Fjárfesti ekki í vinnslu jarðefnaeldsneytis Sighvatur Arnmundsson skrifar 8. ágúst 2019 07:00 Jänschwalde-raforkuverið í Þýskalandi brennir kolum og losar 25 milljónir tonna af CO2 árlega. Nordicphotos/Getty „Miðað við allar þessar fjárfestingar sem settar eru í leit og vinnslu jarðefnaeldsneytis þá stefnir bara í óefni hvað loftslagsmálin varðar,“ segir Guðmundur Hörður Guðmundsson, stjórnarmaður í Öldu, félagi um sjálfbærni og lýðræði. Alda í samstarfi við Landvernd, Foreldra fyrir framtíðina og Unga umhverfissinna krefur íslensk fjármálafyrirtæki og lífeyrissjóði um svör varðandi fjárfestingar þeirra í kolefnisvinnslu. Spurningar voru sendar til 45 aðila um miðjan júní og hafa nú borist 16 svör. „Við eigum ekki að vera að nota lífeyrissparnaðinn okkar í að grafa undan framtíð barnanna okkar. Það virkar frekar sérkennileg stefna. Þetta er ekkert umdeilt lengur hvernig staðan er í loftslagsmálum. Við bara horfum upp á það,“ segir Guðmundur. Guðmundur Hörður segir aðstandendur verkefnisins vilja draga tvennt fram í dagsljósið. Annars vegar hvort fjármálafyrirtæki hafi sett sér stefnu um að fjárfesta ekki í sjóðum og fyrirtækjum sem tengist leit og vinnslu jarðefnaeldsneytis og hins vegar hvort þau eigi fé bundið í slíkum aðilum. Verkefnið er að erlendri fyrirmynd og tengist hreyfingu sem kennir sig við slagorðið „Keep it in the ground“ sem vísar til að halda eigi jarðefnaeldsneytinu í jörðinni. Guðmundur kynntist þessum hugmyndum fyrir nokkrum árum þegar bandaríski rithöfundurinn og umhverfissinninn Bill McKibben kom til Íslands á vegum Landverndar. „Þetta hefur undið upp á sig síðan þá og þessi umræða fengið aukið brautargengi. Við erum svona að nema land hér með þessa hugmynd sem hefur verið í gangi mjög víða um heim. Þess vegna snúum við okkur til þeirra sem við vitum að hafa úr miklu að spila hvað varðar fjárfestingar erlendis,“ segir Guðmundur. Hann segir suma aðila hafa verið fljóta til að svara og eigi það sérstaklega við minni lífeyrissjóði og tryggingafélög. „En það vantar ennþá svör frá stórum lífeyrissjóðum og öllum bönkunum. Eins finnst okkur sum svör ekki fullnægjandi og ekki hægt að lesa út úr því hvort aðilar eigi fjármagn bundið í svona fyrirtækjum.“ Margir sjóðir hafi þó sett sér einhvers konar stefnu en Guðmundur bendir á að það fari ekki endilega alltaf saman við framkvæmdina. Bensín og olía Lífeyrissjóðir Umhverfismál Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Sjá meira
„Miðað við allar þessar fjárfestingar sem settar eru í leit og vinnslu jarðefnaeldsneytis þá stefnir bara í óefni hvað loftslagsmálin varðar,“ segir Guðmundur Hörður Guðmundsson, stjórnarmaður í Öldu, félagi um sjálfbærni og lýðræði. Alda í samstarfi við Landvernd, Foreldra fyrir framtíðina og Unga umhverfissinna krefur íslensk fjármálafyrirtæki og lífeyrissjóði um svör varðandi fjárfestingar þeirra í kolefnisvinnslu. Spurningar voru sendar til 45 aðila um miðjan júní og hafa nú borist 16 svör. „Við eigum ekki að vera að nota lífeyrissparnaðinn okkar í að grafa undan framtíð barnanna okkar. Það virkar frekar sérkennileg stefna. Þetta er ekkert umdeilt lengur hvernig staðan er í loftslagsmálum. Við bara horfum upp á það,“ segir Guðmundur. Guðmundur Hörður segir aðstandendur verkefnisins vilja draga tvennt fram í dagsljósið. Annars vegar hvort fjármálafyrirtæki hafi sett sér stefnu um að fjárfesta ekki í sjóðum og fyrirtækjum sem tengist leit og vinnslu jarðefnaeldsneytis og hins vegar hvort þau eigi fé bundið í slíkum aðilum. Verkefnið er að erlendri fyrirmynd og tengist hreyfingu sem kennir sig við slagorðið „Keep it in the ground“ sem vísar til að halda eigi jarðefnaeldsneytinu í jörðinni. Guðmundur kynntist þessum hugmyndum fyrir nokkrum árum þegar bandaríski rithöfundurinn og umhverfissinninn Bill McKibben kom til Íslands á vegum Landverndar. „Þetta hefur undið upp á sig síðan þá og þessi umræða fengið aukið brautargengi. Við erum svona að nema land hér með þessa hugmynd sem hefur verið í gangi mjög víða um heim. Þess vegna snúum við okkur til þeirra sem við vitum að hafa úr miklu að spila hvað varðar fjárfestingar erlendis,“ segir Guðmundur. Hann segir suma aðila hafa verið fljóta til að svara og eigi það sérstaklega við minni lífeyrissjóði og tryggingafélög. „En það vantar ennþá svör frá stórum lífeyrissjóðum og öllum bönkunum. Eins finnst okkur sum svör ekki fullnægjandi og ekki hægt að lesa út úr því hvort aðilar eigi fjármagn bundið í svona fyrirtækjum.“ Margir sjóðir hafi þó sett sér einhvers konar stefnu en Guðmundur bendir á að það fari ekki endilega alltaf saman við framkvæmdina.
Bensín og olía Lífeyrissjóðir Umhverfismál Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Sjá meira