Misnotaði traust aldraðrar frænku og fékk 30 milljónir í plastpoka Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. júlí 2019 17:00 Yngri frænkan fór með milljónirnar þrjátíu og setti í bankahólf í Landsbankanum sem stendur við Ráðhústorgið á Akureyri. Vísir/Vilhelm Kona á fimmtugsaldri hefur verið dæmd í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa notfært sér einfeldni og fákunnáttu aldraðrar frænku sinnar til að verða sér úti um tugi milljóna króna. Konan sagðist hafa talið að um gjöf væri að ræða en aldraða frænkan hélt því fram að hún hefði lánað peningana til skamms tíma vegna húsnæðisvanda konunnar. Konan var ákærð fyrir fjársvik en til vara fyrir misneytingu með því að hafa með blekkingum fengið frænkuna til að láta sig hafa 30 milljónir króna sem nota átti til húsnæðiskaupa. Fór afhending peningana þannig fram að aldraða frænkan fékk peningana í innsigluðum búntum í útibúi Arion banka á Akureyri í mars 2017 og gekk með þá úr bankanum í plastpoka. Þar beið yngri frænkan, tók við peningunum og setti þá í bankahólf í útibúi Landsbankans á Akureyri. Ekki fór svo að hún keypti sér íbúð fyrir peningana heldur byrjaði hún að nota þá í almenna neyslu með því að kaupa sér bíl og tölvu eins og segir í ákærunni.Lán eða ekki lánÍ niðurstöðu dómsins kemur fram að eldri fænkan hafi staðhæft að frá upphafi hafi hún litið á afhendingu peninganna sem lán til að aðstoða hana við íbúðarkaup. Hún hefði vænst endurgreiðslu þremur mánuðum síðar eða í júlí 2017. Hún átti von á að yngri frænkan fengi annað lán til að borga henni til baka. Hún hefði viljað veita frænku sinni lán án vaxta og kostnaðar eða formlegheita og treyst henni fyrir því. Yngri frænkan sagðist ekki hafa vænst þeirra viðbragða að fá boð um 30 milljónir króna til aðstoðar þegar hún upplýsti frænku sína um kaupverð íbúðar sem hún hafði hug á að kaupa. Hafi samskipti þeirra þróast á þann veg að hún hafi talið að aldraða frænkan ætlaði að gefa henni peningana sem einhvers konar gjöf eða arf. Ljóst væri að hún gæti ekki eða sent greitt peningana til baka. Síðar hafi yngri frænkunni verið ljóst, eftir að fleiri blönduðust inn í málið, að aldraða frænkan teldi um lán að ræða. Þó hafi verið með öllu óljóst um eiginlegan gjalddaga. Síðan hafi hún verið handtekin í byrjun ágúst 2017 og fjármunirnir haldlagðir og afhentir öldruðu frænkunni áður en hún hafði ráðrúm til að ganga frá endurgreiðslunni. Hún hafi svo staðið skil á því öllu.Alls ekki í góðri trú Dómurinn taldi ekki hægt að staðhæfa að skýrt hafi verið í upphafi á milli aðila hverjir skilmálarnir voru við afhendingu milljónanna þrjátíu. Þó hefði verið bæði afar órökrétt og ósiðlegt af yngri frænkunni að tryggja þá ekki að gengið væri frá gjörningnum með venjulegri hætti. Það gefi til kynna að hún hafi alls ekki verið í góðri trú. Enn fremur hafi legið ljóst fyrir í júlí 2017 að um lán hafi verið að ræða af hálfu öldruðu frænkunnar. Yngri frænkan hafi engu að síður dregið lappirnar við að ganga frá málinu á þann eina hátt sem raunhæft var að gera. Ekki sé hægt að staðhæfa að um fjársvik sé að ræða en brot yngri frænkunnar falli þó undir skilgreiningu á brotinu misneytingu. Yngri frænkan hafi notfært sér einfeldni og fákunnáttu aldraðrar frænku sinnar sem treysti henni. Ásetningur til að misnota aðstöðu sína hafi verið skýr. Ekki var fallist á það með yngri frænkunni að hún hafi ekki haft tækifæri til að verjast ákæru. Málið var flutt í janúar 2019 en þurfti að endurflytja í heild sinni 31. maí vegna forfalla dómara. Akureyri Dómsmál Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Innlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
