Skref í sjálfbærri þróun í mannvirkjagerð Ragnar Ómarsson skrifar 23. júlí 2019 08:00 Einn helsti hvatinn að mannvirkjagerð er knýjandi þörf samfélags manna til að veita athöfnum sínum skjól. Mannvirkjagerð er því í eðli sínu samfélagsleg athöfn og er því á ábyrgð okkar allra. Í samfélagi okkar treystum við því að hafa frelsi til athafna. Slíkt frelsi gerir auknar kröfur um samfélagslega ábyrgð þannig að frelsi eins skerði ekki möguleika annarra. Grænni byggð er vettvangur aðila í mannvirkjagerð til þess að axla ábyrgð á athöfnum sínum. Með aðild sinni að Grænni byggð hafa aðilar lýst því yfir að þeir séu reiðubúnir til þess að axla samfélagslega ábyrgð sína og leggja sitt af mörkum við þróun á sjálfbærari mannvirkjagerð. Þegar talað er um þróun er átt við að taka skref í áttina að einhverju markmiði, í þessu sambandi í áttina að aukinni sjálfbærni mannvirkja. Innlend stjórnvöld hafa með mannvirkjalögum sett markmið um aukna sjálfbærni fyrir umhverfi, efnahag og samfélag sem öllum er unnt að stefna að. Þessi markmið eru þau helst að stuðla að endingu og hagkvæmni mannvirkja með því að miða gerð þeirra við allan líftíma þeirra, ásamt því að lágmarka neikvæð áhrif og tryggja aðgengi fyrir alla. En markmiðssetning dugar ekki til ein og sér og ekki stoðar að bíða eftir því að hið opinbera taki af skarið. Hvert og eitt okkar þarf að gera upp sinn hug og stíga skrefin í áttina að aukinni sjálfbærni. Þannig geta eigendur mannvirkja tekið skref í áttina að þessum markmiðum með því að forgangsraða meginþáttunum þremur; umhverfi, efnahag og samfélagi og setja fram sérstakar óskir um frammistöðu hvers mannvirkis fyrir sig á líftíma þess. Veitendur fasteignalána geta stutt við slíka markmiðssetningu með því að fara fram á að hún sé til staðar við lánaumsókn. Hlutverk hönnuða og ráðgjafa er þá að velja vistvænustu lausnirnar sem falla best að markmiðum eigandans. Verktakar og birgjar geta lagt sitt af mörkum með því að leggja til sjálfbærari aðferðir og nota vistvænna byggingarefni. Loks getur notandi mannvirkis stuðlað að aukinni sjálfbærni með því að fylgja leiðbeiningum um vistvæna notkun mannvirkisins. Loftslagsvandinn sem nú steðjar að mannkyninu stafar að mestu leyti af framleiðslu og notkun á orku. Mannvirkjum er ætlaður líftími langt umfram þann tíma sem mun taka mannkynið að leysa brýnasta loftslagsvandann. Nú stefna þjóðir heims á að kolefnisjafna athafnir sínar fyrir árið 2050. Við byggjum mannvirki í dag sem við ætlum að nota næstu 100 árin eða lengur. Það er nauðsynlegt að við gefum loftslagsvandanum rækilega gaum en jafnframt þurfum við að horfa lengra fram í tímann og leggja á ráðin við mannvirkjagerð þannig að þörfum nútímans sé mætt án þess að skerða möguleika komandi kynslóða á að mæta þörfum sínum.Höfundur er byggingarfræðingur hjá Verkís hf. og stjórnarformaður Grænni byggðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Skoðun Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Einn helsti hvatinn að mannvirkjagerð er knýjandi þörf samfélags manna til að veita athöfnum sínum skjól. Mannvirkjagerð er því í eðli sínu samfélagsleg athöfn og er því á ábyrgð okkar allra. Í samfélagi okkar treystum við því að hafa frelsi til athafna. Slíkt frelsi gerir auknar kröfur um samfélagslega ábyrgð þannig að frelsi eins skerði ekki möguleika annarra. Grænni byggð er vettvangur aðila í mannvirkjagerð til þess að axla ábyrgð á athöfnum sínum. Með aðild sinni að Grænni byggð hafa aðilar lýst því yfir að þeir séu reiðubúnir til þess að axla samfélagslega ábyrgð sína og leggja sitt af mörkum við þróun á sjálfbærari mannvirkjagerð. Þegar talað er um þróun er átt við að taka skref í áttina að einhverju markmiði, í þessu sambandi í áttina að aukinni sjálfbærni mannvirkja. Innlend stjórnvöld hafa með mannvirkjalögum sett markmið um aukna sjálfbærni fyrir umhverfi, efnahag og samfélag sem öllum er unnt að stefna að. Þessi markmið eru þau helst að stuðla að endingu og hagkvæmni mannvirkja með því að miða gerð þeirra við allan líftíma þeirra, ásamt því að lágmarka neikvæð áhrif og tryggja aðgengi fyrir alla. En markmiðssetning dugar ekki til ein og sér og ekki stoðar að bíða eftir því að hið opinbera taki af skarið. Hvert og eitt okkar þarf að gera upp sinn hug og stíga skrefin í áttina að aukinni sjálfbærni. Þannig geta eigendur mannvirkja tekið skref í áttina að þessum markmiðum með því að forgangsraða meginþáttunum þremur; umhverfi, efnahag og samfélagi og setja fram sérstakar óskir um frammistöðu hvers mannvirkis fyrir sig á líftíma þess. Veitendur fasteignalána geta stutt við slíka markmiðssetningu með því að fara fram á að hún sé til staðar við lánaumsókn. Hlutverk hönnuða og ráðgjafa er þá að velja vistvænustu lausnirnar sem falla best að markmiðum eigandans. Verktakar og birgjar geta lagt sitt af mörkum með því að leggja til sjálfbærari aðferðir og nota vistvænna byggingarefni. Loks getur notandi mannvirkis stuðlað að aukinni sjálfbærni með því að fylgja leiðbeiningum um vistvæna notkun mannvirkisins. Loftslagsvandinn sem nú steðjar að mannkyninu stafar að mestu leyti af framleiðslu og notkun á orku. Mannvirkjum er ætlaður líftími langt umfram þann tíma sem mun taka mannkynið að leysa brýnasta loftslagsvandann. Nú stefna þjóðir heims á að kolefnisjafna athafnir sínar fyrir árið 2050. Við byggjum mannvirki í dag sem við ætlum að nota næstu 100 árin eða lengur. Það er nauðsynlegt að við gefum loftslagsvandanum rækilega gaum en jafnframt þurfum við að horfa lengra fram í tímann og leggja á ráðin við mannvirkjagerð þannig að þörfum nútímans sé mætt án þess að skerða möguleika komandi kynslóða á að mæta þörfum sínum.Höfundur er byggingarfræðingur hjá Verkís hf. og stjórnarformaður Grænni byggðar.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun