Vigdís sigri hrósandi eftir að dómsmálaráðuneytið óskaði eftir gögnum kjörnefndar Gígja Hilmarsdóttir skrifar 13. júlí 2019 13:03 Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins. visir/vilhelm Dómsmálaráðuneytið hefur óskað eftir gögnum kjörnefndar sem vísaði frá kæru Vigdísar Hauksdóttur á framframkvæmd borgarstjórnarkosninganna. Vigdís tjáði sig um málið á Facebook-síðu sinni. „Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu er beðinn að hlutast til um að ráðuneytinu verði send öll gögn málsins og athugasemdir nefndarinnar við kæruna ef einhverjar eru. Ráðuneytið sendir kæruna ekki aftur til nefndarinnar og virðist ætla að taka hana sjálft til efnismeðferðar,“ skrifaði Vigdís. Áður hafði sýslumaður vísað kæru Vigdísar frá á þeim grundvelli að kæran hafi komið of seint en í júní felldi dómsmálaráðuneytið ákvörðun sýslumanns úr gildi og lagði fyrir hana að skipa þriggja manna nefnd til að úrskurða um kæruefni. Sú nefnd komst að sömu niðurstöðu og sýslumaður og var kærunni því aftur vísað frá. Í lok júní kærði Vigdís úrskurð kærunefndarinnar og 2. júlí barst henni bréf frá dómsmálaráðuneytinu þar sem fram kemur að ráðuneytið óski eftir að fá öll gögn málsins og athugasemdir nefndarinnar við kæruna ef einhverjar eru. Forsaga málsins er sú að Persónuvernd komst að þeirri niðurstöðu að ekki hafi verið gætt að persónuverndarákvæðum í aðgerðum Reykjavíkurborgar til að auka kosningaþátttöku. Vigdís kærði því framkvæmd kosninganna á þeim grundvelli að aðgerðir Reykjavíkurborgar hafi verið ólögmæt íhlutun þáverandi meirihluta fyrir kosningarnar.Kosningasvindl verði ekki liðið Vigdís segir í samtali við Vísi að erfitt sé að sjá fyrir hvað gerist næst. „Það er fordæmalaust á Íslandi að kosningakæra sé meðhöndluð með þessu hætti,“ segir hún. Það sé verið að brjóta blað í sögunni og því erfitt að segja hvað úr verður. „Vonandi sigrar réttlætið að lokum og kosningasvindl verður ekki liðið,“ segir Vigdís. Borgarstjórn Miðflokkurinn Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Vigdís Hauksdóttir kærir úrskurð kjörnefndar Vigdís segir nýjan kærufrest fyrir framkvæmd síðustu borgarstjórnarkosninga hafa byrjað daginn sem úrskurður Persónuverndar um brot Reykjavíkur á persónuverndarlögum var birtur. 1. júlí 2019 19:01 Þriggja manna nefnd tekur afstöðu til kæru Vigdísar Dómsmálaráðuneytið hefur fellt úr gildi ákvörðun sýslumanns á höfuðborgarsvæðinu þess efnis að vísa frá kæru Vigdísar Hauksdóttir, borgarfulltrúa Miðflokksins, um gildi borgarstjórnarkosninganna í Reykjavík. Lagt hefur verið fyrir sýslumann að skipa þriggja manna nefnd til að úrskurða um kæruefni. 5. júní 2019 10:55 Þriggja manna nefndin vísar kosningakæru Vigdísar frá Þriggja manna nefnd skipuð af sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu hefur komist að þeirri niðurstöðu að kæra Vigdísar Hauksdóttir, borgarfulltrúa Miðflokksins, á framkvæmd borgarstjórnakosninganna á síðasta ári hafi komið of seint fram og var henni því vísað frá. Vigdís hyggst kæra úrskurðinn til dómsmálaráðuneytisins. 25. júní 2019 13:39 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent Fleiri fréttir Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Sjá meira
Dómsmálaráðuneytið hefur óskað eftir gögnum kjörnefndar sem vísaði frá kæru Vigdísar Hauksdóttur á framframkvæmd borgarstjórnarkosninganna. Vigdís tjáði sig um málið á Facebook-síðu sinni. „Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu er beðinn að hlutast til um að ráðuneytinu verði send öll gögn málsins og athugasemdir nefndarinnar við kæruna ef einhverjar eru. Ráðuneytið sendir kæruna ekki aftur til nefndarinnar og virðist ætla að taka hana sjálft til efnismeðferðar,“ skrifaði Vigdís. Áður hafði sýslumaður vísað kæru Vigdísar frá á þeim grundvelli að kæran hafi komið of seint en í júní felldi dómsmálaráðuneytið ákvörðun sýslumanns úr gildi og lagði fyrir hana að skipa þriggja manna nefnd til að úrskurða um kæruefni. Sú nefnd komst að sömu niðurstöðu og sýslumaður og var kærunni því aftur vísað frá. Í lok júní kærði Vigdís úrskurð kærunefndarinnar og 2. júlí barst henni bréf frá dómsmálaráðuneytinu þar sem fram kemur að ráðuneytið óski eftir að fá öll gögn málsins og athugasemdir nefndarinnar við kæruna ef einhverjar eru. Forsaga málsins er sú að Persónuvernd komst að þeirri niðurstöðu að ekki hafi verið gætt að persónuverndarákvæðum í aðgerðum Reykjavíkurborgar til að auka kosningaþátttöku. Vigdís kærði því framkvæmd kosninganna á þeim grundvelli að aðgerðir Reykjavíkurborgar hafi verið ólögmæt íhlutun þáverandi meirihluta fyrir kosningarnar.Kosningasvindl verði ekki liðið Vigdís segir í samtali við Vísi að erfitt sé að sjá fyrir hvað gerist næst. „Það er fordæmalaust á Íslandi að kosningakæra sé meðhöndluð með þessu hætti,“ segir hún. Það sé verið að brjóta blað í sögunni og því erfitt að segja hvað úr verður. „Vonandi sigrar réttlætið að lokum og kosningasvindl verður ekki liðið,“ segir Vigdís.
Borgarstjórn Miðflokkurinn Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Vigdís Hauksdóttir kærir úrskurð kjörnefndar Vigdís segir nýjan kærufrest fyrir framkvæmd síðustu borgarstjórnarkosninga hafa byrjað daginn sem úrskurður Persónuverndar um brot Reykjavíkur á persónuverndarlögum var birtur. 1. júlí 2019 19:01 Þriggja manna nefnd tekur afstöðu til kæru Vigdísar Dómsmálaráðuneytið hefur fellt úr gildi ákvörðun sýslumanns á höfuðborgarsvæðinu þess efnis að vísa frá kæru Vigdísar Hauksdóttir, borgarfulltrúa Miðflokksins, um gildi borgarstjórnarkosninganna í Reykjavík. Lagt hefur verið fyrir sýslumann að skipa þriggja manna nefnd til að úrskurða um kæruefni. 5. júní 2019 10:55 Þriggja manna nefndin vísar kosningakæru Vigdísar frá Þriggja manna nefnd skipuð af sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu hefur komist að þeirri niðurstöðu að kæra Vigdísar Hauksdóttir, borgarfulltrúa Miðflokksins, á framkvæmd borgarstjórnakosninganna á síðasta ári hafi komið of seint fram og var henni því vísað frá. Vigdís hyggst kæra úrskurðinn til dómsmálaráðuneytisins. 25. júní 2019 13:39 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent Fleiri fréttir Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Sjá meira
Vigdís Hauksdóttir kærir úrskurð kjörnefndar Vigdís segir nýjan kærufrest fyrir framkvæmd síðustu borgarstjórnarkosninga hafa byrjað daginn sem úrskurður Persónuverndar um brot Reykjavíkur á persónuverndarlögum var birtur. 1. júlí 2019 19:01
Þriggja manna nefnd tekur afstöðu til kæru Vigdísar Dómsmálaráðuneytið hefur fellt úr gildi ákvörðun sýslumanns á höfuðborgarsvæðinu þess efnis að vísa frá kæru Vigdísar Hauksdóttir, borgarfulltrúa Miðflokksins, um gildi borgarstjórnarkosninganna í Reykjavík. Lagt hefur verið fyrir sýslumann að skipa þriggja manna nefnd til að úrskurða um kæruefni. 5. júní 2019 10:55
Þriggja manna nefndin vísar kosningakæru Vigdísar frá Þriggja manna nefnd skipuð af sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu hefur komist að þeirri niðurstöðu að kæra Vigdísar Hauksdóttir, borgarfulltrúa Miðflokksins, á framkvæmd borgarstjórnakosninganna á síðasta ári hafi komið of seint fram og var henni því vísað frá. Vigdís hyggst kæra úrskurðinn til dómsmálaráðuneytisins. 25. júní 2019 13:39
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?