Kona á fimmtugsaldri hefur verið dæmd í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa notfært sér einfeldni og fákunnáttu aldraðrar frænku sinnar til að verða sér úti um tugi milljóna króna. Konan sagðist hafa talið að um gjöf væri að ræða en aldraða frænkan hélt því fram að hún hefði lánað peningana til skamms tíma vegna húsnæðisvanda konunnar. Konan var ákærð fyrir fjársvik en til vara fyrir misneytingu með því að hafa með blekkingum fengið frænkuna til að láta sig hafa 30 milljónir króna sem nota átti til húsnæðiskaupa. Fór afhending peningana þannig fram að aldraða frænkan fékk peningana í innsigluðum búntum í útibúi Arion banka á Akureyri í mars 2017 og gekk með þá úr bankanum í plastpoka. Þar beið yngri frænkan, tók við peningunum og setti þá í bankahólf í útibúi Landsbankans á Akureyri. Ekki fór svo að hún keypti sér íbúð fyrir peningana heldur byrjaði hún að nota þá í almenna neyslu með því að kaupa sér bíl og tölvu eins og segir í ákærunni.Lán eða ekki lánÍ niðurstöðu dómsins kemur fram að eldri fænkan hafi staðhæft að frá upphafi hafi hún litið á afhendingu peninganna sem lán til að aðstoða hana við íbúðarkaup. Hún hefði vænst endurgreiðslu þremur mánuðum síðar eða í júlí 2017. Hún átti von á að yngri frænkan fengi annað lán til að borga henni til baka. Hún hefði viljað veita frænku sinni lán án vaxta og kostnaðar eða formlegheita og treyst henni fyrir því. Yngri frænkan sagðist ekki hafa vænst þeirra viðbragða að fá boð um 30 milljónir króna til aðstoðar þegar hún upplýsti frænku sína um kaupverð íbúðar sem hún hafði hug á að kaupa. Hafi samskipti þeirra þróast á þann veg að hún hafi talið að aldraða frænkan ætlaði að gefa henni peningana sem einhvers konar gjöf eða arf. Ljóst væri að hún gæti ekki eða sent greitt peningana til baka. Síðar hafi yngri frænkunni verið ljóst, eftir að fleiri blönduðust inn í málið, að aldraða frænkan teldi um lán að ræða. Þó hafi verið með öllu óljóst um eiginlegan gjalddaga. Síðan hafi hún verið handtekin í byrjun ágúst 2017 og fjármunirnir haldlagðir og afhentir öldruðu frænkunni áður en hún hafði ráðrúm til að ganga frá endurgreiðslunni. Hún hafi svo staðið skil á því öllu.Alls ekki í góðri trú Dómurinn taldi ekki hægt að staðhæfa að skýrt hafi verið í upphafi á milli aðila hverjir skilmálarnir voru við afhendingu milljónanna þrjátíu. Þó hefði verið bæði afar órökrétt og ósiðlegt af yngri frænkunni að tryggja þá ekki að gengið væri frá gjörningnum með venjulegri hætti. Það gefi til kynna að hún hafi alls ekki verið í góðri trú. Enn fremur hafi legið ljóst fyrir í júlí 2017 að um lán hafi verið að ræða af hálfu öldruðu frænkunnar. Yngri frænkan hafi engu að síður dregið lappirnar við að ganga frá málinu á þann eina hátt sem raunhæft var að gera. Ekki sé hægt að staðhæfa að um fjársvik sé að ræða en brot yngri frænkunnar falli þó undir skilgreiningu á brotinu misneytingu. Yngri frænkan hafi notfært sér einfeldni og fákunnáttu aldraðrar frænku sinnar sem treysti henni. Ásetningur til að misnota aðstöðu sína hafi verið skýr. Ekki var fallist á það með yngri frænkunni að hún hafi ekki haft tækifæri til að verjast ákæru. Málið var flutt í janúar 2019 en þurfti að endurflytja í heild sinni 31. maí vegna forfalla dómara.
Akureyri Dómsmál Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Innlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira