Riyad Mahrez var hetja Alsír í Afríkukeppninni í fótbolta í kvöld og skaut þeim í úrslitaleik keppninnar á síðustu stundu.
Alsír mætti Nígeríu í seinni úrslitaleik Afríkukeppninnar í kvöld.
William Troost-Ekong skoraði sjálfsmark og kom Alsír yfir á 40. mínútu en Odion Ighalo jafnaði metin úr vítaspyrnu á 73. mínútu.
Þegar allt stefndi í að framlengja þyrfti leikinn skoraði Mahrez sigurmarkið seint í uppbótartíma, beint úr aukaspyrnu.
Alsír mætir Senegal í úrslitaleiknum.
