Íhugar að leggjast á jarðýturnar til að mótmæla fyrirhuguðum framkvæmdum Hvalárvirkjunar Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 20. júlí 2019 12:57 Elísabet Jökulsdóttir er ein þeirra sem mótmæla fyrirhuguðum framkvæmdum Hvalárvirkjunnar. vísir/gva Umhverfisverndarsinni segir að til greina komi að mótmæla fyrirhuguðum framkvæmdum Hvalárvirkjunar. Öllum kröfum um stöðvun framkvæmda við virkjunina hefur verið hafnað. Upplýsingafulltrúi Vesturverks vonast til að mótmælendur haldi sig réttum megin við lögin komi til mótmæla. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindarmála hefur til bráðabirgða hafnað kröfum landeiganda og umhverfisverndarsamtaka um stöðvun framkvæmda við fyrirhugaða Hvalárvirkjun í Ófeigsfirði. Því mun undirbúningur framkvæmda hefjast á mánudaginn. Birna Lárusdóttir, upplýsingafulltrúi Vesturverks segir niðurstöðuna gleðilega. „Úrskurðurinn kom okkur ekki á óvart. Þetta var í anda þess sem við höfum lagt upp með í umsögnum okkar til úrskurðarnefndarinnar og töldum engar forsendur fyrir því að þessar framkvæmdir yrðu stöðvaðar,“ sagði Birna Lárusdóttir, upplýsingafulltrúi Vesturverks. Elísabet Jökulsdóttir er ein þeirra sem mótmælt hefur virkjuninni harðlega. Hún telur framkvæmdirnar óafturkræfar. „Það verða skemmdir þarna á landi og það verða færð mörg þúsund tonn af möl upp úr Hvalárvirkjarósum þannig það verða óafturkræfar skemmdir,“ sagði Elísabet Jökulsdóttir. Birna tekur ekki í sama streng. „Allt eru þetta afturkræfar framkvæmdir þannig það sem við gerum í sumar er í rauninni bara minniháttar,“ sagði Birna. Elísabet segist vera komin með nóg af því að rödd umhverfissinna fái ekki hljómgrunn. Hyggst hún stofna umhverfisflokk á næsta mánuðinum og verður opinn fundur flokksins þann 22. ágúst. „Þetta er náttúrulega hugsað líka sem róttæk og öðruvísi hreyfing vegna þess að við erum líka orðin þreytt á þessu tungumáli að virkjunarsinnar eigi alltaf tungumálið og í hvert sinn sem við tölum um tilfinningar og að okkur þyki vænt um landið þá er alltaf hlegið að okkur. Staðreyndin er sú að við elskum þetta land,“ sagði Elísabet. Þá segir hún að það komi til greina að mótmæla framkvæmdunum. „Kannski gerum við það eða förum norður bara og leggjumst í jarðýturnar,“ sagði Elísabet. „Þeir sem hæst hafa látið í andstöðu sinni við verkefnið hafa nú lýst því yfir að þeir muni einskis láta ófreistað þannig við verðum bara að sjá hvað setur en við vonum að fólk sýni skynsemi og haldi sig réttum megin við lögin,“Svæði við Hvalárósa.Mynd/Tómas Guðbjartsson Árneshreppur Deilur um Hvalárvirkjun Orkumál Umhverfismál Tengdar fréttir Hafna öllum kröfum um stöðvun framkvæmda við Hvalárvirkjun Eigendur jarðarinnar Drangavíkur í Árneshreppi lýsa yfir miklum vonbrigðum vegna ákvörðunarinnar. 19. júlí 2019 17:30 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Umhverfisverndarsinni segir að til greina komi að mótmæla fyrirhuguðum framkvæmdum Hvalárvirkjunar. Öllum kröfum um stöðvun framkvæmda við virkjunina hefur verið hafnað. Upplýsingafulltrúi Vesturverks vonast til að mótmælendur haldi sig réttum megin við lögin komi til mótmæla. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindarmála hefur til bráðabirgða hafnað kröfum landeiganda og umhverfisverndarsamtaka um stöðvun framkvæmda við fyrirhugaða Hvalárvirkjun í Ófeigsfirði. Því mun undirbúningur framkvæmda hefjast á mánudaginn. Birna Lárusdóttir, upplýsingafulltrúi Vesturverks segir niðurstöðuna gleðilega. „Úrskurðurinn kom okkur ekki á óvart. Þetta var í anda þess sem við höfum lagt upp með í umsögnum okkar til úrskurðarnefndarinnar og töldum engar forsendur fyrir því að þessar framkvæmdir yrðu stöðvaðar,“ sagði Birna Lárusdóttir, upplýsingafulltrúi Vesturverks. Elísabet Jökulsdóttir er ein þeirra sem mótmælt hefur virkjuninni harðlega. Hún telur framkvæmdirnar óafturkræfar. „Það verða skemmdir þarna á landi og það verða færð mörg þúsund tonn af möl upp úr Hvalárvirkjarósum þannig það verða óafturkræfar skemmdir,“ sagði Elísabet Jökulsdóttir. Birna tekur ekki í sama streng. „Allt eru þetta afturkræfar framkvæmdir þannig það sem við gerum í sumar er í rauninni bara minniháttar,“ sagði Birna. Elísabet segist vera komin með nóg af því að rödd umhverfissinna fái ekki hljómgrunn. Hyggst hún stofna umhverfisflokk á næsta mánuðinum og verður opinn fundur flokksins þann 22. ágúst. „Þetta er náttúrulega hugsað líka sem róttæk og öðruvísi hreyfing vegna þess að við erum líka orðin þreytt á þessu tungumáli að virkjunarsinnar eigi alltaf tungumálið og í hvert sinn sem við tölum um tilfinningar og að okkur þyki vænt um landið þá er alltaf hlegið að okkur. Staðreyndin er sú að við elskum þetta land,“ sagði Elísabet. Þá segir hún að það komi til greina að mótmæla framkvæmdunum. „Kannski gerum við það eða förum norður bara og leggjumst í jarðýturnar,“ sagði Elísabet. „Þeir sem hæst hafa látið í andstöðu sinni við verkefnið hafa nú lýst því yfir að þeir muni einskis láta ófreistað þannig við verðum bara að sjá hvað setur en við vonum að fólk sýni skynsemi og haldi sig réttum megin við lögin,“Svæði við Hvalárósa.Mynd/Tómas Guðbjartsson
Árneshreppur Deilur um Hvalárvirkjun Orkumál Umhverfismál Tengdar fréttir Hafna öllum kröfum um stöðvun framkvæmda við Hvalárvirkjun Eigendur jarðarinnar Drangavíkur í Árneshreppi lýsa yfir miklum vonbrigðum vegna ákvörðunarinnar. 19. júlí 2019 17:30 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Hafna öllum kröfum um stöðvun framkvæmda við Hvalárvirkjun Eigendur jarðarinnar Drangavíkur í Árneshreppi lýsa yfir miklum vonbrigðum vegna ákvörðunarinnar. 19. júlí 2019 17:30