Froskar í suðupotti! Elliði Vignisson skrifar 24. júlí 2019 08:00 Dæmisagan um hvernig best sé að sjóða frosk lifandi er á þann veg að það sé röng leið að setja hann beint í sjóðandi vatn. Þá skynji hann hættuna og hoppi upp úr. Sé hann hins vegar settur í volgt vatn og hitastig þess svo hækkað hægt og rólega upp í suðumark, þá liggi hann rólegur allt þar til að hann er í senn dauður og mauksoðinn. Stundum velti ég því fyrir mér hvort aðildin að EES-samningnum sé í raun hið ylvolga vatn sem endar við suðumark aðildar að ESB. Sá hluti EES-samningsins sem snýr að aðlögun að ESB er að verða meira áberandi eftir því sem tímanum fram vindur. Geta þingmanna til að stjórna í sínu landi sé að verða frekar táknræn en raunveruleg. Alþingi sé stimpilstofnun á tilskipanir. Þetta sést ekki hvað síst í umræðu um hinn blessaða Orkupakka 3. Þar, og víðar, birtist það sem ætíð lá í augum uppi, að EES-samningurinn er hreinlega undirbúningur að inngöngu í ESB. Hugsaður þannig af ESB, hannaður þannig af sambandinu og undirritaður af fulltrúum okkar. Um þetta þarf í raun ekki að efast. Á vefsíðu ESB segir að samningurinn sé: „…?hannaður sem eins konar biðstofa fyrir hlutlaus EFTA-ríki“ („Designed as a sort of waiting-room for the neutral EFTA states?…“). ESB skilgreinir samninginn enda ekki sem viðskiptasamning heldur „association agreement“. Eðlileg þýðing á því orði væri „sambandssamningur“ en utanríkisráðuneytið þýðir það af einhverjum ástæðum sem „samstarfssamning“. Það er auðvelt að bera virðingu fyrir afstöðu þeirra sem ganga vilja í ESB. Fyrir því eru mörg sterk rök. Það er ekki síður auðvelt að virða gagnstæða afstöðu enda liggja ekki síður sterk rök þar að baki. Það sem ekki er hægt að þola er hins vegar að storma þjóðinni í fang yfirþjóðlegs valds á fölskum forsendum. Íslendingar eru ekki froskar í suðupotti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þriðji orkupakkinn Elliði Vignisson Mest lesið Halldór 01.02.2025 Halldór Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason Skoðun Kennarar verða að slá af launkröfum svo hægt sé að semja við þá! Ragnheiður Stephensen Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Mun seðlabankastjóri standa við orð sín Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Þegar réttarkerfið bregst – hvað kostar það börnin? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Skoðun 97 ár í sjálfboðaliðastarfi Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Borgið til baka! Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dropinn holar steinhjörtun. Um sterkar konur og mannabrag Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Spörum með betri opinberum innkaupum Guðmundur R. Sigtryggsson skrifar Skoðun Hvers vegna Evrópusinni? Einar Helgason skrifar Skoðun Það gera allir mistök Árný Björg Blandon skrifar Sjá meira
Dæmisagan um hvernig best sé að sjóða frosk lifandi er á þann veg að það sé röng leið að setja hann beint í sjóðandi vatn. Þá skynji hann hættuna og hoppi upp úr. Sé hann hins vegar settur í volgt vatn og hitastig þess svo hækkað hægt og rólega upp í suðumark, þá liggi hann rólegur allt þar til að hann er í senn dauður og mauksoðinn. Stundum velti ég því fyrir mér hvort aðildin að EES-samningnum sé í raun hið ylvolga vatn sem endar við suðumark aðildar að ESB. Sá hluti EES-samningsins sem snýr að aðlögun að ESB er að verða meira áberandi eftir því sem tímanum fram vindur. Geta þingmanna til að stjórna í sínu landi sé að verða frekar táknræn en raunveruleg. Alþingi sé stimpilstofnun á tilskipanir. Þetta sést ekki hvað síst í umræðu um hinn blessaða Orkupakka 3. Þar, og víðar, birtist það sem ætíð lá í augum uppi, að EES-samningurinn er hreinlega undirbúningur að inngöngu í ESB. Hugsaður þannig af ESB, hannaður þannig af sambandinu og undirritaður af fulltrúum okkar. Um þetta þarf í raun ekki að efast. Á vefsíðu ESB segir að samningurinn sé: „…?hannaður sem eins konar biðstofa fyrir hlutlaus EFTA-ríki“ („Designed as a sort of waiting-room for the neutral EFTA states?…“). ESB skilgreinir samninginn enda ekki sem viðskiptasamning heldur „association agreement“. Eðlileg þýðing á því orði væri „sambandssamningur“ en utanríkisráðuneytið þýðir það af einhverjum ástæðum sem „samstarfssamning“. Það er auðvelt að bera virðingu fyrir afstöðu þeirra sem ganga vilja í ESB. Fyrir því eru mörg sterk rök. Það er ekki síður auðvelt að virða gagnstæða afstöðu enda liggja ekki síður sterk rök þar að baki. Það sem ekki er hægt að þola er hins vegar að storma þjóðinni í fang yfirþjóðlegs valds á fölskum forsendum. Íslendingar eru ekki froskar í suðupotti.
Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun
Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen Skoðun
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun
Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen Skoðun