Misnotaði traust aldraðrar frænku og fékk 30 milljónir í plastpoka Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. júlí 2019 17:00 Yngri frænkan fór með milljónirnar þrjátíu og setti í bankahólf í Landsbankanum sem stendur við Ráðhústorgið á Akureyri. Vísir/Vilhelm Kona á fimmtugsaldri hefur verið dæmd í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa notfært sér einfeldni og fákunnáttu aldraðrar frænku sinnar til að verða sér úti um tugi milljóna króna. Konan sagðist hafa talið að um gjöf væri að ræða en aldraða frænkan hélt því fram að hún hefði lánað peningana til skamms tíma vegna húsnæðisvanda konunnar. Konan var ákærð fyrir fjársvik en til vara fyrir misneytingu með því að hafa með blekkingum fengið frænkuna til að láta sig hafa 30 milljónir króna sem nota átti til húsnæðiskaupa. Fór afhending peningana þannig fram að aldraða frænkan fékk peningana í innsigluðum búntum í útibúi Arion banka á Akureyri í mars 2017 og gekk með þá úr bankanum í plastpoka. Þar beið yngri frænkan, tók við peningunum og setti þá í bankahólf í útibúi Landsbankans á Akureyri. Ekki fór svo að hún keypti sér íbúð fyrir peningana heldur byrjaði hún að nota þá í almenna neyslu með því að kaupa sér bíl og tölvu eins og segir í ákærunni.Lán eða ekki lánÍ niðurstöðu dómsins kemur fram að eldri fænkan hafi staðhæft að frá upphafi hafi hún litið á afhendingu peninganna sem lán til að aðstoða hana við íbúðarkaup. Hún hefði vænst endurgreiðslu þremur mánuðum síðar eða í júlí 2017. Hún átti von á að yngri frænkan fengi annað lán til að borga henni til baka. Hún hefði viljað veita frænku sinni lán án vaxta og kostnaðar eða formlegheita og treyst henni fyrir því. Yngri frænkan sagðist ekki hafa vænst þeirra viðbragða að fá boð um 30 milljónir króna til aðstoðar þegar hún upplýsti frænku sína um kaupverð íbúðar sem hún hafði hug á að kaupa. Hafi samskipti þeirra þróast á þann veg að hún hafi talið að aldraða frænkan ætlaði að gefa henni peningana sem einhvers konar gjöf eða arf. Ljóst væri að hún gæti ekki eða sent greitt peningana til baka. Síðar hafi yngri frænkunni verið ljóst, eftir að fleiri blönduðust inn í málið, að aldraða frænkan teldi um lán að ræða. Þó hafi verið með öllu óljóst um eiginlegan gjalddaga. Síðan hafi hún verið handtekin í byrjun ágúst 2017 og fjármunirnir haldlagðir og afhentir öldruðu frænkunni áður en hún hafði ráðrúm til að ganga frá endurgreiðslunni. Hún hafi svo staðið skil á því öllu.Alls ekki í góðri trú Dómurinn taldi ekki hægt að staðhæfa að skýrt hafi verið í upphafi á milli aðila hverjir skilmálarnir voru við afhendingu milljónanna þrjátíu. Þó hefði verið bæði afar órökrétt og ósiðlegt af yngri frænkunni að tryggja þá ekki að gengið væri frá gjörningnum með venjulegri hætti. Það gefi til kynna að hún hafi alls ekki verið í góðri trú. Enn fremur hafi legið ljóst fyrir í júlí 2017 að um lán hafi verið að ræða af hálfu öldruðu frænkunnar. Yngri frænkan hafi engu að síður dregið lappirnar við að ganga frá málinu á þann eina hátt sem raunhæft var að gera. Ekki sé hægt að staðhæfa að um fjársvik sé að ræða en brot yngri frænkunnar falli þó undir skilgreiningu á brotinu misneytingu. Yngri frænkan hafi notfært sér einfeldni og fákunnáttu aldraðrar frænku sinnar sem treysti henni. Ásetningur til að misnota aðstöðu sína hafi verið skýr. Ekki var fallist á það með yngri frænkunni að hún hafi ekki haft tækifæri til að verjast ákæru. Málið var flutt í janúar 2019 en þurfti að endurflytja í heild sinni 31. maí vegna forfalla dómara. Akureyri Dómsmál Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Sjá meira
Kona á fimmtugsaldri hefur verið dæmd í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa notfært sér einfeldni og fákunnáttu aldraðrar frænku sinnar til að verða sér úti um tugi milljóna króna. Konan sagðist hafa talið að um gjöf væri að ræða en aldraða frænkan hélt því fram að hún hefði lánað peningana til skamms tíma vegna húsnæðisvanda konunnar. Konan var ákærð fyrir fjársvik en til vara fyrir misneytingu með því að hafa með blekkingum fengið frænkuna til að láta sig hafa 30 milljónir króna sem nota átti til húsnæðiskaupa. Fór afhending peningana þannig fram að aldraða frænkan fékk peningana í innsigluðum búntum í útibúi Arion banka á Akureyri í mars 2017 og gekk með þá úr bankanum í plastpoka. Þar beið yngri frænkan, tók við peningunum og setti þá í bankahólf í útibúi Landsbankans á Akureyri. Ekki fór svo að hún keypti sér íbúð fyrir peningana heldur byrjaði hún að nota þá í almenna neyslu með því að kaupa sér bíl og tölvu eins og segir í ákærunni.Lán eða ekki lánÍ niðurstöðu dómsins kemur fram að eldri fænkan hafi staðhæft að frá upphafi hafi hún litið á afhendingu peninganna sem lán til að aðstoða hana við íbúðarkaup. Hún hefði vænst endurgreiðslu þremur mánuðum síðar eða í júlí 2017. Hún átti von á að yngri frænkan fengi annað lán til að borga henni til baka. Hún hefði viljað veita frænku sinni lán án vaxta og kostnaðar eða formlegheita og treyst henni fyrir því. Yngri frænkan sagðist ekki hafa vænst þeirra viðbragða að fá boð um 30 milljónir króna til aðstoðar þegar hún upplýsti frænku sína um kaupverð íbúðar sem hún hafði hug á að kaupa. Hafi samskipti þeirra þróast á þann veg að hún hafi talið að aldraða frænkan ætlaði að gefa henni peningana sem einhvers konar gjöf eða arf. Ljóst væri að hún gæti ekki eða sent greitt peningana til baka. Síðar hafi yngri frænkunni verið ljóst, eftir að fleiri blönduðust inn í málið, að aldraða frænkan teldi um lán að ræða. Þó hafi verið með öllu óljóst um eiginlegan gjalddaga. Síðan hafi hún verið handtekin í byrjun ágúst 2017 og fjármunirnir haldlagðir og afhentir öldruðu frænkunni áður en hún hafði ráðrúm til að ganga frá endurgreiðslunni. Hún hafi svo staðið skil á því öllu.Alls ekki í góðri trú Dómurinn taldi ekki hægt að staðhæfa að skýrt hafi verið í upphafi á milli aðila hverjir skilmálarnir voru við afhendingu milljónanna þrjátíu. Þó hefði verið bæði afar órökrétt og ósiðlegt af yngri frænkunni að tryggja þá ekki að gengið væri frá gjörningnum með venjulegri hætti. Það gefi til kynna að hún hafi alls ekki verið í góðri trú. Enn fremur hafi legið ljóst fyrir í júlí 2017 að um lán hafi verið að ræða af hálfu öldruðu frænkunnar. Yngri frænkan hafi engu að síður dregið lappirnar við að ganga frá málinu á þann eina hátt sem raunhæft var að gera. Ekki sé hægt að staðhæfa að um fjársvik sé að ræða en brot yngri frænkunnar falli þó undir skilgreiningu á brotinu misneytingu. Yngri frænkan hafi notfært sér einfeldni og fákunnáttu aldraðrar frænku sinnar sem treysti henni. Ásetningur til að misnota aðstöðu sína hafi verið skýr. Ekki var fallist á það með yngri frænkunni að hún hafi ekki haft tækifæri til að verjast ákæru. Málið var flutt í janúar 2019 en þurfti að endurflytja í heild sinni 31. maí vegna forfalla dómara.
Akureyri Dómsmál Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Sjá meira