Búist við afsögn ríkisstjórans í skugga „Ricky-Leaks“ hneykslisins: „Einhver þyrfti að berja þessa hóru“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 24. júlí 2019 10:45 Ricardo Rosselló, ríkisstjóri Púertó Ríkó, hafði í frammi fjandsamleg ummæli í garð minnihlutahópa en neitar opinberlega að segja af sér. Heimildir fréttastofu CNN herma þó að hann hyggist gera það síðdegis. Vísir/ap Hitnað hefur undir Ricardo Rosselló, ríkisstjóra Púertó Ríkó, en heimildir fréttastofu CNN herma að Rosselló muni að öllum líkindum segja af sér síðdegis. Talið er að Wanda Vazquez, dómsmálaráðherra, muni taka við af Rosselló. Þúsundir eyjaskeggja hafa á hverjum degi í meira en viku mótmælt á götum San Juan, höfuðborgar Púertó Ríkó og krafist afsagnar Rossellós eftir að hann og nánir samstarfsmenn hans urðu uppvísir af fjandsamlegum ummælum í garð minnihlutahópa þegar spjallþræði sem telur hundruð blaðsíðna var lekið á fjölmiðli sem ástundar rannsóknarblaðamennsku. Í fjölmiðlum ytra er talað um lekann sem „Ricky-Leaks“ en með honum voru valdamenn í innsta hring afhjúpaðir. Róselló og aðrir hátt settir aðilar í Púertó Ríkó höfðu í frammi kvenfjandsamlegt tal og hæddust að fötluðum, hinsegin fólki, fólki í ofþyngd og fórnarlömbum fellibylsins Maríu. Mótmælendur ætla ekki að linna látum fyrr en ríkisstjórinn segir af sér.Sjá nánar: Þúsundir kröfðust afsagnar ríkisstjóraLjósmyndin er tekin af mótmælendum á götunni Las Americas í San Juan, höfuðborg Púertó Ríkó. Mótmælendur linna ekki látum fyrr en ríkisstjórinn segir af sér.Vísir/apStarfsmannastjóri tekur pokann sinn Þrýstingur frá almenningi hefur aukist til muna eftir að Ricardo Llerandi Cruz, starfsmannastjóri, ríkisstjórnarinnar ákvað að segja af sér í gær. „Síðastliðnir dagar hafa reynst öllum ótrúlega erfiðir. Á þessum sögulegu tímum þarf ég að huga að velferð fjölskyldunnar minnar. Ég, sem einstaklingur, get þolað hótanir en ég mun aldrei leyfa þeim að ná til fjölskyldunnar minnar,“ sagði Cruz þegar hann tilkynnti um afsögn sína í gær. Hann mun láta af störfum frá og með 31. júlí. Í myndbandi sem Rosselló birti á sunnudag sagðist hann hafa gert mistök. Hann vildi aftur á móti ekki taka pokann sinn og sagðist vilja reyna að ávinna sér traust eyjaskeggja. Rosselló fullyrti að hann myndi ekki bjóða sig fram til ríkisstjóra í kosningunum sem fara fram á næsta ári. Ríkisstjórinn: „Einhver þyrfti að berja þessa hóru“ Á meðal þess sem kom fram í skeytasendingum, sem fóru fram á vinnutíma, var að Rosselló sagðist feginn ef Carmen Yulí Cruz, borgarstjóri San Juan, og yfirlýstur andstæðingur hans, yrði skotinn og að það væri greinilegt að hún væri hætt að taka lyfin sín. Þá gerði hann grín að kynhneigð söngvarans Ricky Martin og sagði að hann væri svo mikil karlremba að hann þyrfti að sænga hjá körlum. Þá sagði Rosselló að einhver þyrfti að „berja þessa hóru“ um Melissu Mark-Viverito, fyrrverandi forseta borgarráðs New York-borgar. Bandaríkin Púertó Ríkó Tengdar fréttir Þúsundir kröfðust afsagnar ríkisstjóra eftir „Ricky-Leaks“ hneykslið Valdamenn í Púertó Ríkó voru afhjúpaðir þegar spjallþræði var lekið út. Þeir höfðu í frammi meiðandi ummæli um minnihlutahópa. 18. júlí 2019 11:12 Fjöldamótmæli á Púertó Ríkó Þúsundir flykktust út á götur Púertó Ríkó í gær til þess að mótmæla Ricardo Roselló ríkisstjóra og krefjast afsagnar hans. 23. júlí 2019 10:00 Segir Trump hafa notið rasískra hrópa stuðningsmanna sinna Ein þingkvennanna sem var skotmark rasískra ummæla Bandaríkjaforseta segir að stefna hans snúist um kynþátt og rasisma. 21. júlí 2019 11:41 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Sjá meira
Hitnað hefur undir Ricardo Rosselló, ríkisstjóra Púertó Ríkó, en heimildir fréttastofu CNN herma að Rosselló muni að öllum líkindum segja af sér síðdegis. Talið er að Wanda Vazquez, dómsmálaráðherra, muni taka við af Rosselló. Þúsundir eyjaskeggja hafa á hverjum degi í meira en viku mótmælt á götum San Juan, höfuðborgar Púertó Ríkó og krafist afsagnar Rossellós eftir að hann og nánir samstarfsmenn hans urðu uppvísir af fjandsamlegum ummælum í garð minnihlutahópa þegar spjallþræði sem telur hundruð blaðsíðna var lekið á fjölmiðli sem ástundar rannsóknarblaðamennsku. Í fjölmiðlum ytra er talað um lekann sem „Ricky-Leaks“ en með honum voru valdamenn í innsta hring afhjúpaðir. Róselló og aðrir hátt settir aðilar í Púertó Ríkó höfðu í frammi kvenfjandsamlegt tal og hæddust að fötluðum, hinsegin fólki, fólki í ofþyngd og fórnarlömbum fellibylsins Maríu. Mótmælendur ætla ekki að linna látum fyrr en ríkisstjórinn segir af sér.Sjá nánar: Þúsundir kröfðust afsagnar ríkisstjóraLjósmyndin er tekin af mótmælendum á götunni Las Americas í San Juan, höfuðborg Púertó Ríkó. Mótmælendur linna ekki látum fyrr en ríkisstjórinn segir af sér.Vísir/apStarfsmannastjóri tekur pokann sinn Þrýstingur frá almenningi hefur aukist til muna eftir að Ricardo Llerandi Cruz, starfsmannastjóri, ríkisstjórnarinnar ákvað að segja af sér í gær. „Síðastliðnir dagar hafa reynst öllum ótrúlega erfiðir. Á þessum sögulegu tímum þarf ég að huga að velferð fjölskyldunnar minnar. Ég, sem einstaklingur, get þolað hótanir en ég mun aldrei leyfa þeim að ná til fjölskyldunnar minnar,“ sagði Cruz þegar hann tilkynnti um afsögn sína í gær. Hann mun láta af störfum frá og með 31. júlí. Í myndbandi sem Rosselló birti á sunnudag sagðist hann hafa gert mistök. Hann vildi aftur á móti ekki taka pokann sinn og sagðist vilja reyna að ávinna sér traust eyjaskeggja. Rosselló fullyrti að hann myndi ekki bjóða sig fram til ríkisstjóra í kosningunum sem fara fram á næsta ári. Ríkisstjórinn: „Einhver þyrfti að berja þessa hóru“ Á meðal þess sem kom fram í skeytasendingum, sem fóru fram á vinnutíma, var að Rosselló sagðist feginn ef Carmen Yulí Cruz, borgarstjóri San Juan, og yfirlýstur andstæðingur hans, yrði skotinn og að það væri greinilegt að hún væri hætt að taka lyfin sín. Þá gerði hann grín að kynhneigð söngvarans Ricky Martin og sagði að hann væri svo mikil karlremba að hann þyrfti að sænga hjá körlum. Þá sagði Rosselló að einhver þyrfti að „berja þessa hóru“ um Melissu Mark-Viverito, fyrrverandi forseta borgarráðs New York-borgar.
Bandaríkin Púertó Ríkó Tengdar fréttir Þúsundir kröfðust afsagnar ríkisstjóra eftir „Ricky-Leaks“ hneykslið Valdamenn í Púertó Ríkó voru afhjúpaðir þegar spjallþræði var lekið út. Þeir höfðu í frammi meiðandi ummæli um minnihlutahópa. 18. júlí 2019 11:12 Fjöldamótmæli á Púertó Ríkó Þúsundir flykktust út á götur Púertó Ríkó í gær til þess að mótmæla Ricardo Roselló ríkisstjóra og krefjast afsagnar hans. 23. júlí 2019 10:00 Segir Trump hafa notið rasískra hrópa stuðningsmanna sinna Ein þingkvennanna sem var skotmark rasískra ummæla Bandaríkjaforseta segir að stefna hans snúist um kynþátt og rasisma. 21. júlí 2019 11:41 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Sjá meira
Þúsundir kröfðust afsagnar ríkisstjóra eftir „Ricky-Leaks“ hneykslið Valdamenn í Púertó Ríkó voru afhjúpaðir þegar spjallþræði var lekið út. Þeir höfðu í frammi meiðandi ummæli um minnihlutahópa. 18. júlí 2019 11:12
Fjöldamótmæli á Púertó Ríkó Þúsundir flykktust út á götur Púertó Ríkó í gær til þess að mótmæla Ricardo Roselló ríkisstjóra og krefjast afsagnar hans. 23. júlí 2019 10:00
Segir Trump hafa notið rasískra hrópa stuðningsmanna sinna Ein þingkvennanna sem var skotmark rasískra ummæla Bandaríkjaforseta segir að stefna hans snúist um kynþátt og rasisma. 21. júlí 2019 11:41
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent