Fjárfesti ekki í vinnslu jarðefnaeldsneytis Sighvatur Arnmundsson skrifar 8. ágúst 2019 07:00 Jänschwalde-raforkuverið í Þýskalandi brennir kolum og losar 25 milljónir tonna af CO2 árlega. Nordicphotos/Getty „Miðað við allar þessar fjárfestingar sem settar eru í leit og vinnslu jarðefnaeldsneytis þá stefnir bara í óefni hvað loftslagsmálin varðar,“ segir Guðmundur Hörður Guðmundsson, stjórnarmaður í Öldu, félagi um sjálfbærni og lýðræði. Alda í samstarfi við Landvernd, Foreldra fyrir framtíðina og Unga umhverfissinna krefur íslensk fjármálafyrirtæki og lífeyrissjóði um svör varðandi fjárfestingar þeirra í kolefnisvinnslu. Spurningar voru sendar til 45 aðila um miðjan júní og hafa nú borist 16 svör. „Við eigum ekki að vera að nota lífeyrissparnaðinn okkar í að grafa undan framtíð barnanna okkar. Það virkar frekar sérkennileg stefna. Þetta er ekkert umdeilt lengur hvernig staðan er í loftslagsmálum. Við bara horfum upp á það,“ segir Guðmundur. Guðmundur Hörður segir aðstandendur verkefnisins vilja draga tvennt fram í dagsljósið. Annars vegar hvort fjármálafyrirtæki hafi sett sér stefnu um að fjárfesta ekki í sjóðum og fyrirtækjum sem tengist leit og vinnslu jarðefnaeldsneytis og hins vegar hvort þau eigi fé bundið í slíkum aðilum. Verkefnið er að erlendri fyrirmynd og tengist hreyfingu sem kennir sig við slagorðið „Keep it in the ground“ sem vísar til að halda eigi jarðefnaeldsneytinu í jörðinni. Guðmundur kynntist þessum hugmyndum fyrir nokkrum árum þegar bandaríski rithöfundurinn og umhverfissinninn Bill McKibben kom til Íslands á vegum Landverndar. „Þetta hefur undið upp á sig síðan þá og þessi umræða fengið aukið brautargengi. Við erum svona að nema land hér með þessa hugmynd sem hefur verið í gangi mjög víða um heim. Þess vegna snúum við okkur til þeirra sem við vitum að hafa úr miklu að spila hvað varðar fjárfestingar erlendis,“ segir Guðmundur. Hann segir suma aðila hafa verið fljóta til að svara og eigi það sérstaklega við minni lífeyrissjóði og tryggingafélög. „En það vantar ennþá svör frá stórum lífeyrissjóðum og öllum bönkunum. Eins finnst okkur sum svör ekki fullnægjandi og ekki hægt að lesa út úr því hvort aðilar eigi fjármagn bundið í svona fyrirtækjum.“ Margir sjóðir hafi þó sett sér einhvers konar stefnu en Guðmundur bendir á að það fari ekki endilega alltaf saman við framkvæmdina. Bensín og olía Lífeyrissjóðir Umhverfismál Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Fleiri fréttir Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Sveitarstjórn hafi látið aflífa hunda án heimildar Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Sjá meira
„Miðað við allar þessar fjárfestingar sem settar eru í leit og vinnslu jarðefnaeldsneytis þá stefnir bara í óefni hvað loftslagsmálin varðar,“ segir Guðmundur Hörður Guðmundsson, stjórnarmaður í Öldu, félagi um sjálfbærni og lýðræði. Alda í samstarfi við Landvernd, Foreldra fyrir framtíðina og Unga umhverfissinna krefur íslensk fjármálafyrirtæki og lífeyrissjóði um svör varðandi fjárfestingar þeirra í kolefnisvinnslu. Spurningar voru sendar til 45 aðila um miðjan júní og hafa nú borist 16 svör. „Við eigum ekki að vera að nota lífeyrissparnaðinn okkar í að grafa undan framtíð barnanna okkar. Það virkar frekar sérkennileg stefna. Þetta er ekkert umdeilt lengur hvernig staðan er í loftslagsmálum. Við bara horfum upp á það,“ segir Guðmundur. Guðmundur Hörður segir aðstandendur verkefnisins vilja draga tvennt fram í dagsljósið. Annars vegar hvort fjármálafyrirtæki hafi sett sér stefnu um að fjárfesta ekki í sjóðum og fyrirtækjum sem tengist leit og vinnslu jarðefnaeldsneytis og hins vegar hvort þau eigi fé bundið í slíkum aðilum. Verkefnið er að erlendri fyrirmynd og tengist hreyfingu sem kennir sig við slagorðið „Keep it in the ground“ sem vísar til að halda eigi jarðefnaeldsneytinu í jörðinni. Guðmundur kynntist þessum hugmyndum fyrir nokkrum árum þegar bandaríski rithöfundurinn og umhverfissinninn Bill McKibben kom til Íslands á vegum Landverndar. „Þetta hefur undið upp á sig síðan þá og þessi umræða fengið aukið brautargengi. Við erum svona að nema land hér með þessa hugmynd sem hefur verið í gangi mjög víða um heim. Þess vegna snúum við okkur til þeirra sem við vitum að hafa úr miklu að spila hvað varðar fjárfestingar erlendis,“ segir Guðmundur. Hann segir suma aðila hafa verið fljóta til að svara og eigi það sérstaklega við minni lífeyrissjóði og tryggingafélög. „En það vantar ennþá svör frá stórum lífeyrissjóðum og öllum bönkunum. Eins finnst okkur sum svör ekki fullnægjandi og ekki hægt að lesa út úr því hvort aðilar eigi fjármagn bundið í svona fyrirtækjum.“ Margir sjóðir hafi þó sett sér einhvers konar stefnu en Guðmundur bendir á að það fari ekki endilega alltaf saman við framkvæmdina.
Bensín og olía Lífeyrissjóðir Umhverfismál Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Fleiri fréttir Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Sveitarstjórn hafi látið aflífa hunda án heimildar Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Sjá meira