Alveg ljóst að fleiri konur verði sóttar til saka Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. júlí 2019 12:45 Sóley Tómasdóttir, fyrrverandi forseti borgarstjórnar, er einn stofnenda Málfrelsissjóðsins. Fréttablaðið/pjetur Aðstandendur Málfrelsissjóðsins, sem ætlaður er konum sem kunna að vera dæmdar fyrir ummæli í tengslum við kynbundið ofbeldi, segjast himinlifandi eftir að söfnunartakmark upp á nær þrjár milljónir náðist í gær. Einn stofnenda segir upphæðina þó ekki einu sinni duga fyrir þeim málum sem þegar hefur verið dæmt í.Málfrelsissjóðnum er ætlað að standa straum af málsvarnarkostnaði og mögulegum skaðabótum sem konur kunna að vera dæmdar til að greiða ef þær tjá sig um kynbundið ofbeldi á opinberum vettvangi. Söfnuninni var hrint af stað á Karolinafund í síðasta mánuði eftir að Oddný Arnarsdóttir og Hildur Lilliendahl Viggósdóttir voru dæmdar til að greiða miskabætur vegna ummæla sem þær létu falla vegna Hlíðamálsins svokallaða.Sjá einnig: „Það er einfaldlega stórhættulegt fyrir okkur að tala um þetta ofbeldi“ Í gær náðist 20 þúsund evra söfnunartakmark í sjóðinn og stendur hann því í tæpum þremur milljónum íslenskra króna. Sóley Tómasdóttir einn stofnenda sjóðsins segir aðstandendur hans himinlifandi með áfangann. „Við erum ofboðslega þakklátar fyrir þann samtakamátt og þann stuðning sem við höfum fundið í þessu. Þetta er auðvitað ekki stuðningur við okkur heldur við konur og við þolendur og við jaðarsetta hópa. Og það skiptir gríðarlega miklu máli að samfélagið sé tilbúið að taka á þessum málum í sameiningu.“Dekkar ekki einu sinni málin sem þegar hefur verið dæmt í Sóley segir þó að milljónirnar séu aðeins dropi í hafið - enn þurfi mikið til. „Sú upphæð mun ekki ná til að dekka þær bætur sem þegar hafa verið dæmdar. Það er alveg ljóst að það eru fleiri málsóknir í uppsiglingu og það eru mjög margar konur sem langar til að tala en hafa aldrei þorað það af ótta við málsóknir,“ segir Sóley. „Þannig að það er alveg ljóst að með tilurð þessa sjóðs, og ef hann verður raunverulega stór og öflugur bakhjarl fyrir konur eða þolendur sem vilja tala, þá getum við opnað á að samfélagið heyri raunverulega þær sögur sem það þarf að heyra til þess að geta tekið á þeim vanda sem nauðgunarmenning er í samfélaginu.“ Sjóðurinn verður formlega stofnaður þegar söfnun lýkur eftir ellefu daga. Þá á einnig eftir að semja úthlutunarreglur en enn er hægt að leggja sjóðnum lið inni á söfnunarsíðunni. Dómsmál Hlíðamálið Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir „Það er einfaldlega stórhættulegt fyrir okkur að tala um þetta ofbeldi“ „Ég verð sjálf skíthrædd, miðað við þennan dóm veit ég ekki hversu frjálst ríkið er,“ segir Anna Lotta Michaelsdóttir einn stofnenda Málfrelsissjóðs sem stofnaður var í dag í þágu þeirra sem tjá sig um kynbundið ofbeldi. 21. júní 2019 14:05 Stofna sjóð til að draga úr hræðslu kvenna við að tjá sig um kynbundið ofbeldi Hópur kvenna hefur stofnað málfrelsissjóð á söfnunarsíðunni Karolinafund í þeim tilgangi að draga úr ótta kvenna við að tjá sig um kynbundið ofbeldi og tryggja að fjárhagsáhyggjur bætist ekki við það andlega og tilfinningalega álag sem fylgir því að tala um kynbundið ofbeldi. 21. júní 2019 10:57 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Sjá meira
Aðstandendur Málfrelsissjóðsins, sem ætlaður er konum sem kunna að vera dæmdar fyrir ummæli í tengslum við kynbundið ofbeldi, segjast himinlifandi eftir að söfnunartakmark upp á nær þrjár milljónir náðist í gær. Einn stofnenda segir upphæðina þó ekki einu sinni duga fyrir þeim málum sem þegar hefur verið dæmt í.Málfrelsissjóðnum er ætlað að standa straum af málsvarnarkostnaði og mögulegum skaðabótum sem konur kunna að vera dæmdar til að greiða ef þær tjá sig um kynbundið ofbeldi á opinberum vettvangi. Söfnuninni var hrint af stað á Karolinafund í síðasta mánuði eftir að Oddný Arnarsdóttir og Hildur Lilliendahl Viggósdóttir voru dæmdar til að greiða miskabætur vegna ummæla sem þær létu falla vegna Hlíðamálsins svokallaða.Sjá einnig: „Það er einfaldlega stórhættulegt fyrir okkur að tala um þetta ofbeldi“ Í gær náðist 20 þúsund evra söfnunartakmark í sjóðinn og stendur hann því í tæpum þremur milljónum íslenskra króna. Sóley Tómasdóttir einn stofnenda sjóðsins segir aðstandendur hans himinlifandi með áfangann. „Við erum ofboðslega þakklátar fyrir þann samtakamátt og þann stuðning sem við höfum fundið í þessu. Þetta er auðvitað ekki stuðningur við okkur heldur við konur og við þolendur og við jaðarsetta hópa. Og það skiptir gríðarlega miklu máli að samfélagið sé tilbúið að taka á þessum málum í sameiningu.“Dekkar ekki einu sinni málin sem þegar hefur verið dæmt í Sóley segir þó að milljónirnar séu aðeins dropi í hafið - enn þurfi mikið til. „Sú upphæð mun ekki ná til að dekka þær bætur sem þegar hafa verið dæmdar. Það er alveg ljóst að það eru fleiri málsóknir í uppsiglingu og það eru mjög margar konur sem langar til að tala en hafa aldrei þorað það af ótta við málsóknir,“ segir Sóley. „Þannig að það er alveg ljóst að með tilurð þessa sjóðs, og ef hann verður raunverulega stór og öflugur bakhjarl fyrir konur eða þolendur sem vilja tala, þá getum við opnað á að samfélagið heyri raunverulega þær sögur sem það þarf að heyra til þess að geta tekið á þeim vanda sem nauðgunarmenning er í samfélaginu.“ Sjóðurinn verður formlega stofnaður þegar söfnun lýkur eftir ellefu daga. Þá á einnig eftir að semja úthlutunarreglur en enn er hægt að leggja sjóðnum lið inni á söfnunarsíðunni.
Dómsmál Hlíðamálið Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir „Það er einfaldlega stórhættulegt fyrir okkur að tala um þetta ofbeldi“ „Ég verð sjálf skíthrædd, miðað við þennan dóm veit ég ekki hversu frjálst ríkið er,“ segir Anna Lotta Michaelsdóttir einn stofnenda Málfrelsissjóðs sem stofnaður var í dag í þágu þeirra sem tjá sig um kynbundið ofbeldi. 21. júní 2019 14:05 Stofna sjóð til að draga úr hræðslu kvenna við að tjá sig um kynbundið ofbeldi Hópur kvenna hefur stofnað málfrelsissjóð á söfnunarsíðunni Karolinafund í þeim tilgangi að draga úr ótta kvenna við að tjá sig um kynbundið ofbeldi og tryggja að fjárhagsáhyggjur bætist ekki við það andlega og tilfinningalega álag sem fylgir því að tala um kynbundið ofbeldi. 21. júní 2019 10:57 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Sjá meira
„Það er einfaldlega stórhættulegt fyrir okkur að tala um þetta ofbeldi“ „Ég verð sjálf skíthrædd, miðað við þennan dóm veit ég ekki hversu frjálst ríkið er,“ segir Anna Lotta Michaelsdóttir einn stofnenda Málfrelsissjóðs sem stofnaður var í dag í þágu þeirra sem tjá sig um kynbundið ofbeldi. 21. júní 2019 14:05
Stofna sjóð til að draga úr hræðslu kvenna við að tjá sig um kynbundið ofbeldi Hópur kvenna hefur stofnað málfrelsissjóð á söfnunarsíðunni Karolinafund í þeim tilgangi að draga úr ótta kvenna við að tjá sig um kynbundið ofbeldi og tryggja að fjárhagsáhyggjur bætist ekki við það andlega og tilfinningalega álag sem fylgir því að tala um kynbundið ofbeldi. 21. júní 2019 10:57
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent