Flugsamfélagið slegið eftir banaslysið á Haukadalsflugvelli í gær Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 28. júlí 2019 12:00 Ágúst Guðmundsson stjórnarmaður í Flugmálafélaginu segir fólk slegið yfir flugslysinu í gær og tíðum flugslysum undanfarið. Íslenskur karlmaður á sextugsaldri lést í flugslysi á Haukadalsflugvelli í gær eftir að tveggja sæta flugvél sem hann flaug skall til jarðar í flugtaki. Lögreglu var tilkynnt um slysið um tuttugu mínútum yfir tvö og var maðurinn úrskurðaður látinn á vettvangi í gær að sögn lögreglunnar á Suðurlandi. Mikill viðbúnaður var á slysstað. Samkvæmt upplýsingum frá Rannsóknarnefnd samgönguslysa er rannsókn á tildrögum slyssins komin vel á veg og lauk henni á vettvangi seint í nótt en flugvélin hafi verið heimasmíðuð. Ekkert verður gefið út um tildrög slyssins að svo stöddu. Annað flugslysið á tveimur dögum Þetta var annað flugslysið á Haukadalsflugvelli tveimur dögum en á föstudaginn hlekktist flugvél þar á í lendingu og stöðvaðist á hvolfi á jörðu niðri. Flugmaðurinn var einn í vélinni og varð ekki meint af. Ágúst Guðmundsson stjórnarmaður í Flugmálafélaginu segir slysin ekki hafa neitt með völlinn að gera. „Það að það skuli vera tvisvar á sama vellinum hefur ekkert með völlinn að gera, völlurinn er fínn og mikið notaður af einkaflugmönnum. Þannig að það er algjör tilviljun að þetta gerist á sama flugvellinum. Ég hef oft flogið þarna og lent. Þetta er bara flugvöllur sem er í einkaeigu, mjög vel við haldið og mjög góður völlur,“ segir Ágúst. Á fimmta tug manna urðu vitni að slysinu og var áfallateymi Rauða krossins á Suðurlandi kallað til. Aðalheiður Jónsdóttir starfsmaður Rauða krossins segir að flestir hafi þegið spjallið. Á fimmta tug manna urðu vitni að slysinu og var áfallateymi Rauða krossins á Suðurlandi kallað til. Aðalheiður Jónsdóttir starfsmaður Rauða krossins segir að flestir hafi þegið spjallið. „Það gekk allt bara mjög vel fimm manna áfallateymi frá Suðurlandi fór af svæðinu um hálf tíu í gærkvöldi. Þau reyndu að spjalla við sem flesta sem að óskuðu eftir því,“ segir Aðalheiður. Hún segir að fólk geti haft samband við Rauða krossinn ef þörf sé á því stundum komi áfallið eftir á og minnir á símann 1717. „Manni líður kannski mjög illa og það er mikilvægt að vita að það er eðlilegt að líða þannig og svo getur fólki líka fundið ekki neitt og það getur líka verið óþægilegt og því mikilvægt að spjalla líka um það,“ segir Aðalheiður. Þetta er sjötta flugslysið á landinu á tveimur mánuðum og annað banaslysið en þrír létust í flugslysi í Múlakoti í júní og tveir slösuðust þar alvarlega. Ágúst Guðmundsson segir fólk slegið. „Þetta er mjög sorglegt allt saman. Það er mjög sjaldan sem að við sjáum banaslys á Íslandi og að sjá tvö banaslys með svona stuttu millibili er bara afar sorglegt. Öryggið í fararbroddi Hann segir að Flugmálafélagið leggi mikla áherslu á öryggismál flugmanna. „Við höfum verið að bæta öryggi og fræðslu sem mest flugmálafélagið hefur verið í fararbroddi þar. Það þarf að ýta flugmálum áfram og bæta öryggi,“ segir Ágúst. Fréttir af flugi Lögreglumál Rangárþing ytra Samgönguslys Flugslys að Haukadalsmelum Tengdar fréttir Maðurinn sem slasaðist í flugslysinu á Haukadalsflugvelli úrskurðaður látinn Rauði krossinn hefur sent áfallateymi á vettvang til að veita fólki aðstoð og áfallahjálp. 27. júlí 2019 17:00 Einn alvarlega slasaður eftir flugslys við Heklurætur Einn slasaðist í flugslysi á Haukadalsflugvelli í dag. 27. júlí 2019 15:08 Vettvangsrannsókn lauk á fimmta tímanum í nótt Vettvangsrannsókn á Haukadalsflugvelli á Rangárvöllum vegna banaslyssins lauk á fimmta tímanum í nótt. 28. júlí 2019 11:52 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira
Íslenskur karlmaður á sextugsaldri lést í flugslysi á Haukadalsflugvelli í gær eftir að tveggja sæta flugvél sem hann flaug skall til jarðar í flugtaki. Lögreglu var tilkynnt um slysið um tuttugu mínútum yfir tvö og var maðurinn úrskurðaður látinn á vettvangi í gær að sögn lögreglunnar á Suðurlandi. Mikill viðbúnaður var á slysstað. Samkvæmt upplýsingum frá Rannsóknarnefnd samgönguslysa er rannsókn á tildrögum slyssins komin vel á veg og lauk henni á vettvangi seint í nótt en flugvélin hafi verið heimasmíðuð. Ekkert verður gefið út um tildrög slyssins að svo stöddu. Annað flugslysið á tveimur dögum Þetta var annað flugslysið á Haukadalsflugvelli tveimur dögum en á föstudaginn hlekktist flugvél þar á í lendingu og stöðvaðist á hvolfi á jörðu niðri. Flugmaðurinn var einn í vélinni og varð ekki meint af. Ágúst Guðmundsson stjórnarmaður í Flugmálafélaginu segir slysin ekki hafa neitt með völlinn að gera. „Það að það skuli vera tvisvar á sama vellinum hefur ekkert með völlinn að gera, völlurinn er fínn og mikið notaður af einkaflugmönnum. Þannig að það er algjör tilviljun að þetta gerist á sama flugvellinum. Ég hef oft flogið þarna og lent. Þetta er bara flugvöllur sem er í einkaeigu, mjög vel við haldið og mjög góður völlur,“ segir Ágúst. Á fimmta tug manna urðu vitni að slysinu og var áfallateymi Rauða krossins á Suðurlandi kallað til. Aðalheiður Jónsdóttir starfsmaður Rauða krossins segir að flestir hafi þegið spjallið. Á fimmta tug manna urðu vitni að slysinu og var áfallateymi Rauða krossins á Suðurlandi kallað til. Aðalheiður Jónsdóttir starfsmaður Rauða krossins segir að flestir hafi þegið spjallið. „Það gekk allt bara mjög vel fimm manna áfallateymi frá Suðurlandi fór af svæðinu um hálf tíu í gærkvöldi. Þau reyndu að spjalla við sem flesta sem að óskuðu eftir því,“ segir Aðalheiður. Hún segir að fólk geti haft samband við Rauða krossinn ef þörf sé á því stundum komi áfallið eftir á og minnir á símann 1717. „Manni líður kannski mjög illa og það er mikilvægt að vita að það er eðlilegt að líða þannig og svo getur fólki líka fundið ekki neitt og það getur líka verið óþægilegt og því mikilvægt að spjalla líka um það,“ segir Aðalheiður. Þetta er sjötta flugslysið á landinu á tveimur mánuðum og annað banaslysið en þrír létust í flugslysi í Múlakoti í júní og tveir slösuðust þar alvarlega. Ágúst Guðmundsson segir fólk slegið. „Þetta er mjög sorglegt allt saman. Það er mjög sjaldan sem að við sjáum banaslys á Íslandi og að sjá tvö banaslys með svona stuttu millibili er bara afar sorglegt. Öryggið í fararbroddi Hann segir að Flugmálafélagið leggi mikla áherslu á öryggismál flugmanna. „Við höfum verið að bæta öryggi og fræðslu sem mest flugmálafélagið hefur verið í fararbroddi þar. Það þarf að ýta flugmálum áfram og bæta öryggi,“ segir Ágúst.
Fréttir af flugi Lögreglumál Rangárþing ytra Samgönguslys Flugslys að Haukadalsmelum Tengdar fréttir Maðurinn sem slasaðist í flugslysinu á Haukadalsflugvelli úrskurðaður látinn Rauði krossinn hefur sent áfallateymi á vettvang til að veita fólki aðstoð og áfallahjálp. 27. júlí 2019 17:00 Einn alvarlega slasaður eftir flugslys við Heklurætur Einn slasaðist í flugslysi á Haukadalsflugvelli í dag. 27. júlí 2019 15:08 Vettvangsrannsókn lauk á fimmta tímanum í nótt Vettvangsrannsókn á Haukadalsflugvelli á Rangárvöllum vegna banaslyssins lauk á fimmta tímanum í nótt. 28. júlí 2019 11:52 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira
Maðurinn sem slasaðist í flugslysinu á Haukadalsflugvelli úrskurðaður látinn Rauði krossinn hefur sent áfallateymi á vettvang til að veita fólki aðstoð og áfallahjálp. 27. júlí 2019 17:00
Einn alvarlega slasaður eftir flugslys við Heklurætur Einn slasaðist í flugslysi á Haukadalsflugvelli í dag. 27. júlí 2019 15:08
Vettvangsrannsókn lauk á fimmta tímanum í nótt Vettvangsrannsókn á Haukadalsflugvelli á Rangárvöllum vegna banaslyssins lauk á fimmta tímanum í nótt. 28. júlí 2019 11:52