Vill sjá Icelandair gefa flugfarþegum afslátt sem ferðast með leiguflugvélum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 20. júlí 2019 20:00 Breki Karlsson er formaður Neytendasamtakanna. SKJÁSKOT ÚR FRÉTT Neytendasamtökunum hafa borist fjölmargar kvartanir frá fólki sem keypti flug með Icelandair en fékk ekki þjónustuna sem greitt var fyrir. Framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs Icelandair segir málið afar leiðinlegt en það sprettur af vanda sem skapaðist þegar kyrrsettar voru Boeing 737 MAX vélar flugfélagsins og taka þurfti í notkun leiguvélar.Markaðssetning Icelandair hefur löngum verið á þennan veg sem sést í myndbandinu hér að ofan. Flugfélagið gefur sig út fyrir að vera flugfélag þæginda þar sem nægt fótapláss er til staðar og afþreying á borð við sjónvarp í öllum vélum. Eins og staðan er núna er raunin ekki sú í öllum flugferðum á vegum félagsins en í kjölfar kyrrsetningar Boeing MAX vélanna þurfti Icelandair að taka í notkun leiguflugvélar. „Það sem við þurftum að taka ákvörðun um var hvort við ætluðum bara einfaldlega að fella niður flugin og endurgreiða þeim farþegum sem höfðu keypt sér flug, eða eins og við auðvitað viljum, standa við skuldbindingar okkar og koma farþegum á leiðarenda,“ sagði Birna Ósk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs Icelandair. Ljóst er að leiguvélarnar bjóða ekki upp á þægindin sem markaðssetning félagsins gengur út á en Neytendasamtökunum hafa borist fjölmargar ábendingar frá neytendum sem keypt hafa flug á fullu verði en ekki fengið þægindin sem greitt var fyrir, þar sem sama verð er rukkað fyrir flugferð með flugvélum Icelandair og ferðum með leiguflugvél. „Alla vega miðað við markaðssetningu Icelandair þá hafa þeir verið að staðsetja sig á þægindaskalanum. Þegar þú kemur svo um borð í einhver flug þá ertu alls ekki að fá það sem auglýst er,“ sagði Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna. „Okkur þykir mjög leiðinlegt að geta ekki uppfyllt væntingar allra viðskiptavina og það er bara engin spurning um það. Við myndum vilja vera að afhenda vöruna nákvæmlega eins og hefur verði hingað til, en þetta er staðan og þetta er í rauninni það allra besta sem við getum gert,“ sagði Birna Ósk.Birna Ósk Einarsdóttir er framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs Icelandair.SKJÁSKOT ÚR FRÉTT„Ég myndi vilja sjá Icelandair koma til móts við flugfarþega sína og þegar þeir ná ekki að veita þá þjónustu sem þeir lofa með auglýsingum sínum eða öðru slíku, að þeir veiti þá afslátt eða komi til móts við farþegana á einhvern annan hátt,“ sagði Breki. Þó hefur verið reynt að bregðast við vandanum með því t.d. að setja dreifikerfi í leiguflugvélarnar sem farþegar geti notað í eigin snjalltækjum. Þá segir Birna að ekki hafi verið rætt um að bjóða farþegum leiguflugvéla lægra verð. „Við höfum ekki farið út í að ræða það. Nú erum við bara að ganga út frá þessu grundvallaratriði að við ætlum að koma öllum á leiðarenda og hver einasti dagur fer í að uppfylla það loforð,“ sagði Birna Ósk. Fréttir af flugi Icelandair Neytendur Mest lesið Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Innlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Erlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Fleiri fréttir Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Sjá meira
Neytendasamtökunum hafa borist fjölmargar kvartanir frá fólki sem keypti flug með Icelandair en fékk ekki þjónustuna sem greitt var fyrir. Framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs Icelandair segir málið afar leiðinlegt en það sprettur af vanda sem skapaðist þegar kyrrsettar voru Boeing 737 MAX vélar flugfélagsins og taka þurfti í notkun leiguvélar.Markaðssetning Icelandair hefur löngum verið á þennan veg sem sést í myndbandinu hér að ofan. Flugfélagið gefur sig út fyrir að vera flugfélag þæginda þar sem nægt fótapláss er til staðar og afþreying á borð við sjónvarp í öllum vélum. Eins og staðan er núna er raunin ekki sú í öllum flugferðum á vegum félagsins en í kjölfar kyrrsetningar Boeing MAX vélanna þurfti Icelandair að taka í notkun leiguflugvélar. „Það sem við þurftum að taka ákvörðun um var hvort við ætluðum bara einfaldlega að fella niður flugin og endurgreiða þeim farþegum sem höfðu keypt sér flug, eða eins og við auðvitað viljum, standa við skuldbindingar okkar og koma farþegum á leiðarenda,“ sagði Birna Ósk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs Icelandair. Ljóst er að leiguvélarnar bjóða ekki upp á þægindin sem markaðssetning félagsins gengur út á en Neytendasamtökunum hafa borist fjölmargar ábendingar frá neytendum sem keypt hafa flug á fullu verði en ekki fengið þægindin sem greitt var fyrir, þar sem sama verð er rukkað fyrir flugferð með flugvélum Icelandair og ferðum með leiguflugvél. „Alla vega miðað við markaðssetningu Icelandair þá hafa þeir verið að staðsetja sig á þægindaskalanum. Þegar þú kemur svo um borð í einhver flug þá ertu alls ekki að fá það sem auglýst er,“ sagði Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna. „Okkur þykir mjög leiðinlegt að geta ekki uppfyllt væntingar allra viðskiptavina og það er bara engin spurning um það. Við myndum vilja vera að afhenda vöruna nákvæmlega eins og hefur verði hingað til, en þetta er staðan og þetta er í rauninni það allra besta sem við getum gert,“ sagði Birna Ósk.Birna Ósk Einarsdóttir er framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs Icelandair.SKJÁSKOT ÚR FRÉTT„Ég myndi vilja sjá Icelandair koma til móts við flugfarþega sína og þegar þeir ná ekki að veita þá þjónustu sem þeir lofa með auglýsingum sínum eða öðru slíku, að þeir veiti þá afslátt eða komi til móts við farþegana á einhvern annan hátt,“ sagði Breki. Þó hefur verið reynt að bregðast við vandanum með því t.d. að setja dreifikerfi í leiguflugvélarnar sem farþegar geti notað í eigin snjalltækjum. Þá segir Birna að ekki hafi verið rætt um að bjóða farþegum leiguflugvéla lægra verð. „Við höfum ekki farið út í að ræða það. Nú erum við bara að ganga út frá þessu grundvallaratriði að við ætlum að koma öllum á leiðarenda og hver einasti dagur fer í að uppfylla það loforð,“ sagði Birna Ósk.
Fréttir af flugi Icelandair Neytendur Mest lesið Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Innlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Erlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Fleiri fréttir Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Sjá meira
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent