VR stefnir Fjármálaeftirlitinu Eiður Þór Árnason skrifar 26. júlí 2019 16:03 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður Verslunarmannafélags Reykjavíkur. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Stjórn VR hefur samþykkt að stefna Fjármálaeftirlitinu og afhenti VR Héraðsdómi Reykjavíkur stefnuna í dag þar sem óskað var eftir flýtimeðferð. Mbl.is greindi fyrst frá. Stjórn félagsins samþykkti að stefna Fjármálaeftirlitinu fyrir að viðurkenna ekki lögmæti ákvörðunar fulltrúaráðs VR um afturköllun umboðs stjórnarmanna í Lífeyrissjóði verzlunarmanna. Í samtali við Vísi sagði Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, að tekin hafi verið ákvörðun um að fara þessa leið til að fá ákvörðun FME frá þriðja júlí ógilta. Ragnar segir félagið vera óánægt með vinnubrögð stofnunarinnar og segir þau hafa verið „fyrir neðan allar hellur.“ Ragnar segir það einnig liggja fyrir að FME hafi brotið gegn málsmeðferðarreglum stjórnsýsluréttar með ákvörðun sinni, og byggir stefnan í grunninn á því. Einnig vill hann meina að niðurstaða FME í málinu hafi verið efnislega röng. „Allt málið og málatilbúnaðurinn er með þeim hætti að við teljum ekki annað stætt heldur en að fara í mál.“ „Samkvæmt úrskurði FME þá hefði verið nóg fyrir okkur í sjálfu sér að boða stjórnarfund og taka sömu ákvörðun bara aftur, en það er ekki hægt að líta fram hjá þessum vinnubrögðum sem eru bara ekki boðleg fyrir stofnun eins og FME að stunda, þar sem við í sjálfu sér erum ekki skilgreindir sem málsaðilar þar sem við erum ekki lögaðilar. Við hljótum að vera málsaðilar vegna þess að málið hefði aldrei komið upp nema fyrir ákvörðun okkar í stjórninni.“ Einnig sakar Ragnar FME um að hafa ekki gætt jafnræðis í málinu sem um ræðir þar sem stofnunin hafi ekki beitt slíkri íhlutun áður. Fregnir þess efnis að VR væri búið að birta Héraðsdómi stefnu sína höfðu ekki borist Unni Gunnarsdóttur, forstjóra Fjármálaeftirlitsins, síðdegis í dag. Hún gat ekki tjáð sig um málið að svo stöddu. Dómsmál Tengdar fréttir VR afturkallar umboð stjórnarmanna félagsins í Lífeyrissjóði verzlunarmanna Fulltrúaráð VR samþykkti í kvöld að afturkalla umboð stjórnarmanna VR í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna. Tillaga um nýja stjórnarmenn til bráðabirgða var samþykkt. 20. júní 2019 21:15 Segja aðgerðir VR vega að sjálfstæði stjórnar og góðum stjórnunarháttum Fjármálaeftirlitið hefur sent frá sér álit til stjórnar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna. Þar kemur fram að Fjármálaeftirlitið líti svo á að stjórn lífeyrissjóðsins sitji enn þrátt fyrir tilraunir fulltrúaráðs VR til að afturkalla umboð þeirra fjögurra stjórnarmanna sem félagið tilnefnir í stjórn. 3. júlí 2019 22:07 FME sagði Ólaf enn formann LIVE Guðrún Hafsteinsdóttir, varaformaður stjórnar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna, segist telja að Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hafi beðið eftir að fá tækifæri til að reka fulltrúa VR í stjórn lífeyrissjóðsins því hann hafði e 22. júní 2019 08:00 Tekist á um réttmæti ákvörðunar VR Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að fulltrúaráð félagsins í Lífeyrissjóði verzlunarmanna hafi verið í fullum rétti í að afturkalla umboð stjórnarmanna félagsins í lífeyrissjóðnum. Þorsteinn Víglundsson, varaformaður Viðreisnar, segir að VR sé með ákvörðuninni að stunda pólitík og það sé óeðlilegt að verið sé að beina fyrirmælum til stjórnarmanna um hvernig reka eigi lífeyrissjóðinn. 23. júní 2019 12:00 Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Sjá meira
Stjórn VR hefur samþykkt að stefna Fjármálaeftirlitinu og afhenti VR Héraðsdómi Reykjavíkur stefnuna í dag þar sem óskað var eftir flýtimeðferð. Mbl.is greindi fyrst frá. Stjórn félagsins samþykkti að stefna Fjármálaeftirlitinu fyrir að viðurkenna ekki lögmæti ákvörðunar fulltrúaráðs VR um afturköllun umboðs stjórnarmanna í Lífeyrissjóði verzlunarmanna. Í samtali við Vísi sagði Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, að tekin hafi verið ákvörðun um að fara þessa leið til að fá ákvörðun FME frá þriðja júlí ógilta. Ragnar segir félagið vera óánægt með vinnubrögð stofnunarinnar og segir þau hafa verið „fyrir neðan allar hellur.“ Ragnar segir það einnig liggja fyrir að FME hafi brotið gegn málsmeðferðarreglum stjórnsýsluréttar með ákvörðun sinni, og byggir stefnan í grunninn á því. Einnig vill hann meina að niðurstaða FME í málinu hafi verið efnislega röng. „Allt málið og málatilbúnaðurinn er með þeim hætti að við teljum ekki annað stætt heldur en að fara í mál.“ „Samkvæmt úrskurði FME þá hefði verið nóg fyrir okkur í sjálfu sér að boða stjórnarfund og taka sömu ákvörðun bara aftur, en það er ekki hægt að líta fram hjá þessum vinnubrögðum sem eru bara ekki boðleg fyrir stofnun eins og FME að stunda, þar sem við í sjálfu sér erum ekki skilgreindir sem málsaðilar þar sem við erum ekki lögaðilar. Við hljótum að vera málsaðilar vegna þess að málið hefði aldrei komið upp nema fyrir ákvörðun okkar í stjórninni.“ Einnig sakar Ragnar FME um að hafa ekki gætt jafnræðis í málinu sem um ræðir þar sem stofnunin hafi ekki beitt slíkri íhlutun áður. Fregnir þess efnis að VR væri búið að birta Héraðsdómi stefnu sína höfðu ekki borist Unni Gunnarsdóttur, forstjóra Fjármálaeftirlitsins, síðdegis í dag. Hún gat ekki tjáð sig um málið að svo stöddu.
Dómsmál Tengdar fréttir VR afturkallar umboð stjórnarmanna félagsins í Lífeyrissjóði verzlunarmanna Fulltrúaráð VR samþykkti í kvöld að afturkalla umboð stjórnarmanna VR í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna. Tillaga um nýja stjórnarmenn til bráðabirgða var samþykkt. 20. júní 2019 21:15 Segja aðgerðir VR vega að sjálfstæði stjórnar og góðum stjórnunarháttum Fjármálaeftirlitið hefur sent frá sér álit til stjórnar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna. Þar kemur fram að Fjármálaeftirlitið líti svo á að stjórn lífeyrissjóðsins sitji enn þrátt fyrir tilraunir fulltrúaráðs VR til að afturkalla umboð þeirra fjögurra stjórnarmanna sem félagið tilnefnir í stjórn. 3. júlí 2019 22:07 FME sagði Ólaf enn formann LIVE Guðrún Hafsteinsdóttir, varaformaður stjórnar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna, segist telja að Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hafi beðið eftir að fá tækifæri til að reka fulltrúa VR í stjórn lífeyrissjóðsins því hann hafði e 22. júní 2019 08:00 Tekist á um réttmæti ákvörðunar VR Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að fulltrúaráð félagsins í Lífeyrissjóði verzlunarmanna hafi verið í fullum rétti í að afturkalla umboð stjórnarmanna félagsins í lífeyrissjóðnum. Þorsteinn Víglundsson, varaformaður Viðreisnar, segir að VR sé með ákvörðuninni að stunda pólitík og það sé óeðlilegt að verið sé að beina fyrirmælum til stjórnarmanna um hvernig reka eigi lífeyrissjóðinn. 23. júní 2019 12:00 Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Sjá meira
VR afturkallar umboð stjórnarmanna félagsins í Lífeyrissjóði verzlunarmanna Fulltrúaráð VR samþykkti í kvöld að afturkalla umboð stjórnarmanna VR í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna. Tillaga um nýja stjórnarmenn til bráðabirgða var samþykkt. 20. júní 2019 21:15
Segja aðgerðir VR vega að sjálfstæði stjórnar og góðum stjórnunarháttum Fjármálaeftirlitið hefur sent frá sér álit til stjórnar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna. Þar kemur fram að Fjármálaeftirlitið líti svo á að stjórn lífeyrissjóðsins sitji enn þrátt fyrir tilraunir fulltrúaráðs VR til að afturkalla umboð þeirra fjögurra stjórnarmanna sem félagið tilnefnir í stjórn. 3. júlí 2019 22:07
FME sagði Ólaf enn formann LIVE Guðrún Hafsteinsdóttir, varaformaður stjórnar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna, segist telja að Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hafi beðið eftir að fá tækifæri til að reka fulltrúa VR í stjórn lífeyrissjóðsins því hann hafði e 22. júní 2019 08:00
Tekist á um réttmæti ákvörðunar VR Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að fulltrúaráð félagsins í Lífeyrissjóði verzlunarmanna hafi verið í fullum rétti í að afturkalla umboð stjórnarmanna félagsins í lífeyrissjóðnum. Þorsteinn Víglundsson, varaformaður Viðreisnar, segir að VR sé með ákvörðuninni að stunda pólitík og það sé óeðlilegt að verið sé að beina fyrirmælum til stjórnarmanna um hvernig reka eigi lífeyrissjóðinn. 23. júní 2019 12:00