Miðbakkinn verður aldrei aftur bílastæði Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. júlí 2019 12:30 Fyrirtækið Skiltamálun sá um myndskreytingar og málun á torginu, sem er skreytt sjávartengdum myndum. Mynd/Reykjavíkurborg Nýtt almenningsrými við Miðbakkann opnar með pompi og prakt í dag. Formaður skipulagsráðs Reykjavíkur býst við miklu fjöri við opnunina í dag og fagnar nýrri og varanlegri viðbót við menningarflóru borgarinnar. Opnun Miðbakkans er samvinnuverkefni Reykjavíkurborgar og Faxaflóahafna en um er að ræða svæði sem áður var bílastæði. Á Miðbakkanum verður nú lögð áhersla á samspil milli hafnar, borgar og borgarbúa - að því er segir í tilkynningu frá skipuleggjendum. Ungir listamenn hafa málað svæðið með sjávartengdum myndum en hönnun svæðisins hefur vakið mikla athygli, einkum fyrir umræddar myndir af fiskum og kröbbum sem prýða malbikið. Skiltamálun sá um myndskreytingar og málun á torginu, Steinar Fjeldsted sá um hönnun á brettavelli, Sesselja Traustadóttir vann hugmyndavinnu fyrir hjólasvæðið og hafa starfsmenn bæði Faxaflóahafna og Reykjavíkurborgar unnið hörðum höndum að uppsetningu svæðisins. Þá hafa ýmis tímabundin verkefni hafa verið sett upp á svæðinu fyrir alla fjölskylduna. Á svæðinu er til að mynda hjólabrettavöllur, hjólaleikvöllur, körfuboltavöllur og matartorg með matarvögnum.Sigurborg Ósk Haraldsdóttir er borgarfulltrúi Pírata og formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar.fréttablaðið/eyþórSigurborg Ósk Haraldsdóttir formaður skipulagsráðs Reykjavíkurborgar segir mikið standa til í dag. „Dagskráin byrjar klukkan fjögur í dag og við verðum með plötusnúða sem spila tónlist, það verður danssýning og svo verða BMX brós með sýningu á svæðinu og svo eru að sjálfsögðu matarvagnar.“ Í sumar verður svo boðið upp á ýmsa viðburði á svæðinu en þar má nefna fyrstu götubitahátíðina á Íslandi helgina 19. til 21. júlí. Einnig verða básar fyrir svokallaðar pop up-verslanir, bar, kaffisölu og matarmarkað ásamt öðrum nýjungum. Þá verður boðið upp á lifandi tónlist og önnur skemmtiatriði. Sigurborg segir að svæðið sé hugsað sem varanleg viðbót við menningar- og tómstundaiðkun borgarbúa. „Ég held þetta verði mjög lifandi og skemmtilegt svæði, sem var að sjálfsögðu bílastæði en er nú orðið hluti af almenningsrými fyrir borgarbúa. Því verður ekki breytt aftur í bílastæði en hins vegar er hugmyndin að með tíð og tíma komi varanlegri aðstaða fyrir þessa íþróttaiðkun og annars konar starfsemi á hafnarbakkanum.“ Dagskrá opnunarhátíðar Miðbakkans má nálgast hér. Reykjavík Skipulag Tengdar fréttir Miðbakkinn verður opið almannarými Borgarstjórn samþykkti einróma í vikunni tillögu um að Reykjavíkurborg fari í samstarf með Faxaflóahöfnum um að endurheimta Miðbakkann sem almannarými. Í dag eru þar bílastæði. 7. mars 2019 06:30 Samþykktu að endurheimta Miðbakkann sem almenningsrými Tillaga borgarfulltrúa meirihlutans í borgarstjórn um að endurheimta Miðbakkann sem almannarými var samþykkt einróma á fundi borgarstjórnar í kvöld. 5. mars 2019 20:25 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
Nýtt almenningsrými við Miðbakkann opnar með pompi og prakt í dag. Formaður skipulagsráðs Reykjavíkur býst við miklu fjöri við opnunina í dag og fagnar nýrri og varanlegri viðbót við menningarflóru borgarinnar. Opnun Miðbakkans er samvinnuverkefni Reykjavíkurborgar og Faxaflóahafna en um er að ræða svæði sem áður var bílastæði. Á Miðbakkanum verður nú lögð áhersla á samspil milli hafnar, borgar og borgarbúa - að því er segir í tilkynningu frá skipuleggjendum. Ungir listamenn hafa málað svæðið með sjávartengdum myndum en hönnun svæðisins hefur vakið mikla athygli, einkum fyrir umræddar myndir af fiskum og kröbbum sem prýða malbikið. Skiltamálun sá um myndskreytingar og málun á torginu, Steinar Fjeldsted sá um hönnun á brettavelli, Sesselja Traustadóttir vann hugmyndavinnu fyrir hjólasvæðið og hafa starfsmenn bæði Faxaflóahafna og Reykjavíkurborgar unnið hörðum höndum að uppsetningu svæðisins. Þá hafa ýmis tímabundin verkefni hafa verið sett upp á svæðinu fyrir alla fjölskylduna. Á svæðinu er til að mynda hjólabrettavöllur, hjólaleikvöllur, körfuboltavöllur og matartorg með matarvögnum.Sigurborg Ósk Haraldsdóttir er borgarfulltrúi Pírata og formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar.fréttablaðið/eyþórSigurborg Ósk Haraldsdóttir formaður skipulagsráðs Reykjavíkurborgar segir mikið standa til í dag. „Dagskráin byrjar klukkan fjögur í dag og við verðum með plötusnúða sem spila tónlist, það verður danssýning og svo verða BMX brós með sýningu á svæðinu og svo eru að sjálfsögðu matarvagnar.“ Í sumar verður svo boðið upp á ýmsa viðburði á svæðinu en þar má nefna fyrstu götubitahátíðina á Íslandi helgina 19. til 21. júlí. Einnig verða básar fyrir svokallaðar pop up-verslanir, bar, kaffisölu og matarmarkað ásamt öðrum nýjungum. Þá verður boðið upp á lifandi tónlist og önnur skemmtiatriði. Sigurborg segir að svæðið sé hugsað sem varanleg viðbót við menningar- og tómstundaiðkun borgarbúa. „Ég held þetta verði mjög lifandi og skemmtilegt svæði, sem var að sjálfsögðu bílastæði en er nú orðið hluti af almenningsrými fyrir borgarbúa. Því verður ekki breytt aftur í bílastæði en hins vegar er hugmyndin að með tíð og tíma komi varanlegri aðstaða fyrir þessa íþróttaiðkun og annars konar starfsemi á hafnarbakkanum.“ Dagskrá opnunarhátíðar Miðbakkans má nálgast hér.
Reykjavík Skipulag Tengdar fréttir Miðbakkinn verður opið almannarými Borgarstjórn samþykkti einróma í vikunni tillögu um að Reykjavíkurborg fari í samstarf með Faxaflóahöfnum um að endurheimta Miðbakkann sem almannarými. Í dag eru þar bílastæði. 7. mars 2019 06:30 Samþykktu að endurheimta Miðbakkann sem almenningsrými Tillaga borgarfulltrúa meirihlutans í borgarstjórn um að endurheimta Miðbakkann sem almannarými var samþykkt einróma á fundi borgarstjórnar í kvöld. 5. mars 2019 20:25 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
Miðbakkinn verður opið almannarými Borgarstjórn samþykkti einróma í vikunni tillögu um að Reykjavíkurborg fari í samstarf með Faxaflóahöfnum um að endurheimta Miðbakkann sem almannarými. Í dag eru þar bílastæði. 7. mars 2019 06:30
Samþykktu að endurheimta Miðbakkann sem almenningsrými Tillaga borgarfulltrúa meirihlutans í borgarstjórn um að endurheimta Miðbakkann sem almannarými var samþykkt einróma á fundi borgarstjórnar í kvöld. 5. mars 2019 20:25