Biður borgarbúa New York af einlægni að fara varlega næstu daga Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 20. júlí 2019 11:55 Vísir/AP Borgarstjóri New York biður af mikilli einlægni borgarbúa og ferðamenn að fara varlega næstu daga þar í borg vegna hitabylgju sem gengur yfir. Hitabylgjan nær einnig til Washington og Boston í Bandaríkjunum sem og hluta Kanada. Borgarstjóri New York borgar hefur biðlað til fólks að taka hitabylgunni alvarlega. Á Twitter síðu sinni biður hann alla um að hlusta á aðvörun sína og taka henni grafalvarlega. Þar bendir hann fólki einnig á að halda sig inn og passa upp á að drekka nægilega mikinn vökva. Í New York hafa 500 svokallaðar kælistöðvar verið opnaðar en þær veita skugga og bjóða fólki upp á læknisaðstoð sé þess þörf. Einnig er þar skuggi, boðið upp á vatn og salernisaðstöðu. Stöðvarnar eru sérstaklega ætlaðar heimilislausum öldruðum og þeim sem ekki eru með loftkælingu. Hitabylgjan gæti haft áhrif á um 200 milljónir manna og á sumum stöðum Bandaríkjunum er gert ráð fyrir að hiti fari upp í 38 stig eða ofar. Samkvæmt veðurfræðingum í Kanada gæti tilfinning verið sú að hiti í Torontó væri um 40 stig, ef rakastigið er tekið með og í Montreal 45 stig einnig með raka. Á öllum þessum stöðum má búast við að hitabylgjan nái hámarki um helgina og fer svo örlítið kólnandi þegar líður á vikuna. Sérfræðingar tengja tíðari hitabylgjur við loftslagsbreytingar á undanförnum árum. Júní er talinn heitasti mánuður sem mældur hefur verið um allan heim en meðalhitinn var 16,4 stig, samkvæmt nýjum gögnum. New York City: today will be very hot and could be the start of a heatwave through Sunday. Prepare for temperatures in the 90s with a heat index over 100 degrees!Drink water, stay in A/C and check on your neighbors. Visit https://t.co/TbZwX9EoKN for more information. pic.twitter.com/e6slweFVtd— NYC Mayor's Office (@NYCMayorsOffice) July 19, 2019 Bandaríkin Loftslagsmál Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Sjá meira
Borgarstjóri New York biður af mikilli einlægni borgarbúa og ferðamenn að fara varlega næstu daga þar í borg vegna hitabylgju sem gengur yfir. Hitabylgjan nær einnig til Washington og Boston í Bandaríkjunum sem og hluta Kanada. Borgarstjóri New York borgar hefur biðlað til fólks að taka hitabylgunni alvarlega. Á Twitter síðu sinni biður hann alla um að hlusta á aðvörun sína og taka henni grafalvarlega. Þar bendir hann fólki einnig á að halda sig inn og passa upp á að drekka nægilega mikinn vökva. Í New York hafa 500 svokallaðar kælistöðvar verið opnaðar en þær veita skugga og bjóða fólki upp á læknisaðstoð sé þess þörf. Einnig er þar skuggi, boðið upp á vatn og salernisaðstöðu. Stöðvarnar eru sérstaklega ætlaðar heimilislausum öldruðum og þeim sem ekki eru með loftkælingu. Hitabylgjan gæti haft áhrif á um 200 milljónir manna og á sumum stöðum Bandaríkjunum er gert ráð fyrir að hiti fari upp í 38 stig eða ofar. Samkvæmt veðurfræðingum í Kanada gæti tilfinning verið sú að hiti í Torontó væri um 40 stig, ef rakastigið er tekið með og í Montreal 45 stig einnig með raka. Á öllum þessum stöðum má búast við að hitabylgjan nái hámarki um helgina og fer svo örlítið kólnandi þegar líður á vikuna. Sérfræðingar tengja tíðari hitabylgjur við loftslagsbreytingar á undanförnum árum. Júní er talinn heitasti mánuður sem mældur hefur verið um allan heim en meðalhitinn var 16,4 stig, samkvæmt nýjum gögnum. New York City: today will be very hot and could be the start of a heatwave through Sunday. Prepare for temperatures in the 90s with a heat index over 100 degrees!Drink water, stay in A/C and check on your neighbors. Visit https://t.co/TbZwX9EoKN for more information. pic.twitter.com/e6slweFVtd— NYC Mayor's Office (@NYCMayorsOffice) July 19, 2019
Bandaríkin Loftslagsmál Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Sjá meira