Mál VR gegn FME fær flýtimeðferð fyrir héraðsdómi Andri Eysteinsson skrifar 29. júlí 2019 18:10 VR er til húsa í húsi verzlunarinnar. Vísir/Hanna Héraðsdómur Reykjavíkur samþykkti í dag að dómsmál VR gegn Fjármálaeftirlitinu hlyti flýtimeðferð. Með stefnu á hendur Fjármálaeftirlitinu (FME) og Lífeyrissjóði verzlunarmanna (LV) vill VR að ákvörðun Fjármálaeftirlitsins frá 3. júlí verði ógild. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef VR. Ákvörðun FME var þess efnis að stjórnarmenn LV sem tilkynntir voru FME 3.júlí 2019, séu enn stjórnarmenn lífeyrissjóðsins. „Það liggur fyrir að VR tilnefnir fjóra aðalmenn í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna og fjóra varamenn. Á fundi fulltrúaráðs VR 20. júní 2019 var samþykkt að afturkalla umboð allra stjórnarmanna, bæði aðal- og varamanna, sem sitja í umboði VR í stjórn lífeyrissjóðsins. Í kjölfarið tók fulltrúaráðið ákvörðun um að skipa nýja stjórnarmenn VR í lífeyrissjóðnum. Daginn eftir virðist Fjármálaeftirlitið hafa tekið málið til skoðunar að eigin frumkvæði og var ákvörðun tekin í málinu 3. júlí 2019 þess efnis að þeir stjórnarmenn sem tilkynntir voru til Fjármálaeftirlitsins þann 23. mars 2019 væru enn stjórnarmenn lífeyrissjóðsins. Byggir sú niðurstaða á þeirri forsendu að fulltrúaráð VR hafi tekið ákvörðun um að afturkalla umboð stjórnarmanna en það hafi þeim ekki verið heimilt að gera, heldur hafi það verið á valdi stjórnar,“ segir í tilkynningunni. Í tilkynningunni segir einnig: „Stjórnvaldsákvörðun Fjármálaeftirlitsins var haldin verulegum annmarka, bæði að formi og efni til, og er þannig ógildanleg. Má þar meðal annars nefna að Fjármálaeftirlitinu bar að veita VR stöðu aðila í stjórnsýslumálinu en það var ekki gert. Þá sinnti Fjármálaeftirlitið ekki tilkynningarskyldu sinni þar sem VR var ekki tilkynnt að málið væri til meðferðar og ekki heldur um niðurstöðu málsins. Þá viðhafði Fjármálaeftirlitið ekki fullnægjandi rannsókn við meðferð málsins. Fjármálaeftirlitið aflaði jafnframt ekki nauðsynlegra gagna og var ákvörðun þess því byggð á röngum upplýsingum. Fullnægjandi rannsókn hefði leitt í ljós að fulltrúaráð VR hefur fengið framselda heimild til þess að skipa stjórnarmenn í Lífeyrissjóð verzlunarmanna frá stjórn VR. Þá var VR ekki gefinn kostur á að kynna sér gögn máls eða koma að frekari upplýsingum um málsatvik og var þannig brotið gegn andmælarétti VR. Ljóst er að stjórnvaldsákvörðun Fjármálaeftirlitsins var haldin verulegum annmörkum sem leiða til þess að ógilda beri ákvörðunina.“ Dómsmál Kjaramál Tengdar fréttir Almenningur fái að skipa í stjórnir lífeyrissjóða Fjármálaeftirlitið lítur svo á að stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna sé óbreytt þrátt fyrir að fulltrúaráð VR hafi afturkallað umboð stjórnarmanna. Málið gæti komið til frekari skoðunar haldi VR sinni ráðstöfun til streitu. Formaður VR segir að almenningur eigi að fá að skipa í stjórnir lífeyrissjóða. 4. júlí 2019 19:58 VR stefnir Fjármálaeftirlitinu Stjórn VR hefur samþykkt að stefna Fjármálaeftirlitinu. VR afhenti Héraðsdómi Reykjavíkur stefnuna í dag. 26. júlí 2019 16:03 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur samþykkti í dag að dómsmál VR gegn Fjármálaeftirlitinu hlyti flýtimeðferð. Með stefnu á hendur Fjármálaeftirlitinu (FME) og Lífeyrissjóði verzlunarmanna (LV) vill VR að ákvörðun Fjármálaeftirlitsins frá 3. júlí verði ógild. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef VR. Ákvörðun FME var þess efnis að stjórnarmenn LV sem tilkynntir voru FME 3.júlí 2019, séu enn stjórnarmenn lífeyrissjóðsins. „Það liggur fyrir að VR tilnefnir fjóra aðalmenn í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna og fjóra varamenn. Á fundi fulltrúaráðs VR 20. júní 2019 var samþykkt að afturkalla umboð allra stjórnarmanna, bæði aðal- og varamanna, sem sitja í umboði VR í stjórn lífeyrissjóðsins. Í kjölfarið tók fulltrúaráðið ákvörðun um að skipa nýja stjórnarmenn VR í lífeyrissjóðnum. Daginn eftir virðist Fjármálaeftirlitið hafa tekið málið til skoðunar að eigin frumkvæði og var ákvörðun tekin í málinu 3. júlí 2019 þess efnis að þeir stjórnarmenn sem tilkynntir voru til Fjármálaeftirlitsins þann 23. mars 2019 væru enn stjórnarmenn lífeyrissjóðsins. Byggir sú niðurstaða á þeirri forsendu að fulltrúaráð VR hafi tekið ákvörðun um að afturkalla umboð stjórnarmanna en það hafi þeim ekki verið heimilt að gera, heldur hafi það verið á valdi stjórnar,“ segir í tilkynningunni. Í tilkynningunni segir einnig: „Stjórnvaldsákvörðun Fjármálaeftirlitsins var haldin verulegum annmarka, bæði að formi og efni til, og er þannig ógildanleg. Má þar meðal annars nefna að Fjármálaeftirlitinu bar að veita VR stöðu aðila í stjórnsýslumálinu en það var ekki gert. Þá sinnti Fjármálaeftirlitið ekki tilkynningarskyldu sinni þar sem VR var ekki tilkynnt að málið væri til meðferðar og ekki heldur um niðurstöðu málsins. Þá viðhafði Fjármálaeftirlitið ekki fullnægjandi rannsókn við meðferð málsins. Fjármálaeftirlitið aflaði jafnframt ekki nauðsynlegra gagna og var ákvörðun þess því byggð á röngum upplýsingum. Fullnægjandi rannsókn hefði leitt í ljós að fulltrúaráð VR hefur fengið framselda heimild til þess að skipa stjórnarmenn í Lífeyrissjóð verzlunarmanna frá stjórn VR. Þá var VR ekki gefinn kostur á að kynna sér gögn máls eða koma að frekari upplýsingum um málsatvik og var þannig brotið gegn andmælarétti VR. Ljóst er að stjórnvaldsákvörðun Fjármálaeftirlitsins var haldin verulegum annmörkum sem leiða til þess að ógilda beri ákvörðunina.“
Dómsmál Kjaramál Tengdar fréttir Almenningur fái að skipa í stjórnir lífeyrissjóða Fjármálaeftirlitið lítur svo á að stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna sé óbreytt þrátt fyrir að fulltrúaráð VR hafi afturkallað umboð stjórnarmanna. Málið gæti komið til frekari skoðunar haldi VR sinni ráðstöfun til streitu. Formaður VR segir að almenningur eigi að fá að skipa í stjórnir lífeyrissjóða. 4. júlí 2019 19:58 VR stefnir Fjármálaeftirlitinu Stjórn VR hefur samþykkt að stefna Fjármálaeftirlitinu. VR afhenti Héraðsdómi Reykjavíkur stefnuna í dag. 26. júlí 2019 16:03 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira
Almenningur fái að skipa í stjórnir lífeyrissjóða Fjármálaeftirlitið lítur svo á að stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna sé óbreytt þrátt fyrir að fulltrúaráð VR hafi afturkallað umboð stjórnarmanna. Málið gæti komið til frekari skoðunar haldi VR sinni ráðstöfun til streitu. Formaður VR segir að almenningur eigi að fá að skipa í stjórnir lífeyrissjóða. 4. júlí 2019 19:58
VR stefnir Fjármálaeftirlitinu Stjórn VR hefur samþykkt að stefna Fjármálaeftirlitinu. VR afhenti Héraðsdómi Reykjavíkur stefnuna í dag. 26. júlí 2019 16:03