Virkir fíklar vekja ótta við áfangaheimilið Draumasetur Ari Brynjólfsson skrifar 15. júlí 2019 07:30 Ólafur Haukur og Elín Arna settu Draumasetið á laggirnar árið 2013. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari „Ég er ekki viss um að þetta sé besta staðsetningin. Reyndar gæti þetta verið sú versta af öllum,“ segir Ólafur Haukur Ólafsson, stofnandi Draumasetursins. Draumasetrið er áfangaheimili sem ætlað er fyrrverandi fíklum sem eiga engan annan samastað. Skipulags- og samgönguráð Reykjavíkurborgar samþykkti í síðustu viku deiliskipulag smáhýsa fyrir heimilislaust fólk með fjölþættan vanda, og munu smáhýsin rísa á Höfðabakka og á stað þar sem nú eru bílastæði fyrir utan Draumasetrið. Ólafur Haukur óttast að í smáhýsin flytji einstaklingar í virkri neyslu sem ættu ekki að umgangast þá sem eru í bata. „Ég veit alveg hvernig þetta er þegar einstaklingur í neyslu kemur inn til okkar, það titrar allt og skelfur. Þetta er ótrúlega erfitt fyrir fólk sem er að stíga fyrstu skref í edrúmennsku,“ segir Ólafur Haukur. „Fyrir utan að það er eitthvað að samfélagi sem ætlast til að fólk búi í gámum á bílastæði.“Ragna Sigurðardóttir, varaborgarfulltrúi Samfylkingar.Ragna Sigurðardóttir, fulltrúi Samfylkingarinnar í skipulags- og samgönguráði, segir að ekki sé gefið að í smáhýsunum við Héðinsgötu verði einstaklingar í virkri neyslu, enda sé um fjölbreyttan hóp að ræða sem glímir við húsnæðisleysi af ýmsum ástæðum. „Þeim einstaklingum sem þurfa þjónustu verður fundið viðeigandi úrræði sem byggir á faglegu mati í hverju tilviki fyrir sig. En sú hugmyndafræði er ríkjandi almennt hjá Reykjavíkurborg að það sé til húsnæði fyrir fólk í virkri neyslu, í anda „Housing First“ stefnunnar“, segir Ragna. Mikilvægt sé að umræða um úrræði einkennist ekki af fordómum gagnvart þessum hópi. „Það á enginn að vera á götunni og það skiptir máli að þessir einstaklingar hafi öruggt skjól.“ Ragna bendir á að það séu dæmi þess að áfangaheimili séu rekin við hlið búsetuúrræða. „Það getur verið jákvætt fyrir þá sem eru að sækja þjónustu áfangaheimilisins að hafa húsnæði sem er nálægt því.“ Ólafur Haukur setti Draumasetrið á laggirnar ásamt eiginkonu sinni, Elínu Örnu Arnardóttur, vegna húsnæðisvanda fíkla í bata. Hann segir önnur dæmi ekki sambærileg. „Það er stór munur á þessu. Þar er fólk sem vinnur við að passa að það sé enginn samgangur á milli á nóttunni, hér eru engir næturverðir. Það verður að finna einhverja betri lausn.“ Telur hann einnig að það megi draga í efa árangur þeirra úrræða sem eru of nálægt Berglind Magnúsdóttir, skrifstofustjóri húsnæðismála velferðarsviðs, segir að gert sé ráð fyrir 25 smáhýsum víðs vegar um borgina. Nú séu komnar lóðir við Höfðabakka og Héðinsgötu og verið sé að skoða fleiri lóðir á öðrum stöðum. Tekið verði fullt tillit til umhverfisins þegar húsnæði er úthlutað. Leyfi er fyrir fimm smáhýsum á Héðinsgötu, Berglind gerir ráð fyrir þremur til fjórum smáhýsum. Ragna segir að starfsfólk velferðarsviðs verði með sérhæft eftirlit í kringum smáhýsi, svokallað VOR-teymi mun líta inn og bjóða þjónustu þar sem við á. „Það getur skipt sköpum ef fólk vill ná bata að hafa eigið heimili.“ Áfengi og tóbak Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Reykjavík Tengdar fréttir Fyrrverandi fíklar mótmæla staðsetningu smáhýsa fyrir heimilislausa Enda séu þau mitt á milli áfangaheimilis og AA fundarsala. Þau segja hættulegt að hafa fólk í neyslu beint fyrir framan dyrnar þeirra. 5. júlí 2019 20:00 Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Sjá meira
„Ég er ekki viss um að þetta sé besta staðsetningin. Reyndar gæti þetta verið sú versta af öllum,“ segir Ólafur Haukur Ólafsson, stofnandi Draumasetursins. Draumasetrið er áfangaheimili sem ætlað er fyrrverandi fíklum sem eiga engan annan samastað. Skipulags- og samgönguráð Reykjavíkurborgar samþykkti í síðustu viku deiliskipulag smáhýsa fyrir heimilislaust fólk með fjölþættan vanda, og munu smáhýsin rísa á Höfðabakka og á stað þar sem nú eru bílastæði fyrir utan Draumasetrið. Ólafur Haukur óttast að í smáhýsin flytji einstaklingar í virkri neyslu sem ættu ekki að umgangast þá sem eru í bata. „Ég veit alveg hvernig þetta er þegar einstaklingur í neyslu kemur inn til okkar, það titrar allt og skelfur. Þetta er ótrúlega erfitt fyrir fólk sem er að stíga fyrstu skref í edrúmennsku,“ segir Ólafur Haukur. „Fyrir utan að það er eitthvað að samfélagi sem ætlast til að fólk búi í gámum á bílastæði.“Ragna Sigurðardóttir, varaborgarfulltrúi Samfylkingar.Ragna Sigurðardóttir, fulltrúi Samfylkingarinnar í skipulags- og samgönguráði, segir að ekki sé gefið að í smáhýsunum við Héðinsgötu verði einstaklingar í virkri neyslu, enda sé um fjölbreyttan hóp að ræða sem glímir við húsnæðisleysi af ýmsum ástæðum. „Þeim einstaklingum sem þurfa þjónustu verður fundið viðeigandi úrræði sem byggir á faglegu mati í hverju tilviki fyrir sig. En sú hugmyndafræði er ríkjandi almennt hjá Reykjavíkurborg að það sé til húsnæði fyrir fólk í virkri neyslu, í anda „Housing First“ stefnunnar“, segir Ragna. Mikilvægt sé að umræða um úrræði einkennist ekki af fordómum gagnvart þessum hópi. „Það á enginn að vera á götunni og það skiptir máli að þessir einstaklingar hafi öruggt skjól.“ Ragna bendir á að það séu dæmi þess að áfangaheimili séu rekin við hlið búsetuúrræða. „Það getur verið jákvætt fyrir þá sem eru að sækja þjónustu áfangaheimilisins að hafa húsnæði sem er nálægt því.“ Ólafur Haukur setti Draumasetrið á laggirnar ásamt eiginkonu sinni, Elínu Örnu Arnardóttur, vegna húsnæðisvanda fíkla í bata. Hann segir önnur dæmi ekki sambærileg. „Það er stór munur á þessu. Þar er fólk sem vinnur við að passa að það sé enginn samgangur á milli á nóttunni, hér eru engir næturverðir. Það verður að finna einhverja betri lausn.“ Telur hann einnig að það megi draga í efa árangur þeirra úrræða sem eru of nálægt Berglind Magnúsdóttir, skrifstofustjóri húsnæðismála velferðarsviðs, segir að gert sé ráð fyrir 25 smáhýsum víðs vegar um borgina. Nú séu komnar lóðir við Höfðabakka og Héðinsgötu og verið sé að skoða fleiri lóðir á öðrum stöðum. Tekið verði fullt tillit til umhverfisins þegar húsnæði er úthlutað. Leyfi er fyrir fimm smáhýsum á Héðinsgötu, Berglind gerir ráð fyrir þremur til fjórum smáhýsum. Ragna segir að starfsfólk velferðarsviðs verði með sérhæft eftirlit í kringum smáhýsi, svokallað VOR-teymi mun líta inn og bjóða þjónustu þar sem við á. „Það getur skipt sköpum ef fólk vill ná bata að hafa eigið heimili.“
Áfengi og tóbak Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Reykjavík Tengdar fréttir Fyrrverandi fíklar mótmæla staðsetningu smáhýsa fyrir heimilislausa Enda séu þau mitt á milli áfangaheimilis og AA fundarsala. Þau segja hættulegt að hafa fólk í neyslu beint fyrir framan dyrnar þeirra. 5. júlí 2019 20:00 Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Sjá meira
Fyrrverandi fíklar mótmæla staðsetningu smáhýsa fyrir heimilislausa Enda séu þau mitt á milli áfangaheimilis og AA fundarsala. Þau segja hættulegt að hafa fólk í neyslu beint fyrir framan dyrnar þeirra. 5. júlí 2019 20:00