Lýðkjörinn og þá á ekkert að segja eða gera segir formaður KÍ Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar 31. júlí 2019 15:18 Ég sem félagsmaður í Félagi grunnskólakennara er afar ósátt. Ástæðan hefur ekki farið framhjá þeim sem fylgist með. Dæmdur einstaklingur sem var lýðræðislega kosinn heldur embætti sínu og samviska hans ræður. Að auki þaggar stjórn FG málið, lætur ekkert frá sér heyra. Veit vel að ekki er hægt að taka embætti af lýðkjörnum einstaklingi eða kjósa að nýju enda ekki farið fram á það. Ég vil að formaður KFR stígi til hliðar í þeim störfum sem hann sinnir fyrir grunnskólakennara þar til málið er til lykta leitt. Á ekki einu sinni að þurfa umræðu eins og einn félagsmaður sagði inn á síðu grunnskólakennara. Sannist sakleysi er hann hjartanlega velkominn aftur til starfa. Stjórn Félags grunnskólakennara getur sent yfirlýsingum um að hann stígi til hliðar á meðan málið er í áfrýjunarferli. Það er ekki bara að hann fari fyrir svæðafélagi heldur situr hann í samninganefnd og viðræðunefnd félagsins. Hafi stjórn FG fulla trú á honum efir dómsuppkvaðninguna vil ég fá að vita það sem félagsmaður og tel mig í fullum rétti til þess. Stjórn Kennarafélags Reykjavík getur gert það sama. Stjórnin getur óskað eftir að formaðurinn stígi til hliðar þar til öll kurl eru komin til grafar. Það grefur undan trúverðugleika einstaklings sem ætlar að sitja eins og þrjóskur hrútur í embætti og veldur stéttinni skaða með því. Málið minnir á margt um mál dómsmálaráðherra þegar dómur MDE féll. Hún ætlaði að sitja sem fastast og allir gerðu vitleysu nema hún. Svæðadeildir félags grunnskólakennara geta líkað skorað á formanninn að stíga til hliðar. Deildirnar eru hluti af félaginu og kljást við ímynd félagsins út á við. Svona uppákoma skaðar ímynd og trúverðugleika stéttarinnar. Samninganefnd og viðræðunefnd ættu að gefa út yfirlýsingu um málið. Ef ekki stuðningsyfirlýsingu þá áskorun að formaðurinn stígi til hliðar þannig að stéttin viti hug þeirra í málinu. Ég skil ekki aðgerðaleysi viðkomandi nefndarmanna í þessu máli. Stjórn sem tekur ekki af skarið, eins og stjórn FG, skaðar heildina en verndar einstaklinginn. Stundum þarf maður að gera meira en það sem gott þykir. Enn á ný skora ég á stjórn Félags grunnskólakennara að koma með yfirlýsingu, annað tveggja stuðningsyfirlýsingu eða ósk um að formaðurinn stígi tímabundið til hliðar. Afstöðuleysi er ekki í boði að mínu mati. Þegar núverandi stjórn barðist fyrir kjöri sínu var félagsmönnum lofað, af hluta stjórnar, að starfshættir myndu breytast frá fyrri stjórn. Þeir töldu margt að á þeim bæ. Ég beit á agnið með suma stjórnarmennina og hef orðið fyrir vonbrigðum. Margir bíða enn eftir breytingunum sem boðaðar voru fyrir rúmu ári síðan. Stjórn stéttarfélags sem sýnir félagsmönnum svona framkomu missir trúverðugleika. Nú þegar hefur stjórn FG beðið hnekki og trúverðugleiki stjórnarinnar minnkar svo lengi þaggar niður umrætt mál.Höfundur er grunnskólakennari, trúnaðarmaður og varaformaður Bandalags kennara á Norðurlandi eystra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Mest lesið Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Ég sem félagsmaður í Félagi grunnskólakennara er afar ósátt. Ástæðan hefur ekki farið framhjá þeim sem fylgist með. Dæmdur einstaklingur sem var lýðræðislega kosinn heldur embætti sínu og samviska hans ræður. Að auki þaggar stjórn FG málið, lætur ekkert frá sér heyra. Veit vel að ekki er hægt að taka embætti af lýðkjörnum einstaklingi eða kjósa að nýju enda ekki farið fram á það. Ég vil að formaður KFR stígi til hliðar í þeim störfum sem hann sinnir fyrir grunnskólakennara þar til málið er til lykta leitt. Á ekki einu sinni að þurfa umræðu eins og einn félagsmaður sagði inn á síðu grunnskólakennara. Sannist sakleysi er hann hjartanlega velkominn aftur til starfa. Stjórn Félags grunnskólakennara getur sent yfirlýsingum um að hann stígi til hliðar á meðan málið er í áfrýjunarferli. Það er ekki bara að hann fari fyrir svæðafélagi heldur situr hann í samninganefnd og viðræðunefnd félagsins. Hafi stjórn FG fulla trú á honum efir dómsuppkvaðninguna vil ég fá að vita það sem félagsmaður og tel mig í fullum rétti til þess. Stjórn Kennarafélags Reykjavík getur gert það sama. Stjórnin getur óskað eftir að formaðurinn stígi til hliðar þar til öll kurl eru komin til grafar. Það grefur undan trúverðugleika einstaklings sem ætlar að sitja eins og þrjóskur hrútur í embætti og veldur stéttinni skaða með því. Málið minnir á margt um mál dómsmálaráðherra þegar dómur MDE féll. Hún ætlaði að sitja sem fastast og allir gerðu vitleysu nema hún. Svæðadeildir félags grunnskólakennara geta líkað skorað á formanninn að stíga til hliðar. Deildirnar eru hluti af félaginu og kljást við ímynd félagsins út á við. Svona uppákoma skaðar ímynd og trúverðugleika stéttarinnar. Samninganefnd og viðræðunefnd ættu að gefa út yfirlýsingu um málið. Ef ekki stuðningsyfirlýsingu þá áskorun að formaðurinn stígi til hliðar þannig að stéttin viti hug þeirra í málinu. Ég skil ekki aðgerðaleysi viðkomandi nefndarmanna í þessu máli. Stjórn sem tekur ekki af skarið, eins og stjórn FG, skaðar heildina en verndar einstaklinginn. Stundum þarf maður að gera meira en það sem gott þykir. Enn á ný skora ég á stjórn Félags grunnskólakennara að koma með yfirlýsingu, annað tveggja stuðningsyfirlýsingu eða ósk um að formaðurinn stígi tímabundið til hliðar. Afstöðuleysi er ekki í boði að mínu mati. Þegar núverandi stjórn barðist fyrir kjöri sínu var félagsmönnum lofað, af hluta stjórnar, að starfshættir myndu breytast frá fyrri stjórn. Þeir töldu margt að á þeim bæ. Ég beit á agnið með suma stjórnarmennina og hef orðið fyrir vonbrigðum. Margir bíða enn eftir breytingunum sem boðaðar voru fyrir rúmu ári síðan. Stjórn stéttarfélags sem sýnir félagsmönnum svona framkomu missir trúverðugleika. Nú þegar hefur stjórn FG beðið hnekki og trúverðugleiki stjórnarinnar minnkar svo lengi þaggar niður umrætt mál.Höfundur er grunnskólakennari, trúnaðarmaður og varaformaður Bandalags kennara á Norðurlandi eystra.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar