Mál VR gegn FME fær flýtimeðferð fyrir héraðsdómi Andri Eysteinsson skrifar 29. júlí 2019 18:10 VR er til húsa í húsi verzlunarinnar. Vísir/Hanna Héraðsdómur Reykjavíkur samþykkti í dag að dómsmál VR gegn Fjármálaeftirlitinu hlyti flýtimeðferð. Með stefnu á hendur Fjármálaeftirlitinu (FME) og Lífeyrissjóði verzlunarmanna (LV) vill VR að ákvörðun Fjármálaeftirlitsins frá 3. júlí verði ógild. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef VR. Ákvörðun FME var þess efnis að stjórnarmenn LV sem tilkynntir voru FME 3.júlí 2019, séu enn stjórnarmenn lífeyrissjóðsins. „Það liggur fyrir að VR tilnefnir fjóra aðalmenn í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna og fjóra varamenn. Á fundi fulltrúaráðs VR 20. júní 2019 var samþykkt að afturkalla umboð allra stjórnarmanna, bæði aðal- og varamanna, sem sitja í umboði VR í stjórn lífeyrissjóðsins. Í kjölfarið tók fulltrúaráðið ákvörðun um að skipa nýja stjórnarmenn VR í lífeyrissjóðnum. Daginn eftir virðist Fjármálaeftirlitið hafa tekið málið til skoðunar að eigin frumkvæði og var ákvörðun tekin í málinu 3. júlí 2019 þess efnis að þeir stjórnarmenn sem tilkynntir voru til Fjármálaeftirlitsins þann 23. mars 2019 væru enn stjórnarmenn lífeyrissjóðsins. Byggir sú niðurstaða á þeirri forsendu að fulltrúaráð VR hafi tekið ákvörðun um að afturkalla umboð stjórnarmanna en það hafi þeim ekki verið heimilt að gera, heldur hafi það verið á valdi stjórnar,“ segir í tilkynningunni. Í tilkynningunni segir einnig: „Stjórnvaldsákvörðun Fjármálaeftirlitsins var haldin verulegum annmarka, bæði að formi og efni til, og er þannig ógildanleg. Má þar meðal annars nefna að Fjármálaeftirlitinu bar að veita VR stöðu aðila í stjórnsýslumálinu en það var ekki gert. Þá sinnti Fjármálaeftirlitið ekki tilkynningarskyldu sinni þar sem VR var ekki tilkynnt að málið væri til meðferðar og ekki heldur um niðurstöðu málsins. Þá viðhafði Fjármálaeftirlitið ekki fullnægjandi rannsókn við meðferð málsins. Fjármálaeftirlitið aflaði jafnframt ekki nauðsynlegra gagna og var ákvörðun þess því byggð á röngum upplýsingum. Fullnægjandi rannsókn hefði leitt í ljós að fulltrúaráð VR hefur fengið framselda heimild til þess að skipa stjórnarmenn í Lífeyrissjóð verzlunarmanna frá stjórn VR. Þá var VR ekki gefinn kostur á að kynna sér gögn máls eða koma að frekari upplýsingum um málsatvik og var þannig brotið gegn andmælarétti VR. Ljóst er að stjórnvaldsákvörðun Fjármálaeftirlitsins var haldin verulegum annmörkum sem leiða til þess að ógilda beri ákvörðunina.“ Dómsmál Kjaramál Tengdar fréttir Almenningur fái að skipa í stjórnir lífeyrissjóða Fjármálaeftirlitið lítur svo á að stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna sé óbreytt þrátt fyrir að fulltrúaráð VR hafi afturkallað umboð stjórnarmanna. Málið gæti komið til frekari skoðunar haldi VR sinni ráðstöfun til streitu. Formaður VR segir að almenningur eigi að fá að skipa í stjórnir lífeyrissjóða. 4. júlí 2019 19:58 VR stefnir Fjármálaeftirlitinu Stjórn VR hefur samþykkt að stefna Fjármálaeftirlitinu. VR afhenti Héraðsdómi Reykjavíkur stefnuna í dag. 26. júlí 2019 16:03 Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fleiri fréttir Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur samþykkti í dag að dómsmál VR gegn Fjármálaeftirlitinu hlyti flýtimeðferð. Með stefnu á hendur Fjármálaeftirlitinu (FME) og Lífeyrissjóði verzlunarmanna (LV) vill VR að ákvörðun Fjármálaeftirlitsins frá 3. júlí verði ógild. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef VR. Ákvörðun FME var þess efnis að stjórnarmenn LV sem tilkynntir voru FME 3.júlí 2019, séu enn stjórnarmenn lífeyrissjóðsins. „Það liggur fyrir að VR tilnefnir fjóra aðalmenn í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna og fjóra varamenn. Á fundi fulltrúaráðs VR 20. júní 2019 var samþykkt að afturkalla umboð allra stjórnarmanna, bæði aðal- og varamanna, sem sitja í umboði VR í stjórn lífeyrissjóðsins. Í kjölfarið tók fulltrúaráðið ákvörðun um að skipa nýja stjórnarmenn VR í lífeyrissjóðnum. Daginn eftir virðist Fjármálaeftirlitið hafa tekið málið til skoðunar að eigin frumkvæði og var ákvörðun tekin í málinu 3. júlí 2019 þess efnis að þeir stjórnarmenn sem tilkynntir voru til Fjármálaeftirlitsins þann 23. mars 2019 væru enn stjórnarmenn lífeyrissjóðsins. Byggir sú niðurstaða á þeirri forsendu að fulltrúaráð VR hafi tekið ákvörðun um að afturkalla umboð stjórnarmanna en það hafi þeim ekki verið heimilt að gera, heldur hafi það verið á valdi stjórnar,“ segir í tilkynningunni. Í tilkynningunni segir einnig: „Stjórnvaldsákvörðun Fjármálaeftirlitsins var haldin verulegum annmarka, bæði að formi og efni til, og er þannig ógildanleg. Má þar meðal annars nefna að Fjármálaeftirlitinu bar að veita VR stöðu aðila í stjórnsýslumálinu en það var ekki gert. Þá sinnti Fjármálaeftirlitið ekki tilkynningarskyldu sinni þar sem VR var ekki tilkynnt að málið væri til meðferðar og ekki heldur um niðurstöðu málsins. Þá viðhafði Fjármálaeftirlitið ekki fullnægjandi rannsókn við meðferð málsins. Fjármálaeftirlitið aflaði jafnframt ekki nauðsynlegra gagna og var ákvörðun þess því byggð á röngum upplýsingum. Fullnægjandi rannsókn hefði leitt í ljós að fulltrúaráð VR hefur fengið framselda heimild til þess að skipa stjórnarmenn í Lífeyrissjóð verzlunarmanna frá stjórn VR. Þá var VR ekki gefinn kostur á að kynna sér gögn máls eða koma að frekari upplýsingum um málsatvik og var þannig brotið gegn andmælarétti VR. Ljóst er að stjórnvaldsákvörðun Fjármálaeftirlitsins var haldin verulegum annmörkum sem leiða til þess að ógilda beri ákvörðunina.“
Dómsmál Kjaramál Tengdar fréttir Almenningur fái að skipa í stjórnir lífeyrissjóða Fjármálaeftirlitið lítur svo á að stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna sé óbreytt þrátt fyrir að fulltrúaráð VR hafi afturkallað umboð stjórnarmanna. Málið gæti komið til frekari skoðunar haldi VR sinni ráðstöfun til streitu. Formaður VR segir að almenningur eigi að fá að skipa í stjórnir lífeyrissjóða. 4. júlí 2019 19:58 VR stefnir Fjármálaeftirlitinu Stjórn VR hefur samþykkt að stefna Fjármálaeftirlitinu. VR afhenti Héraðsdómi Reykjavíkur stefnuna í dag. 26. júlí 2019 16:03 Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fleiri fréttir Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Sjá meira
Almenningur fái að skipa í stjórnir lífeyrissjóða Fjármálaeftirlitið lítur svo á að stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna sé óbreytt þrátt fyrir að fulltrúaráð VR hafi afturkallað umboð stjórnarmanna. Málið gæti komið til frekari skoðunar haldi VR sinni ráðstöfun til streitu. Formaður VR segir að almenningur eigi að fá að skipa í stjórnir lífeyrissjóða. 4. júlí 2019 19:58
VR stefnir Fjármálaeftirlitinu Stjórn VR hefur samþykkt að stefna Fjármálaeftirlitinu. VR afhenti Héraðsdómi Reykjavíkur stefnuna í dag. 26. júlí 2019 16:03