Sumartengdar vörur rokseljast í blíðunni Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 8. ágúst 2019 06:15 Sala á viðarvörn í BYKO hefur aukist um 200 prósent. Fréttablaðið/Valli „Árið í fyrra var mjög óeðlilegt og þetta sumar er í rauninni líka mjög óeðlilegt, þetta eru svona kannski öfgarnar í báðar áttir. Núna er bara miklu meiri sala í öllu sem heitir garður, garðvörur, sumarbústaður, pallurinn og öllu sem lýtur að útivinnu,“ segir Kristinn Einarsson, framkvæmdastjóri verslunarsviðs Húsasmiðjunnar. Mikil aukning hefur orðið í sölu á sumarvörum bæði í Húsasmiðjunni og BYKO í sumar. Salan á vörum í þessum flokki jókst um 25 til 60 prósent í Húsasmiðjunni og allt upp í 200 prósent í BYKO, sé miðað við söluna síðasta sumar. „Við störfum í mjög svo veðurtengdri atvinnugrein, sérstaklega þegar kemur að einstaklingsmarkaði. Sól og sumar eins og er búið að vera hjá okkur hefur mjög svo jákvæð áhrif á framkvæmdagleði fólks. Vöxturinn hefur verið mikill í flestum sumartengdum vöruflokkum,“ segir Sigurður Pálsson, forstjóri BYKO. „Við sjáum líka að fólk er meira að ferðast innanlands og er að nýta góða veðrið til framkvæmda. Ég hef oft sagt að helsti keppinauturinn séu ferðaskrifstofur. Þegar við höfum upplifað vætusamt sumar þá er eins og fólk kjósi að nota frekar þá fjármuni sem voru ætlaðir til framkvæmda í sólarferðir,“ bætir Sigurður við en pallaolía, pallaefni og útimálning hefur selst eins og heitar lummur í sumar.Kristinn Einarsson, framkvæmdastjóri verslunarsviðs Húsasmiðjunnar.„Annað dæmi eru vökvunarvörur, sérstaklega hérna á höfuðborgarsvæðinu, garðúðarar og slöngur og svona, þetta var lengi vel uppselt hjá okkur. Í fyrra geymdum við þetta bara á lager yfir veturinn, þú þurftir ekkert vökvunarvörur í fyrrasumar, en núna hefur þetta selst upp og við þurft að panta meira,“ segir Kristinn Einarsson í Húsasmiðjunni. Veðurfar á landinu hefur verið með besta móti í sumar og mældust 194,6 sólarstundir í Reykjavík í júlí sem er rúmlega hundrað stundum fleiri en á sama tíma í fyrra. Sigurður tekur undir með Kristni og segir 200 prósenta söluaukningu á vörum í þessum flokki. „Það er búið að vera mjög mikið að gera í þessu alveg síðan í lok apríl. Ekki bara í júní og júlí eins og vanalega heldur var þetta líka maí. Yfirleitt er þetta svo búið eftir verslunarmannahelgi en þegar veðrið er svona getur vel verið að þetta lengist,“ segir Kristinn. Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Fleiri fréttir Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Sjá meira
„Árið í fyrra var mjög óeðlilegt og þetta sumar er í rauninni líka mjög óeðlilegt, þetta eru svona kannski öfgarnar í báðar áttir. Núna er bara miklu meiri sala í öllu sem heitir garður, garðvörur, sumarbústaður, pallurinn og öllu sem lýtur að útivinnu,“ segir Kristinn Einarsson, framkvæmdastjóri verslunarsviðs Húsasmiðjunnar. Mikil aukning hefur orðið í sölu á sumarvörum bæði í Húsasmiðjunni og BYKO í sumar. Salan á vörum í þessum flokki jókst um 25 til 60 prósent í Húsasmiðjunni og allt upp í 200 prósent í BYKO, sé miðað við söluna síðasta sumar. „Við störfum í mjög svo veðurtengdri atvinnugrein, sérstaklega þegar kemur að einstaklingsmarkaði. Sól og sumar eins og er búið að vera hjá okkur hefur mjög svo jákvæð áhrif á framkvæmdagleði fólks. Vöxturinn hefur verið mikill í flestum sumartengdum vöruflokkum,“ segir Sigurður Pálsson, forstjóri BYKO. „Við sjáum líka að fólk er meira að ferðast innanlands og er að nýta góða veðrið til framkvæmda. Ég hef oft sagt að helsti keppinauturinn séu ferðaskrifstofur. Þegar við höfum upplifað vætusamt sumar þá er eins og fólk kjósi að nota frekar þá fjármuni sem voru ætlaðir til framkvæmda í sólarferðir,“ bætir Sigurður við en pallaolía, pallaefni og útimálning hefur selst eins og heitar lummur í sumar.Kristinn Einarsson, framkvæmdastjóri verslunarsviðs Húsasmiðjunnar.„Annað dæmi eru vökvunarvörur, sérstaklega hérna á höfuðborgarsvæðinu, garðúðarar og slöngur og svona, þetta var lengi vel uppselt hjá okkur. Í fyrra geymdum við þetta bara á lager yfir veturinn, þú þurftir ekkert vökvunarvörur í fyrrasumar, en núna hefur þetta selst upp og við þurft að panta meira,“ segir Kristinn Einarsson í Húsasmiðjunni. Veðurfar á landinu hefur verið með besta móti í sumar og mældust 194,6 sólarstundir í Reykjavík í júlí sem er rúmlega hundrað stundum fleiri en á sama tíma í fyrra. Sigurður tekur undir með Kristni og segir 200 prósenta söluaukningu á vörum í þessum flokki. „Það er búið að vera mjög mikið að gera í þessu alveg síðan í lok apríl. Ekki bara í júní og júlí eins og vanalega heldur var þetta líka maí. Yfirleitt er þetta svo búið eftir verslunarmannahelgi en þegar veðrið er svona getur vel verið að þetta lengist,“ segir Kristinn.
Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Fleiri fréttir Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Sjá meira