Skref í sjálfbærri þróun í mannvirkjagerð Ragnar Ómarsson skrifar 23. júlí 2019 08:00 Einn helsti hvatinn að mannvirkjagerð er knýjandi þörf samfélags manna til að veita athöfnum sínum skjól. Mannvirkjagerð er því í eðli sínu samfélagsleg athöfn og er því á ábyrgð okkar allra. Í samfélagi okkar treystum við því að hafa frelsi til athafna. Slíkt frelsi gerir auknar kröfur um samfélagslega ábyrgð þannig að frelsi eins skerði ekki möguleika annarra. Grænni byggð er vettvangur aðila í mannvirkjagerð til þess að axla ábyrgð á athöfnum sínum. Með aðild sinni að Grænni byggð hafa aðilar lýst því yfir að þeir séu reiðubúnir til þess að axla samfélagslega ábyrgð sína og leggja sitt af mörkum við þróun á sjálfbærari mannvirkjagerð. Þegar talað er um þróun er átt við að taka skref í áttina að einhverju markmiði, í þessu sambandi í áttina að aukinni sjálfbærni mannvirkja. Innlend stjórnvöld hafa með mannvirkjalögum sett markmið um aukna sjálfbærni fyrir umhverfi, efnahag og samfélag sem öllum er unnt að stefna að. Þessi markmið eru þau helst að stuðla að endingu og hagkvæmni mannvirkja með því að miða gerð þeirra við allan líftíma þeirra, ásamt því að lágmarka neikvæð áhrif og tryggja aðgengi fyrir alla. En markmiðssetning dugar ekki til ein og sér og ekki stoðar að bíða eftir því að hið opinbera taki af skarið. Hvert og eitt okkar þarf að gera upp sinn hug og stíga skrefin í áttina að aukinni sjálfbærni. Þannig geta eigendur mannvirkja tekið skref í áttina að þessum markmiðum með því að forgangsraða meginþáttunum þremur; umhverfi, efnahag og samfélagi og setja fram sérstakar óskir um frammistöðu hvers mannvirkis fyrir sig á líftíma þess. Veitendur fasteignalána geta stutt við slíka markmiðssetningu með því að fara fram á að hún sé til staðar við lánaumsókn. Hlutverk hönnuða og ráðgjafa er þá að velja vistvænustu lausnirnar sem falla best að markmiðum eigandans. Verktakar og birgjar geta lagt sitt af mörkum með því að leggja til sjálfbærari aðferðir og nota vistvænna byggingarefni. Loks getur notandi mannvirkis stuðlað að aukinni sjálfbærni með því að fylgja leiðbeiningum um vistvæna notkun mannvirkisins. Loftslagsvandinn sem nú steðjar að mannkyninu stafar að mestu leyti af framleiðslu og notkun á orku. Mannvirkjum er ætlaður líftími langt umfram þann tíma sem mun taka mannkynið að leysa brýnasta loftslagsvandann. Nú stefna þjóðir heims á að kolefnisjafna athafnir sínar fyrir árið 2050. Við byggjum mannvirki í dag sem við ætlum að nota næstu 100 árin eða lengur. Það er nauðsynlegt að við gefum loftslagsvandanum rækilega gaum en jafnframt þurfum við að horfa lengra fram í tímann og leggja á ráðin við mannvirkjagerð þannig að þörfum nútímans sé mætt án þess að skerða möguleika komandi kynslóða á að mæta þörfum sínum.Höfundur er byggingarfræðingur hjá Verkís hf. og stjórnarformaður Grænni byggðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Einn helsti hvatinn að mannvirkjagerð er knýjandi þörf samfélags manna til að veita athöfnum sínum skjól. Mannvirkjagerð er því í eðli sínu samfélagsleg athöfn og er því á ábyrgð okkar allra. Í samfélagi okkar treystum við því að hafa frelsi til athafna. Slíkt frelsi gerir auknar kröfur um samfélagslega ábyrgð þannig að frelsi eins skerði ekki möguleika annarra. Grænni byggð er vettvangur aðila í mannvirkjagerð til þess að axla ábyrgð á athöfnum sínum. Með aðild sinni að Grænni byggð hafa aðilar lýst því yfir að þeir séu reiðubúnir til þess að axla samfélagslega ábyrgð sína og leggja sitt af mörkum við þróun á sjálfbærari mannvirkjagerð. Þegar talað er um þróun er átt við að taka skref í áttina að einhverju markmiði, í þessu sambandi í áttina að aukinni sjálfbærni mannvirkja. Innlend stjórnvöld hafa með mannvirkjalögum sett markmið um aukna sjálfbærni fyrir umhverfi, efnahag og samfélag sem öllum er unnt að stefna að. Þessi markmið eru þau helst að stuðla að endingu og hagkvæmni mannvirkja með því að miða gerð þeirra við allan líftíma þeirra, ásamt því að lágmarka neikvæð áhrif og tryggja aðgengi fyrir alla. En markmiðssetning dugar ekki til ein og sér og ekki stoðar að bíða eftir því að hið opinbera taki af skarið. Hvert og eitt okkar þarf að gera upp sinn hug og stíga skrefin í áttina að aukinni sjálfbærni. Þannig geta eigendur mannvirkja tekið skref í áttina að þessum markmiðum með því að forgangsraða meginþáttunum þremur; umhverfi, efnahag og samfélagi og setja fram sérstakar óskir um frammistöðu hvers mannvirkis fyrir sig á líftíma þess. Veitendur fasteignalána geta stutt við slíka markmiðssetningu með því að fara fram á að hún sé til staðar við lánaumsókn. Hlutverk hönnuða og ráðgjafa er þá að velja vistvænustu lausnirnar sem falla best að markmiðum eigandans. Verktakar og birgjar geta lagt sitt af mörkum með því að leggja til sjálfbærari aðferðir og nota vistvænna byggingarefni. Loks getur notandi mannvirkis stuðlað að aukinni sjálfbærni með því að fylgja leiðbeiningum um vistvæna notkun mannvirkisins. Loftslagsvandinn sem nú steðjar að mannkyninu stafar að mestu leyti af framleiðslu og notkun á orku. Mannvirkjum er ætlaður líftími langt umfram þann tíma sem mun taka mannkynið að leysa brýnasta loftslagsvandann. Nú stefna þjóðir heims á að kolefnisjafna athafnir sínar fyrir árið 2050. Við byggjum mannvirki í dag sem við ætlum að nota næstu 100 árin eða lengur. Það er nauðsynlegt að við gefum loftslagsvandanum rækilega gaum en jafnframt þurfum við að horfa lengra fram í tímann og leggja á ráðin við mannvirkjagerð þannig að þörfum nútímans sé mætt án þess að skerða möguleika komandi kynslóða á að mæta þörfum sínum.Höfundur er byggingarfræðingur hjá Verkís hf. og stjórnarformaður Grænni byggðar.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun