Lýsir yfir endalokum ítölsku ríkisstjórnarinnar Kjartan Kjartansson skrifar 8. ágúst 2019 20:25 Salvini hefur sagt arrivederci við Fimm stjörnu hreyfinguna. Vísir/EPA Matteo Salvini, varaforsætisráðherra Ítalíu og leiðtogi hægriöfgaflokksins Bandalagsins, segir að slitnað hafi upp úr ríkisstjórnarsamstarfinu við Fimm stjörnu hreyfinguna og að boða þurfi til nýrra kosninga. Luigi Di Maio, leiðtogi samstarfsflokksins, segir flokk sinn tilbúinn í kosningar. Grunnt hefur verið á því góða á milli stjórnarflokkanna tveggja undanfarnar vikur en ár er frá því að þeir mynduðu saman ríkisstjórn. Nú síðast greiddu flokkarnir atkvæði gegn hvor öðrum á þingi varðandi háhraðalestartengingu við Frakkland. Salvini segist hafa greint Guiseppe Conte, forsætisráðherra, frá því að samstarfinu hafi verið slitið í dag, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Þingið gæti komið saman í næstu viku til að ákveða næstu skref en það er nú í sumarfríi. Óvíst er þó hvort að Sergio Mattarella, forseti, sé tilbúinn að slíta þingi og boða til nýrra kosninga áður en undirbúningi fjárlaga verður lokið í haust. Forsetinn er sá eini sem getur leyst upp þingið. Di Maio segir Fimm stjörnu hreyfinguna ekki óttast kosningar. Sakaði hann Salvini um að fara með landið í „þeysireið“. Ítalir muni snúast gegn honum vegna þess. Fimm stjörnu hreyfingin hefur fleiri þingmenn en Bandalagið. Nýlegar skoðanakannanir benda aftur á móti til þess að Bandalagið njóti stuðnings tvöfalt fleiri kjósenda en samstarfsflokkurinn. Salvini hefur ítrekað hótað því að slíta stjórnarsamstarfinu til þess að nýta sér meðbyrinn í nýjum kosningum. Ítalía Tengdar fréttir Upptaka sögð sýna samkurl Rússa og ítalsks hægriöfgaflokks Náinn bandamaður leiðtoga ítalska hægriöfgaflokksins Bandalagsins heyrist ræða við Rússa um hvernig þeir geti komið rússneskum olíupeningum í fjárhirslur flokksins. 10. júlí 2019 19:07 Forsætisráðherra Ítalíu hótar afsögn Giuseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu, hótaði afsögn sinni í gær ef samstarfsflokkar hans tveir, Norðurbandalagið og Fimm stjörnu hreyfingin, hættu ekki endalausum deilum sín í milli. 4. júní 2019 07:45 Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Sjá meira
Matteo Salvini, varaforsætisráðherra Ítalíu og leiðtogi hægriöfgaflokksins Bandalagsins, segir að slitnað hafi upp úr ríkisstjórnarsamstarfinu við Fimm stjörnu hreyfinguna og að boða þurfi til nýrra kosninga. Luigi Di Maio, leiðtogi samstarfsflokksins, segir flokk sinn tilbúinn í kosningar. Grunnt hefur verið á því góða á milli stjórnarflokkanna tveggja undanfarnar vikur en ár er frá því að þeir mynduðu saman ríkisstjórn. Nú síðast greiddu flokkarnir atkvæði gegn hvor öðrum á þingi varðandi háhraðalestartengingu við Frakkland. Salvini segist hafa greint Guiseppe Conte, forsætisráðherra, frá því að samstarfinu hafi verið slitið í dag, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Þingið gæti komið saman í næstu viku til að ákveða næstu skref en það er nú í sumarfríi. Óvíst er þó hvort að Sergio Mattarella, forseti, sé tilbúinn að slíta þingi og boða til nýrra kosninga áður en undirbúningi fjárlaga verður lokið í haust. Forsetinn er sá eini sem getur leyst upp þingið. Di Maio segir Fimm stjörnu hreyfinguna ekki óttast kosningar. Sakaði hann Salvini um að fara með landið í „þeysireið“. Ítalir muni snúast gegn honum vegna þess. Fimm stjörnu hreyfingin hefur fleiri þingmenn en Bandalagið. Nýlegar skoðanakannanir benda aftur á móti til þess að Bandalagið njóti stuðnings tvöfalt fleiri kjósenda en samstarfsflokkurinn. Salvini hefur ítrekað hótað því að slíta stjórnarsamstarfinu til þess að nýta sér meðbyrinn í nýjum kosningum.
Ítalía Tengdar fréttir Upptaka sögð sýna samkurl Rússa og ítalsks hægriöfgaflokks Náinn bandamaður leiðtoga ítalska hægriöfgaflokksins Bandalagsins heyrist ræða við Rússa um hvernig þeir geti komið rússneskum olíupeningum í fjárhirslur flokksins. 10. júlí 2019 19:07 Forsætisráðherra Ítalíu hótar afsögn Giuseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu, hótaði afsögn sinni í gær ef samstarfsflokkar hans tveir, Norðurbandalagið og Fimm stjörnu hreyfingin, hættu ekki endalausum deilum sín í milli. 4. júní 2019 07:45 Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Sjá meira
Upptaka sögð sýna samkurl Rússa og ítalsks hægriöfgaflokks Náinn bandamaður leiðtoga ítalska hægriöfgaflokksins Bandalagsins heyrist ræða við Rússa um hvernig þeir geti komið rússneskum olíupeningum í fjárhirslur flokksins. 10. júlí 2019 19:07
Forsætisráðherra Ítalíu hótar afsögn Giuseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu, hótaði afsögn sinni í gær ef samstarfsflokkar hans tveir, Norðurbandalagið og Fimm stjörnu hreyfingin, hættu ekki endalausum deilum sín í milli. 4. júní 2019 07:45