Sleppt og haldið Ólöf Skaftadóttir skrifar 10. júlí 2019 07:00 Stefnt er að því að Alþingi innleiði reglugerð um bann við mismunun í netviðskiptum innan EES næsta vor. Á mannamáli þýðir það að íslenskir neytendur munu geta keypt vörur á sama verði og aðrir á EES-svæðinu á netinu; gallabuxur og ísskápa, sófaborð og hlaupaskó. Tollabandalagið gerir okkur svo kleift að fá vörurnar til Íslands fyrir nokkra hundrað kalla ofan á sendingarkostnað. Þetta er ein af þeim fjölmörgu kjarabótum sem íslenskir neytendur hljóta af mikilvægasta fjölþjóðasamningi Íslands, EES-samningnum. Innri markaður Evrópusambandsins er einn stærsti markaður heimsins með um 500 milljónir neytenda sem geta keypt vörur og þjónustu þvert á landamæri allra ESB-landanna auk Íslands, Noregs og Liechtenstein. Fyrir tilstilli sama samnings munu lög um leigubíla breytast á allra næstu misserum. Hingað til hefur fjöldi þeirra sem fá leyfi til þess að keyra leigubíl hér á landi verið takmarkaður. Hindrun sem fáar, ef nokkrar, atvinnugreinar búa við. Lengi vel hafa leyfishafar barist gegn þessum breytingum til þess að þurfa ekki að glíma við samkeppni farveitna á borð við Uber og Lyft, sem aðrar evrópskar stórborgir keppast við að hleypa inn á markaðinn, ein af annarri. Það er morgunljóst hver tapar á þeirri íslensku sérhagsmunagæslu. Annað dæmi sem íslenskir neytendur geta velt fyrir sér varðar farsímanotkun milli landa í Evrópu – sem var lengi vel mjög dýr. Til að tryggja hagsmuni neytenda var sett þak á þann kostnað sem fjarskiptafyrirtækin máttu innheimta fyrir farsímaþjónustu á milli landa Evrópu. Þetta þýðir að íslenskir neytendur geta nú rætt við vini og vandamenn og sinnt vinnu frá öðrum löndum Evrópu án þess að heimilisbókhaldið líði sérstaklega fyrir. Þetta, og meira til, er mikilvægt að muna á meðan hávær hópur liggur undir feldi í sumarfríi þingmanna og veltir fyrir sér hvaða mál skuli næst taka fyrir í þeim tilgangi að grafa undan samningnum. Sérhagsmunir útvalinna mega ekki trompa almannahagsmuni. Í samningsbundnu samstarfi verður ekki bæði sleppt og haldið. Mikilvægast er að huga að því hvernig lítil eyja norður í ballarhafi stenst samanburð sambærilegra borga í öðrum löndum til frambúðar. Ísland er að mörgu leyti einangrað í alþjóðlegu tilliti. Íslendingar búa við mikil lífsgæði sem eru að langmestu leyti tilkomin vegna samskipta við aðrar þjóðir. EES-samningurinn er þar mikilvægastur. Úrval í matvöruverslunum, snjallsíminn í lófanum, kaffið í götumálinu og bíllykillinn í vasanum eru vitnisburður um það. Þessi fáu dæmi um það sem samningurinn hefur fært okkur kunna að hljóma lítilfjörleg í eyrum sumra. Þau, og fleiri sambærileg mál, eru hins vegar forsenda þess að ungu fólki finnist yfirhöfuð eftirsóknarvert að búa á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ólöf Skaftadóttir Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Sjá meira
Stefnt er að því að Alþingi innleiði reglugerð um bann við mismunun í netviðskiptum innan EES næsta vor. Á mannamáli þýðir það að íslenskir neytendur munu geta keypt vörur á sama verði og aðrir á EES-svæðinu á netinu; gallabuxur og ísskápa, sófaborð og hlaupaskó. Tollabandalagið gerir okkur svo kleift að fá vörurnar til Íslands fyrir nokkra hundrað kalla ofan á sendingarkostnað. Þetta er ein af þeim fjölmörgu kjarabótum sem íslenskir neytendur hljóta af mikilvægasta fjölþjóðasamningi Íslands, EES-samningnum. Innri markaður Evrópusambandsins er einn stærsti markaður heimsins með um 500 milljónir neytenda sem geta keypt vörur og þjónustu þvert á landamæri allra ESB-landanna auk Íslands, Noregs og Liechtenstein. Fyrir tilstilli sama samnings munu lög um leigubíla breytast á allra næstu misserum. Hingað til hefur fjöldi þeirra sem fá leyfi til þess að keyra leigubíl hér á landi verið takmarkaður. Hindrun sem fáar, ef nokkrar, atvinnugreinar búa við. Lengi vel hafa leyfishafar barist gegn þessum breytingum til þess að þurfa ekki að glíma við samkeppni farveitna á borð við Uber og Lyft, sem aðrar evrópskar stórborgir keppast við að hleypa inn á markaðinn, ein af annarri. Það er morgunljóst hver tapar á þeirri íslensku sérhagsmunagæslu. Annað dæmi sem íslenskir neytendur geta velt fyrir sér varðar farsímanotkun milli landa í Evrópu – sem var lengi vel mjög dýr. Til að tryggja hagsmuni neytenda var sett þak á þann kostnað sem fjarskiptafyrirtækin máttu innheimta fyrir farsímaþjónustu á milli landa Evrópu. Þetta þýðir að íslenskir neytendur geta nú rætt við vini og vandamenn og sinnt vinnu frá öðrum löndum Evrópu án þess að heimilisbókhaldið líði sérstaklega fyrir. Þetta, og meira til, er mikilvægt að muna á meðan hávær hópur liggur undir feldi í sumarfríi þingmanna og veltir fyrir sér hvaða mál skuli næst taka fyrir í þeim tilgangi að grafa undan samningnum. Sérhagsmunir útvalinna mega ekki trompa almannahagsmuni. Í samningsbundnu samstarfi verður ekki bæði sleppt og haldið. Mikilvægast er að huga að því hvernig lítil eyja norður í ballarhafi stenst samanburð sambærilegra borga í öðrum löndum til frambúðar. Ísland er að mörgu leyti einangrað í alþjóðlegu tilliti. Íslendingar búa við mikil lífsgæði sem eru að langmestu leyti tilkomin vegna samskipta við aðrar þjóðir. EES-samningurinn er þar mikilvægastur. Úrval í matvöruverslunum, snjallsíminn í lófanum, kaffið í götumálinu og bíllykillinn í vasanum eru vitnisburður um það. Þessi fáu dæmi um það sem samningurinn hefur fært okkur kunna að hljóma lítilfjörleg í eyrum sumra. Þau, og fleiri sambærileg mál, eru hins vegar forsenda þess að ungu fólki finnist yfirhöfuð eftirsóknarvert að búa á Íslandi.
Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun