Vegagerðarmennirnir telja sig vera að stunda viðskipti eins og hver annar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. júlí 2019 11:45 Hér má sjá vinnuflokkinn fara úr hlaði við Lækjarkot á mánudag. Lögreglan hefur yfirheyrt þann sem kveðst vera í forsvari fyrir fyrirtækið. mynd/te Lögreglan á Vesturlandi hefur rætt við breskan mann sem kveðst vera í fyrirsvari fyrir breskt fyrirtæki sem lagði olíumöl á heimreið að bænum Lækjarkoti í grennd við Borgarnes fyrr í vikunni. Þetta segir Jón Haukur Hauksson, staðgengill lögreglustjórans á Vesturlandi, í samtali við Vísi. Að verki loknu ætluðu mennirnir að rukka ábúendur að Lækjarkoti um þrjár milljónir króna fyrir verkið. Fram hefur komið í fréttum að Vegagerðin ber ábyrgð á veginum og hefur hún kært málið til lögreglu en verkið var illa unnið af hálfu mannanna. Svipaður flokkur eða flokkar manna sem bjóða malbikun hafa verið á ferð á Suðurlandi og á Norðurlandi eystra. Þá hafa menn verið á ferð í Langholtshverfi í Reykjavík í morgun að bjóða íbúum þar malbikun samkvæmt færslu í Facebook-hópi íbúa. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu minnir fólk á að vera gagnrýnið á allskyns gylliboð sem kunna að bjóðast.Ekki borist fleiri kærur vegna mannanna Jón Haukur segir lögregluna ekki vera með nákvæma tölu um hversu margir mennirnir eru sem starfa hjá fyrirtækinu. Hann segir að þeir telji sig vera að stunda viðskipti hér eins og hver annar. „Þetta er náttúrulega breskt fyrirtæki og þeir telja sig vera hér í viðskiptalegum erindum og telja sig vera að stunda viðskipti eins og borgurum á EES-svæðinu stendur til boða. Já, þannig að ég held að það sé hægt að svara því að þeir telji sig vera að stunda viðskipti eins og hver annar,“ segir Jón Haukur. Lögreglan hafi ekki handtekið neinn vegna málsins. „Nei, það hefur verið tekin skýrsla af þeim sem kynnir sig sem fyrirsvarsmann fyrirtækisins en ekkert meira og ekkert eðlilegt að við gefum meira upp um það, það er ekki eðlilegt að við tjáum okkur meira um það í raun og veru.“ Þá hefur lögreglan á Vesturlandi ekki fengið fleiri kærur vegna mannanna og þá kveðst Jón Haukur ekki hafa upplýsingar um það hvort mennirnir hafi náð að hafa fé af einhverjum.Hvetur fólk til að sýna varúð Aðspurður hvort lögreglan hafi einhverjar upplýsingar um að fyrirtækið sem mennirnir segjast vinna hjá starfræki svipaða þjónustu í Bretlandi segir Jón Haukur að lögreglan hafi ekki slíkar upplýsingar. „Við erum ekki með neinn aðgang að fyrirtækjaskrá í Bretlandi til þess að rekja slíkar upplýsingar,“ segir hann en að því er fram kemur á vef RÚV heitir fyrirtækið Tarmacadams ltd., og er skráð í Darlington í Bretlandi. En hefur þetta fyrirtæki komið hingað áður? „Ég hef engar upplýsingar um það. Það er frjáls för fólks á milli landa og við búum í því umhverfi og verðum að sætta okkur við það en menn þurfa að fara eftir reglum í hverju landi fyrir sig.“Eru þið að vara fólk við að eiga viðskipti við þessa menn? Teljið þið að viðskiptahættir þeirra séu andstæðir reglum hér á landi, allavega eins og þeim hefur verið lýst? „Ég vil ekki taka þannig til orða. Við hvetjum fólk til að sýna varúð og ef tilboð hljóma of góð til að vera sönn þá getur verið að það sé staðan. Fólk þarf að fara varlega. Vegagerð á Íslandi er öðrum skilyrðum háð heldur en víðast hvar annars staðar vegna veðurfars. Það þarf að undirbúa vegaframkvæmdir betur en víðast hvar annars staðar og fólk þarf þá að vita hvernig á að framkvæma verk ef fólk semur um að verk eigi að vinna,“ segir Jón Haukur.Veistu meira um málið? Sendu okkur ábendingu á ritstjorn[hja]visir.is eða í gegnum Facebook-síðu Vísis. Fullum trúnaði heitið. Lögreglumál Tengdar fréttir Vara við enskumælandi mönnum sem segjast vera verktakar við malbikun Lögreglan á Norðurlandi eystra beinir því til fólks í nýrri Facebook-færslu að hafa varann á fái það tilboð frá enskumælandi mönnum sem segjast vera verktakar við malbikun. 10. júlí 2019 13:37 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Fleiri fréttir Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Sjá meira
Lögreglan á Vesturlandi hefur rætt við breskan mann sem kveðst vera í fyrirsvari fyrir breskt fyrirtæki sem lagði olíumöl á heimreið að bænum Lækjarkoti í grennd við Borgarnes fyrr í vikunni. Þetta segir Jón Haukur Hauksson, staðgengill lögreglustjórans á Vesturlandi, í samtali við Vísi. Að verki loknu ætluðu mennirnir að rukka ábúendur að Lækjarkoti um þrjár milljónir króna fyrir verkið. Fram hefur komið í fréttum að Vegagerðin ber ábyrgð á veginum og hefur hún kært málið til lögreglu en verkið var illa unnið af hálfu mannanna. Svipaður flokkur eða flokkar manna sem bjóða malbikun hafa verið á ferð á Suðurlandi og á Norðurlandi eystra. Þá hafa menn verið á ferð í Langholtshverfi í Reykjavík í morgun að bjóða íbúum þar malbikun samkvæmt færslu í Facebook-hópi íbúa. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu minnir fólk á að vera gagnrýnið á allskyns gylliboð sem kunna að bjóðast.Ekki borist fleiri kærur vegna mannanna Jón Haukur segir lögregluna ekki vera með nákvæma tölu um hversu margir mennirnir eru sem starfa hjá fyrirtækinu. Hann segir að þeir telji sig vera að stunda viðskipti hér eins og hver annar. „Þetta er náttúrulega breskt fyrirtæki og þeir telja sig vera hér í viðskiptalegum erindum og telja sig vera að stunda viðskipti eins og borgurum á EES-svæðinu stendur til boða. Já, þannig að ég held að það sé hægt að svara því að þeir telji sig vera að stunda viðskipti eins og hver annar,“ segir Jón Haukur. Lögreglan hafi ekki handtekið neinn vegna málsins. „Nei, það hefur verið tekin skýrsla af þeim sem kynnir sig sem fyrirsvarsmann fyrirtækisins en ekkert meira og ekkert eðlilegt að við gefum meira upp um það, það er ekki eðlilegt að við tjáum okkur meira um það í raun og veru.“ Þá hefur lögreglan á Vesturlandi ekki fengið fleiri kærur vegna mannanna og þá kveðst Jón Haukur ekki hafa upplýsingar um það hvort mennirnir hafi náð að hafa fé af einhverjum.Hvetur fólk til að sýna varúð Aðspurður hvort lögreglan hafi einhverjar upplýsingar um að fyrirtækið sem mennirnir segjast vinna hjá starfræki svipaða þjónustu í Bretlandi segir Jón Haukur að lögreglan hafi ekki slíkar upplýsingar. „Við erum ekki með neinn aðgang að fyrirtækjaskrá í Bretlandi til þess að rekja slíkar upplýsingar,“ segir hann en að því er fram kemur á vef RÚV heitir fyrirtækið Tarmacadams ltd., og er skráð í Darlington í Bretlandi. En hefur þetta fyrirtæki komið hingað áður? „Ég hef engar upplýsingar um það. Það er frjáls för fólks á milli landa og við búum í því umhverfi og verðum að sætta okkur við það en menn þurfa að fara eftir reglum í hverju landi fyrir sig.“Eru þið að vara fólk við að eiga viðskipti við þessa menn? Teljið þið að viðskiptahættir þeirra séu andstæðir reglum hér á landi, allavega eins og þeim hefur verið lýst? „Ég vil ekki taka þannig til orða. Við hvetjum fólk til að sýna varúð og ef tilboð hljóma of góð til að vera sönn þá getur verið að það sé staðan. Fólk þarf að fara varlega. Vegagerð á Íslandi er öðrum skilyrðum háð heldur en víðast hvar annars staðar vegna veðurfars. Það þarf að undirbúa vegaframkvæmdir betur en víðast hvar annars staðar og fólk þarf þá að vita hvernig á að framkvæma verk ef fólk semur um að verk eigi að vinna,“ segir Jón Haukur.Veistu meira um málið? Sendu okkur ábendingu á ritstjorn[hja]visir.is eða í gegnum Facebook-síðu Vísis. Fullum trúnaði heitið.
Lögreglumál Tengdar fréttir Vara við enskumælandi mönnum sem segjast vera verktakar við malbikun Lögreglan á Norðurlandi eystra beinir því til fólks í nýrri Facebook-færslu að hafa varann á fái það tilboð frá enskumælandi mönnum sem segjast vera verktakar við malbikun. 10. júlí 2019 13:37 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Fleiri fréttir Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Sjá meira
Vara við enskumælandi mönnum sem segjast vera verktakar við malbikun Lögreglan á Norðurlandi eystra beinir því til fólks í nýrri Facebook-færslu að hafa varann á fái það tilboð frá enskumælandi mönnum sem segjast vera verktakar við malbikun. 10. júlí 2019 13:37