Segir að Vesturverk hafi heimild til að gera úrbætur á vegi sem liggur um Seljanes Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 21. júlí 2019 12:30 Birna Lárusdóttir er upplýsingafulltrúi Vesturverks. Stöð 2 Upplýsingafulltrúi Vesturverks segir að fyrir hendi sé heimild til að gera úrbætur á vegi sem liggur í gegnum Seljanes vegna fyrirhugaðra framkvæmda Hvalárvirkjunar. Vegurinn sé landvegur en um slíka vegi er fjallað um í vegalögum.Í kvöldfréttum Stöðvar2 í gær greindum við frá því að talsmaður hluta landeiganda að Seljanesi íhugi að leita réttar síns vegna fyrirhugaðra framkvæmda Hvalárvirkjunar þar sem hann segir veg, sem gera á útbætur á, liggja í gegnum einkalóð fjölskyldu hans. Upplýsingafulltrúi Vesturverks segir fyrirtækið hafa heimild til að gera úrbætur á veginum. „Samkvæmt þeim samningi sem Vesturverk hefur gert við Vegagerðina þá erum við veghaldarar á þessum vegi og höfum heimild til að framkvæma og lagfæra sex metrum sitt hvorum megin við vegstæðið og það er í rauninni bara það verkefni sem við erum að ráðast í, minni háttar lagfæringar á veginum sem fyrir er,“ sagði Birna Lárusdóttir, upplýsingafulltrúi Vesturverks. Þá hafi vegurinn verið gerður að landvegi í kring um árið 2004. „Og eftir það er lýtur hann bara sömu reglum og aðrir landvegir,“ sagði Birna. Hún segir lagfæringar á veginum minniháttar og því bragarbót á þeim vegi sem fyrir er. „Ég held að landeigendur að Seljanesi þurfi ekki að hafa áhyggjur af því að við séum að taka undir okkur neitt meira en vegurinn gerir í raun í dag. Þetta eru fyrst og fremst vegbætur. Vesturverki er auðvitað mjög í mun að fylgja öllum þeim lögum og reglum og ferlum sem gilda um framkvæmdir af þessum toga. Við höfum gert það til þessa og munum gera það áfram,“ Sagði Birna.Svæði við Hvalárósa.Mynd/Tómas Guðbjartsson Árneshreppur Deilur um Hvalárvirkjun Orkumál Umhverfismál Tengdar fréttir Íhugar að leggjast á jarðýturnar til að mótmæla fyrirhuguðum framkvæmdum Hvalárvirkjunar Öllum kröfum um stöðvun framkvæmda við virkjunina hefur verið hafnað 20. júlí 2019 12:57 Elísabetu og Hrafni hótað vegna Hvalárvirkjunnar: „Villdi að þið sistkini væruð bæði dauð“ Hrafn Jökulsson segist ekki kippa sér mikið upp við þær hótanir sem honum og Elísabetu, systur hans, hafa borist. 21. júlí 2019 10:53 Segir landeigendur íhuga að leita réttar síns vegna fyrirhugaðra framkvæmda Hvalárvirkjunar Hann segir að stór partur vegaframkvæmda, sem ráðast á í vegna Hvalárvirkjunar, sé á einkalandi fjölskyldu hans 20. júlí 2019 19:15 Hafna öllum kröfum um stöðvun framkvæmda við Hvalárvirkjun Eigendur jarðarinnar Drangavíkur í Árneshreppi lýsa yfir miklum vonbrigðum vegna ákvörðunarinnar. 19. júlí 2019 17:30 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Upplýsingafulltrúi Vesturverks segir að fyrir hendi sé heimild til að gera úrbætur á vegi sem liggur í gegnum Seljanes vegna fyrirhugaðra framkvæmda Hvalárvirkjunar. Vegurinn sé landvegur en um slíka vegi er fjallað um í vegalögum.Í kvöldfréttum Stöðvar2 í gær greindum við frá því að talsmaður hluta landeiganda að Seljanesi íhugi að leita réttar síns vegna fyrirhugaðra framkvæmda Hvalárvirkjunar þar sem hann segir veg, sem gera á útbætur á, liggja í gegnum einkalóð fjölskyldu hans. Upplýsingafulltrúi Vesturverks segir fyrirtækið hafa heimild til að gera úrbætur á veginum. „Samkvæmt þeim samningi sem Vesturverk hefur gert við Vegagerðina þá erum við veghaldarar á þessum vegi og höfum heimild til að framkvæma og lagfæra sex metrum sitt hvorum megin við vegstæðið og það er í rauninni bara það verkefni sem við erum að ráðast í, minni háttar lagfæringar á veginum sem fyrir er,“ sagði Birna Lárusdóttir, upplýsingafulltrúi Vesturverks. Þá hafi vegurinn verið gerður að landvegi í kring um árið 2004. „Og eftir það er lýtur hann bara sömu reglum og aðrir landvegir,“ sagði Birna. Hún segir lagfæringar á veginum minniháttar og því bragarbót á þeim vegi sem fyrir er. „Ég held að landeigendur að Seljanesi þurfi ekki að hafa áhyggjur af því að við séum að taka undir okkur neitt meira en vegurinn gerir í raun í dag. Þetta eru fyrst og fremst vegbætur. Vesturverki er auðvitað mjög í mun að fylgja öllum þeim lögum og reglum og ferlum sem gilda um framkvæmdir af þessum toga. Við höfum gert það til þessa og munum gera það áfram,“ Sagði Birna.Svæði við Hvalárósa.Mynd/Tómas Guðbjartsson
Árneshreppur Deilur um Hvalárvirkjun Orkumál Umhverfismál Tengdar fréttir Íhugar að leggjast á jarðýturnar til að mótmæla fyrirhuguðum framkvæmdum Hvalárvirkjunar Öllum kröfum um stöðvun framkvæmda við virkjunina hefur verið hafnað 20. júlí 2019 12:57 Elísabetu og Hrafni hótað vegna Hvalárvirkjunnar: „Villdi að þið sistkini væruð bæði dauð“ Hrafn Jökulsson segist ekki kippa sér mikið upp við þær hótanir sem honum og Elísabetu, systur hans, hafa borist. 21. júlí 2019 10:53 Segir landeigendur íhuga að leita réttar síns vegna fyrirhugaðra framkvæmda Hvalárvirkjunar Hann segir að stór partur vegaframkvæmda, sem ráðast á í vegna Hvalárvirkjunar, sé á einkalandi fjölskyldu hans 20. júlí 2019 19:15 Hafna öllum kröfum um stöðvun framkvæmda við Hvalárvirkjun Eigendur jarðarinnar Drangavíkur í Árneshreppi lýsa yfir miklum vonbrigðum vegna ákvörðunarinnar. 19. júlí 2019 17:30 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Íhugar að leggjast á jarðýturnar til að mótmæla fyrirhuguðum framkvæmdum Hvalárvirkjunar Öllum kröfum um stöðvun framkvæmda við virkjunina hefur verið hafnað 20. júlí 2019 12:57
Elísabetu og Hrafni hótað vegna Hvalárvirkjunnar: „Villdi að þið sistkini væruð bæði dauð“ Hrafn Jökulsson segist ekki kippa sér mikið upp við þær hótanir sem honum og Elísabetu, systur hans, hafa borist. 21. júlí 2019 10:53
Segir landeigendur íhuga að leita réttar síns vegna fyrirhugaðra framkvæmda Hvalárvirkjunar Hann segir að stór partur vegaframkvæmda, sem ráðast á í vegna Hvalárvirkjunar, sé á einkalandi fjölskyldu hans 20. júlí 2019 19:15
Hafna öllum kröfum um stöðvun framkvæmda við Hvalárvirkjun Eigendur jarðarinnar Drangavíkur í Árneshreppi lýsa yfir miklum vonbrigðum vegna ákvörðunarinnar. 19. júlí 2019 17:30