Lögregla beitti táragasi þegar líkamsárásum og afskiptaleysi lögreglu var mótmælt Eiður Þór Árnason skrifar 27. júlí 2019 11:50 Mótmælendur hafa meðal annars krafist óháðrar rannsóknar á aðgerðum lögreglumanna við upphaf mótmælahrinunnar. Vísir/AP Lögreglan í Hong Kong beitti táragasi á mótmælendur í Yuen Long hverfinu þar sem óleyfileg mótmæli fóru fram í dag. Mótmælendur komu saman til að fordæma árásir grímuklæddra árásarmanna á mótmælendur á lestarstöð í síðustu viku og afskiptaleysi lögreglu. Mótmælendur hafa sakað lögreglu um að bregðast seint og illa við árásunum en hún kom ekki á svæðið fyrr en eftir að árásarmennirnir höfðu forðað sér. Sumir mótmælendur saka jafnvel lögregluna um að leggja á ráðin með árásarmönnunum. Hún hefur neitað öllum slíkum ásökunum. Árásirnar í síðustu viku áttu sér stað á lestarstöð í umræddu Yuen Long hverfi og sóttu mótmælendur í kjölfar þeirra um leyfi fyrir fjöldafundi í hverfinu. Það leyfi fékkst þó ekki og eru mótmælin þar því haldin í trássi við tilmæli lögreglu. Fátítt er að ekki fáist leyfi fyrir slíkum samkomum í Hong Kong en lögregla sagðist telja hættu á því að ofbeldisátök myndu brjótast þar út. Þrátt fyrir bann lögreglu komu nokkur þúsund mótmælendur saman á svæðinu og kölluðu slagorð beint gegn lögreglunni. Fjöldamótmæli hafa farið fram í Hong Kong frá því um miðjan júní. Upphaflega var blásið til mótmælanna vegna framsalsfrumvarps, sem hefði leyft framsal til Kína. Eftir að stjórnvöld í Hong Kong létu undan þrýstingi og drógu frumvarpið til baka hafa mótmælendur krafist lýðræðisumbóta, rannsóknar á lögregluofbeldi og afsagnar Carrie Lam, æðsta leiðtoga Hong Kong. Hong Kong Tengdar fréttir Mikill viðbúnaður vegna áframhaldandi mótmæla í Hong Kong Meiri spenna er fyrir mótmælin nú um helgina en oft áður eftir að mikið magn sprengiefna fannst í vöruhúsi á föstudag. 21. júlí 2019 09:36 Myndbönd af grímuklæddum árásarmönnum vekja óhug í Hong Kong Að minnsta kosti 45 eru særðir, þar af einn lífshættulega, eftir að hvítklæddir menn með grímur fyrir vitum sér réðust á mótmælendur á lestarstöð í Hong Kong seint á sunnudagskvöld. 22. júlí 2019 07:49 Mótmælendur í Hong Kong ætla að bjóða árásarmönnum byrginn Mótmælendur í Hong Kong hafa heitið því að bjóða ódæðismönnunum sem réðust á þá um helgina byrginn. Reiði gagnvart lögreglunni og yfirvöldum hefur farið vaxandi. 23. júlí 2019 18:29 Lögreglan beitir mótmælendur táragasi í Hong Kong Óeirðalögregla í Hong Kong hefur notað táragas og skotið gúmmíkúlum á mótmælendur á mótmælum í dag. Mótmælendur krefjast aukins lýðræðis í sjálfsstjórnarhéraðinu. 21. júlí 2019 16:22 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Sjá meira
Lögreglan í Hong Kong beitti táragasi á mótmælendur í Yuen Long hverfinu þar sem óleyfileg mótmæli fóru fram í dag. Mótmælendur komu saman til að fordæma árásir grímuklæddra árásarmanna á mótmælendur á lestarstöð í síðustu viku og afskiptaleysi lögreglu. Mótmælendur hafa sakað lögreglu um að bregðast seint og illa við árásunum en hún kom ekki á svæðið fyrr en eftir að árásarmennirnir höfðu forðað sér. Sumir mótmælendur saka jafnvel lögregluna um að leggja á ráðin með árásarmönnunum. Hún hefur neitað öllum slíkum ásökunum. Árásirnar í síðustu viku áttu sér stað á lestarstöð í umræddu Yuen Long hverfi og sóttu mótmælendur í kjölfar þeirra um leyfi fyrir fjöldafundi í hverfinu. Það leyfi fékkst þó ekki og eru mótmælin þar því haldin í trássi við tilmæli lögreglu. Fátítt er að ekki fáist leyfi fyrir slíkum samkomum í Hong Kong en lögregla sagðist telja hættu á því að ofbeldisátök myndu brjótast þar út. Þrátt fyrir bann lögreglu komu nokkur þúsund mótmælendur saman á svæðinu og kölluðu slagorð beint gegn lögreglunni. Fjöldamótmæli hafa farið fram í Hong Kong frá því um miðjan júní. Upphaflega var blásið til mótmælanna vegna framsalsfrumvarps, sem hefði leyft framsal til Kína. Eftir að stjórnvöld í Hong Kong létu undan þrýstingi og drógu frumvarpið til baka hafa mótmælendur krafist lýðræðisumbóta, rannsóknar á lögregluofbeldi og afsagnar Carrie Lam, æðsta leiðtoga Hong Kong.
Hong Kong Tengdar fréttir Mikill viðbúnaður vegna áframhaldandi mótmæla í Hong Kong Meiri spenna er fyrir mótmælin nú um helgina en oft áður eftir að mikið magn sprengiefna fannst í vöruhúsi á föstudag. 21. júlí 2019 09:36 Myndbönd af grímuklæddum árásarmönnum vekja óhug í Hong Kong Að minnsta kosti 45 eru særðir, þar af einn lífshættulega, eftir að hvítklæddir menn með grímur fyrir vitum sér réðust á mótmælendur á lestarstöð í Hong Kong seint á sunnudagskvöld. 22. júlí 2019 07:49 Mótmælendur í Hong Kong ætla að bjóða árásarmönnum byrginn Mótmælendur í Hong Kong hafa heitið því að bjóða ódæðismönnunum sem réðust á þá um helgina byrginn. Reiði gagnvart lögreglunni og yfirvöldum hefur farið vaxandi. 23. júlí 2019 18:29 Lögreglan beitir mótmælendur táragasi í Hong Kong Óeirðalögregla í Hong Kong hefur notað táragas og skotið gúmmíkúlum á mótmælendur á mótmælum í dag. Mótmælendur krefjast aukins lýðræðis í sjálfsstjórnarhéraðinu. 21. júlí 2019 16:22 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Sjá meira
Mikill viðbúnaður vegna áframhaldandi mótmæla í Hong Kong Meiri spenna er fyrir mótmælin nú um helgina en oft áður eftir að mikið magn sprengiefna fannst í vöruhúsi á föstudag. 21. júlí 2019 09:36
Myndbönd af grímuklæddum árásarmönnum vekja óhug í Hong Kong Að minnsta kosti 45 eru særðir, þar af einn lífshættulega, eftir að hvítklæddir menn með grímur fyrir vitum sér réðust á mótmælendur á lestarstöð í Hong Kong seint á sunnudagskvöld. 22. júlí 2019 07:49
Mótmælendur í Hong Kong ætla að bjóða árásarmönnum byrginn Mótmælendur í Hong Kong hafa heitið því að bjóða ódæðismönnunum sem réðust á þá um helgina byrginn. Reiði gagnvart lögreglunni og yfirvöldum hefur farið vaxandi. 23. júlí 2019 18:29
Lögreglan beitir mótmælendur táragasi í Hong Kong Óeirðalögregla í Hong Kong hefur notað táragas og skotið gúmmíkúlum á mótmælendur á mótmælum í dag. Mótmælendur krefjast aukins lýðræðis í sjálfsstjórnarhéraðinu. 21. júlí 2019 16:22