurvinnslu. Auglýsti búið árið 1933 að það væri „Eina Mjólkurbúið á Íslandi sem rekið er með íslenskum aflgjafa“. Vandamál við framleiðsluna m.a. vegna skorts á nægjanlegri þekkingu á auðlindinni og kælitækni varð til þess að búið varð því miður gjaldþrota árið 1938. Við lærðum síðar að nýta betur þessa mikilvægu orkulind okkar. Þótt þessi tilraun og draumur manna um jarðhitanotkun árið 1930 hafi ekki raungerst yfir í allan mjólkuriðnaðinn af þessu merkilega búi notum við í dag innlenda endurnýjanlega orkugjafa í framleiðslunni til að framleiða skyr, ost og pakka mjólk. Tilraunin var þess virði því oftast þarf mistök til þess að ná að lokum árangri. Í dag stefnum við flest að Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun og víða í heiminum er unnið gott starf. Kúabændur, fyrirtæki í þeirra eigu, alþjóðastofnanir og aðrir sem starfa við mjólkurvinnslu víða um heim átta sig á að í því felast bæði áskoranir og tækifæri og er unnið að sjálfbærniverkefnum víða um heim. Innanlands höfum við íslenskir kúabændur frá árinu 1990 aukið nyt kúa um 60% en á sama tíma hefur íslenskum kúm fækkað um 16%. Við erum því að fá meiri mjólk úr færri gripum með betri fóðrun, betri dýravelferð og tækninýjungum. Við eigum til að mynda heimsmet í notkun sjálfvirkra mjaltaþjóna þar sem kýrnar ganga lausar og sjá sjálfar um að fara í mjaltir, og geta sjálfar ráðið því hvenær þær éta eða liggja. Erlendis hafa einnig verið sett markmið sem taka á vandamálum sem eru ólík þeim sem við stöndum frammi fyrir. Til dæmis hafa kanadískir bændur minnkað ferskvatnsnotkun um 6% og Ástralar ætla að draga úr notkun sýklalyfja til þess að vernda dýrin en einnig til þess að halda aðgengi okkar mannfólksins að þessum nauðsynlegu lyfjum. Sem dæmi frá þróunarríkjum hafa Indverjar séð tækifæri í að valdefla konur gegnum framleiðslu og vinnslu á mjólk sem verður til þess að auka möguleika á því að treysta framfærslu milljóna fjölskyldna. Þetta eru aðeins nokkur dæmi um hvernig framleiðsla á mjólk hefur tekið breytingum í átt að sjálfbærari framleiðslu og þar eigum við bændur mikið inni, bæði hvað varðar orkunotkun og fóðuröflun, en þetta á einnig við vinnsluna. Á Íslandi hefur Mjólkursamsalan til að mynda fært mjólkina í fernur sem bera 66% minna kolefnaspor, nota 90% endurunnið plast í glæru skeiðalokin og skeiðalausu lokin og fullnýta það hráefni sem til fellur svo matarsóun sé með minnsta móti í framleiðsluferlinu. Svona eru margar breytingar í átt að sjálfbærara samfélagi okkar sýnilegar eða ósýnilegar í okkar daglega lífi og tilraunanna virði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Árið 1930 tók til starfa Mjólkurbú Ölfusinga sem talið var á þeim tíma eina mjólkurbúið á Norðurlöndum og líklega víðar þar sem jarðhiti var notaður við mjólkurvinnslu. Auglýsti búið árið 1933 að það væri „Eina Mjólkurbúið á Íslandi sem rekið er með íslenskum aflgjafa“. Vandamál við framleiðsluna m.a. vegna skorts á nægjanlegri þekkingu á auðlindinni og kælitækni varð til þess að búið varð því miður gjaldþrota árið 1938. Við lærðum síðar að nýta betur þessa mikilvægu orkulind okkar. Þótt þessi tilraun og draumur manna um jarðhitanotkun árið 1930 hafi ekki raungerst yfir í allan mjólkuriðnaðinn af þessu merkilega búi notum við í dag innlenda endurnýjanlega orkugjafa í framleiðslunni til að framleiða skyr, ost og pakka mjólk. Tilraunin var þess virði því oftast þarf mistök til þess að ná að lokum árangri. Í dag stefnum við flest að Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun og víða í heiminum er unnið gott starf. Kúabændur, fyrirtæki í þeirra eigu, alþjóðastofnanir og aðrir sem starfa við mjólkurvinnslu víða um heim átta sig á að í því felast bæði áskoranir og tækifæri og er unnið að sjálfbærniverkefnum víða um heim. Innanlands höfum við íslenskir kúabændur frá árinu 1990 aukið nyt kúa um 60% en á sama tíma hefur íslenskum kúm fækkað um 16%. Við erum því að fá meiri mjólk úr færri gripum með betri fóðrun, betri dýravelferð og tækninýjungum. Við eigum til að mynda heimsmet í notkun sjálfvirkra mjaltaþjóna þar sem kýrnar ganga lausar og sjá sjálfar um að fara í mjaltir, og geta sjálfar ráðið því hvenær þær éta eða liggja. Erlendis hafa einnig verið sett markmið sem taka á vandamálum sem eru ólík þeim sem við stöndum frammi fyrir. Til dæmis hafa kanadískir bændur minnkað ferskvatnsnotkun um 6% og Ástralar ætla að draga úr notkun sýklalyfja til þess að vernda dýrin en einnig til þess að halda aðgengi okkar mannfólksins að þessum nauðsynlegu lyfjum. Sem dæmi frá þróunarríkjum hafa Indverjar séð tækifæri í að valdefla konur gegnum framleiðslu og vinnslu á mjólk sem verður til þess að auka möguleika á því að treysta framfærslu milljóna fjölskyldna. Þetta eru aðeins nokkur dæmi um hvernig framleiðsla á mjólk hefur tekið breytingum í átt að sjálfbærari framleiðslu og þar eigum við bændur mikið inni, bæði hvað varðar orkunotkun og fóðuröflun, en þetta á einnig við vinnsluna. Á Íslandi hefur Mjólkursamsalan til að mynda fært mjólkina í fernur sem bera 66% minna kolefnaspor, nota 90% endurunnið plast í glæru skeiðalokin og skeiðalausu lokin og fullnýta það hráefni sem til fellur svo matarsóun sé með minnsta móti í framleiðsluferlinu. Svona eru margar breytingar í átt að sjálfbærara samfélagi okkar sýnilegar eða ósýnilegar í okkar daglega lífi og tilraunanna virði.
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun