Víða fordæmalaus staða í laxveiðiám Sighvatur Arnmundsson skrifar 9. ágúst 2019 06:30 Fossinn neðst í laxá í Kjós í venjulegu árferði. Veiði í mörgum laxveiðiám er svo dræm þetta sumarið að menn þekkja ekki annað eins. Að mati Landssambands veiðifélaga er um fordæmalausa stöðu að ræða og segir sambandið mikilvægt að veiðimenn sleppi veiddum laxi og hugleiði það að hreinlega hlífa laxinum fyrir veiði. Formaður Landssambandsins segir aðstæðurnar nú ekki ákjósanlegar og geta leitt af sér slakan árgang. Á heimasíðu Landssambandsins er farið yfir helstu ástæður þess að illa hafi viðrað fyrir veiðimenn þetta veiðisumarið. Þar er tíundað að dragár líði fyrir bæði úrkomuleysi og lítinn forða sem hafi farið í hlýindum og votviðri í apríl. Séu því margar ár vatnslitlar með eindæmum. Einnig er ráðlagt að sleppa laxi til að hrygningarstofn haustsins verði sem stærstur. „Hvað veiði varðar þetta tímabilið þá er það sem er að eiga sér stað einfaldlega fordæmalaust ástand sums staðar með þeim hætti að líklega væri best að sleppa öllum laxi eða hreinlega hlífa fyrir veiði.“Jón Helgi BjörnssonJón Helgi Björnsson er formaður Landssambands veiðifélaga. Hann segir stöðuna á mörgum stöðum lélega. „Sumar laxveiðiár eru með um 10 prósent til 20 prósent veiði miðað við sama tíma í fyrra og lítið vatn í ánum. Það er eitthvað sem við höfum ekki séð áður,“ segir Jón Helgi. „Aðstæður hafa því verið afar erfiðar til veiða.“ Hann segir þessa stöðu geta haft neikvæðar afleiðingar í för með sér en á móti kemur að árnar eru nokkuð heitar og því ættu það að vera kjöraðstæður fyrir seiði sem komast á laggirnar. „Þetta getur auðvitað þýtt að árgangurinn verði lélegur. Á móti kemur að laxárnar sem eru hvað vatnsminnstar eru mjög hlýjar og því gæti það skapað góðar aðstæður fyrir uppvöxtinn í þeim ám. Því er vonandi að þetta muni ekki hafa mikil áhrif á stofnstærðina. Það mun hins vegar bara koma í ljós seinna meir hvernig úr rætist.“ Umhverfismál Stangveiði Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Fleiri fréttir Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Sjá meira
Veiði í mörgum laxveiðiám er svo dræm þetta sumarið að menn þekkja ekki annað eins. Að mati Landssambands veiðifélaga er um fordæmalausa stöðu að ræða og segir sambandið mikilvægt að veiðimenn sleppi veiddum laxi og hugleiði það að hreinlega hlífa laxinum fyrir veiði. Formaður Landssambandsins segir aðstæðurnar nú ekki ákjósanlegar og geta leitt af sér slakan árgang. Á heimasíðu Landssambandsins er farið yfir helstu ástæður þess að illa hafi viðrað fyrir veiðimenn þetta veiðisumarið. Þar er tíundað að dragár líði fyrir bæði úrkomuleysi og lítinn forða sem hafi farið í hlýindum og votviðri í apríl. Séu því margar ár vatnslitlar með eindæmum. Einnig er ráðlagt að sleppa laxi til að hrygningarstofn haustsins verði sem stærstur. „Hvað veiði varðar þetta tímabilið þá er það sem er að eiga sér stað einfaldlega fordæmalaust ástand sums staðar með þeim hætti að líklega væri best að sleppa öllum laxi eða hreinlega hlífa fyrir veiði.“Jón Helgi BjörnssonJón Helgi Björnsson er formaður Landssambands veiðifélaga. Hann segir stöðuna á mörgum stöðum lélega. „Sumar laxveiðiár eru með um 10 prósent til 20 prósent veiði miðað við sama tíma í fyrra og lítið vatn í ánum. Það er eitthvað sem við höfum ekki séð áður,“ segir Jón Helgi. „Aðstæður hafa því verið afar erfiðar til veiða.“ Hann segir þessa stöðu geta haft neikvæðar afleiðingar í för með sér en á móti kemur að árnar eru nokkuð heitar og því ættu það að vera kjöraðstæður fyrir seiði sem komast á laggirnar. „Þetta getur auðvitað þýtt að árgangurinn verði lélegur. Á móti kemur að laxárnar sem eru hvað vatnsminnstar eru mjög hlýjar og því gæti það skapað góðar aðstæður fyrir uppvöxtinn í þeim ám. Því er vonandi að þetta muni ekki hafa mikil áhrif á stofnstærðina. Það mun hins vegar bara koma í ljós seinna meir hvernig úr rætist.“
Umhverfismál Stangveiði Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Fleiri fréttir Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði