Ólögleg skotvopn keypt upp á Nýja-Sjálandi Gígja Hilmarsdóttir skrifar 13. júlí 2019 11:03 224 skotvopn hafa nú verið keypt upp fyrir 37 milljónir íslenskra króna. Getty/Kai Schwoerer Tugir byssueigenda í Christchurch á Nýja-Sjálandi hafa afhent skotvopn sín í skiptum fyrir fjármuni í fyrstu aðgerð stjórnvalda við að gera hálf-sjálfvirk skotvopn upptæk. Alls eru 250 slíkar aðgerðir fyrirhugaðar.Á vef Guardian kemur fram að lögreglan þar í landi hafi greitt um tvö hundruð þúsund nýsjálenskra dollara til 68 byssueiganda á fyrstu klukkutímum aðgerðarinnar sem fór fram á laugaradag eða tæpar sautján milljónir íslenskra króna.ABC fréttastofan í Ástralíu greindi frá því að undir lok dags hafi 169 manns afhent alls 224 ólögleg vopn. Í byrjun apríl var vopnalöggjöf í landinu hert en hún var samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta nýsjálenska þingsins. Alls greiddu 119 þingmenn atkvæði með frumvarpinu og aðeins einn greiddi atkvæði gegn því. Ástralinn Brandon Tarrant er ákærður fyrir að hafa orðið 51 að bana í hryðjuverkaárásinni í Christchurch þann 15. mars síðastliðinn. Hann kveðst saklaus en réttarhöldin verða haldin 4. maí 2020 og er gert ráð fyrir að þau muni taka sex vikur. Ríkisstjórn Nýja-Sjálands hefur ákveðið að verja meira en 200 milljóumn nýsjálenskra dollara í aðgerðum við að kaupa vopnin til baka. Þrátt fyrir það eru margir skotvopnaeigendur í landinu ósáttir með gjaldið sem ríkið er tilbúið að greiða fyrir vopnin og telja það of lágt. Fresturinn til að skila inn nú ólöglegu skotvopnunum rennur út í desember næstkomandi. Áætlaður fjöldi ólöglegra skotvopna um Nýja-Sjáland eru talin vera um ein og hálf milljón vopna. Hryðjuverk í Christchurch Nýja-Sjáland Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Innlent Fleiri fréttir Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Sjá meira
Tugir byssueigenda í Christchurch á Nýja-Sjálandi hafa afhent skotvopn sín í skiptum fyrir fjármuni í fyrstu aðgerð stjórnvalda við að gera hálf-sjálfvirk skotvopn upptæk. Alls eru 250 slíkar aðgerðir fyrirhugaðar.Á vef Guardian kemur fram að lögreglan þar í landi hafi greitt um tvö hundruð þúsund nýsjálenskra dollara til 68 byssueiganda á fyrstu klukkutímum aðgerðarinnar sem fór fram á laugaradag eða tæpar sautján milljónir íslenskra króna.ABC fréttastofan í Ástralíu greindi frá því að undir lok dags hafi 169 manns afhent alls 224 ólögleg vopn. Í byrjun apríl var vopnalöggjöf í landinu hert en hún var samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta nýsjálenska þingsins. Alls greiddu 119 þingmenn atkvæði með frumvarpinu og aðeins einn greiddi atkvæði gegn því. Ástralinn Brandon Tarrant er ákærður fyrir að hafa orðið 51 að bana í hryðjuverkaárásinni í Christchurch þann 15. mars síðastliðinn. Hann kveðst saklaus en réttarhöldin verða haldin 4. maí 2020 og er gert ráð fyrir að þau muni taka sex vikur. Ríkisstjórn Nýja-Sjálands hefur ákveðið að verja meira en 200 milljóumn nýsjálenskra dollara í aðgerðum við að kaupa vopnin til baka. Þrátt fyrir það eru margir skotvopnaeigendur í landinu ósáttir með gjaldið sem ríkið er tilbúið að greiða fyrir vopnin og telja það of lágt. Fresturinn til að skila inn nú ólöglegu skotvopnunum rennur út í desember næstkomandi. Áætlaður fjöldi ólöglegra skotvopna um Nýja-Sjáland eru talin vera um ein og hálf milljón vopna.
Hryðjuverk í Christchurch Nýja-Sjáland Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Innlent Fleiri fréttir Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Sjá meira
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent