„Neytendasamtökin telja fullreynt að höfða til samvisku Gísla Kr. Björnssonar“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 31. júlí 2019 11:35 Breki Karlsson er formaður Neytendasamtakanna Vísir Neytendasamtökin hafa fengið sig fullsödd af lögmanninum Gísla Kr. Björnssyni sökum fullyrðinga hans um framgöngu Almennrar innheimtu ehf., sem samtökin segja að standist ekki skoðun. Ondrej Šmakal, forstjóri Kredia Group, og fyrrnefndur Gísli, eigandi innheimtufyrirtækisins Almenn innheimta, sögðu í fjölmiðlum í vikunni að hætt sé að veita smálán og innheimta smálán á hærri vöxtum en 53,75 prósent, sem er það hæsta sem leyfilegt er samkvæmt lögum. Að sama skapi sagði Gísli að félag sitt hefði „útvegað allar sundurliðanir sem við höfum getað og verið beðin um.“ Neytendasamtökin segja hins vegar í yfirlýsingu til fjölmiðla í dag að þessar fullyrðingar Gísla standist ekki skoðun. Almenn innheimta hafi ekki látið af framferði sínu, viðskiptavinum sé enn neitað um sundurliðun og fyrirtækið haldi áfram innheimtu ólöglegra lána. Þetta telja Neytendasamtökin vera „stóralvarlegt.“Gísli Kr. Björnsson, lögmaður.„Neytendasamtökin standa ráðþrota gagnvart þessu framferði og muna ekki eftir jafn svínslegum viðskiptaháttum og aðför að hópi neytanda sem oft er veikur fyrir. Þá er með öllu óskiljanlegt að lögmaður skuli komast upp með innheimtu á ólöglegum lánum og að halda mikilvægum gögnum frá lántakendum,“ segir í yfirlýsingu á vef samtakanna.Þau taka aukinheldur dæmi af lántakanda sem þau segja að hafi þurft að greiða 750 þúsund krónum meira en honum bar - og 400 þúsund krónur til viðbótar. Þegar hann gerði kröfu á Almenna innheimtu um endurgreiðslu hætti fyrirtækið frekari innheimtu og felldi niður kröfu sínu. „Neytendasamtökin telja fullreynt að höfða til samvisku Gísla Kr. Björnssonar lögmanns og eiganda Almennrar innheimtu ehf. Mikilvægt er að Lögmannafélag Íslands rannsaki hið fyrsta hvort háttsemi lögmannsins kunni að stríða gegn lögum eða siðareglum LMFÍ. Þar sem félagið tekur ekki við kvörtunum Neytendasamtakanna eru lántakendur sem standa í stappi við Almenna innheimtu ehf. hvattir til að senda kvörtun á Lögmannafélag Íslands.“ Nánar má fræðast um afstöðu Neytendasamtakanna á vef þeirra. Gísli Kr. Björnsson hafði ekki kynnt sér afstöðuna þegar Vísir leitaði viðbragða hjá honum í dag, en fréttin verður uppfærð þegar hann hefur sett sig inn í málið. Neytendur Smálán Tengdar fréttir Smálán heyra nú sögunni til Forstjóri Kredia Group, sem á smálánafyrirtækin 1909, Múla og fleiri, segist bera virðingu fyrir íslenskum lögum. Aðeins verði lánað fyrir hæstu löglegu vexti. Innheimtu lána á hærri vöxtum hafi verið hætt. 26. júlí 2019 06:00 Fundir með Umboðsmanni skuldara skiptu miklu máli Forstjóri Kredia Group hefur fundað margsinnis með Umboðsmanni skuldara. Í fyrra var meira en helmingur þeirra, sem óskuðu eftir aðstoð, með smálán. 26. júlí 2019 07:30 Komist upp með grímulaus lögbrot Í kjölfar þess að Alþingi setti lög á starfsemi smálánafyrirtækja árið 2013 lögðu fyrirtækin upp laupana hvert af öðru. Þau lifa þó enn góðu lífi og halda áfram að lána Íslendingum íslenskar krónur með mörg hundruð prósent vöxtum. 30. mars 2019 08:00 Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Karen inn fyrir Þórarin Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Sjá meira
Neytendasamtökin hafa fengið sig fullsödd af lögmanninum Gísla Kr. Björnssyni sökum fullyrðinga hans um framgöngu Almennrar innheimtu ehf., sem samtökin segja að standist ekki skoðun. Ondrej Šmakal, forstjóri Kredia Group, og fyrrnefndur Gísli, eigandi innheimtufyrirtækisins Almenn innheimta, sögðu í fjölmiðlum í vikunni að hætt sé að veita smálán og innheimta smálán á hærri vöxtum en 53,75 prósent, sem er það hæsta sem leyfilegt er samkvæmt lögum. Að sama skapi sagði Gísli að félag sitt hefði „útvegað allar sundurliðanir sem við höfum getað og verið beðin um.“ Neytendasamtökin segja hins vegar í yfirlýsingu til fjölmiðla í dag að þessar fullyrðingar Gísla standist ekki skoðun. Almenn innheimta hafi ekki látið af framferði sínu, viðskiptavinum sé enn neitað um sundurliðun og fyrirtækið haldi áfram innheimtu ólöglegra lána. Þetta telja Neytendasamtökin vera „stóralvarlegt.“Gísli Kr. Björnsson, lögmaður.„Neytendasamtökin standa ráðþrota gagnvart þessu framferði og muna ekki eftir jafn svínslegum viðskiptaháttum og aðför að hópi neytanda sem oft er veikur fyrir. Þá er með öllu óskiljanlegt að lögmaður skuli komast upp með innheimtu á ólöglegum lánum og að halda mikilvægum gögnum frá lántakendum,“ segir í yfirlýsingu á vef samtakanna.Þau taka aukinheldur dæmi af lántakanda sem þau segja að hafi þurft að greiða 750 þúsund krónum meira en honum bar - og 400 þúsund krónur til viðbótar. Þegar hann gerði kröfu á Almenna innheimtu um endurgreiðslu hætti fyrirtækið frekari innheimtu og felldi niður kröfu sínu. „Neytendasamtökin telja fullreynt að höfða til samvisku Gísla Kr. Björnssonar lögmanns og eiganda Almennrar innheimtu ehf. Mikilvægt er að Lögmannafélag Íslands rannsaki hið fyrsta hvort háttsemi lögmannsins kunni að stríða gegn lögum eða siðareglum LMFÍ. Þar sem félagið tekur ekki við kvörtunum Neytendasamtakanna eru lántakendur sem standa í stappi við Almenna innheimtu ehf. hvattir til að senda kvörtun á Lögmannafélag Íslands.“ Nánar má fræðast um afstöðu Neytendasamtakanna á vef þeirra. Gísli Kr. Björnsson hafði ekki kynnt sér afstöðuna þegar Vísir leitaði viðbragða hjá honum í dag, en fréttin verður uppfærð þegar hann hefur sett sig inn í málið.
Neytendur Smálán Tengdar fréttir Smálán heyra nú sögunni til Forstjóri Kredia Group, sem á smálánafyrirtækin 1909, Múla og fleiri, segist bera virðingu fyrir íslenskum lögum. Aðeins verði lánað fyrir hæstu löglegu vexti. Innheimtu lána á hærri vöxtum hafi verið hætt. 26. júlí 2019 06:00 Fundir með Umboðsmanni skuldara skiptu miklu máli Forstjóri Kredia Group hefur fundað margsinnis með Umboðsmanni skuldara. Í fyrra var meira en helmingur þeirra, sem óskuðu eftir aðstoð, með smálán. 26. júlí 2019 07:30 Komist upp með grímulaus lögbrot Í kjölfar þess að Alþingi setti lög á starfsemi smálánafyrirtækja árið 2013 lögðu fyrirtækin upp laupana hvert af öðru. Þau lifa þó enn góðu lífi og halda áfram að lána Íslendingum íslenskar krónur með mörg hundruð prósent vöxtum. 30. mars 2019 08:00 Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Karen inn fyrir Þórarin Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Sjá meira
Smálán heyra nú sögunni til Forstjóri Kredia Group, sem á smálánafyrirtækin 1909, Múla og fleiri, segist bera virðingu fyrir íslenskum lögum. Aðeins verði lánað fyrir hæstu löglegu vexti. Innheimtu lána á hærri vöxtum hafi verið hætt. 26. júlí 2019 06:00
Fundir með Umboðsmanni skuldara skiptu miklu máli Forstjóri Kredia Group hefur fundað margsinnis með Umboðsmanni skuldara. Í fyrra var meira en helmingur þeirra, sem óskuðu eftir aðstoð, með smálán. 26. júlí 2019 07:30
Komist upp með grímulaus lögbrot Í kjölfar þess að Alþingi setti lög á starfsemi smálánafyrirtækja árið 2013 lögðu fyrirtækin upp laupana hvert af öðru. Þau lifa þó enn góðu lífi og halda áfram að lána Íslendingum íslenskar krónur með mörg hundruð prósent vöxtum. 30. mars 2019 08:00