Reglulega krotað og skotið á Douglas Dakota Kristinn Haukur skrifar 15. júlí 2019 06:00 Flak Douglas Dakota á Sólheimasandi. Nordicphotos/Getty. Á vef pólsku sjónvarpsstöðvarinnar WP var nýlega fjallað um skemmdir á Douglas Dakota en pólsk nöfn hafa verið krotuð á vélina. WP lýsti því sem skammarlegri og sorglegri eyðileggingu af hálfu samlanda sinna þar sem flakið væri eitt af vinsælustu ferðamannastöðum Íslands. Benedikt Bragason landeigandi var aftur á móti rólegri yfir krotinu þegar Fréttablaðið hafði samband við hann. „Það er er búið að krota á þessa vél og skjóta á hana í tugi ára“ segir Benedikt. „Þetta er aðeins flak og ég held að það sé öllum sársaukalaust þó það sé eitthvað verið að eiga við þetta.“ Douglas Dakota vélin var vöruflutningavél í eigu bandaríska flughersins, notuð til að flytja vistir milli herstöðva í Keflavík og Hornafirði. Vélin varð bensínlaus og þurfti að nauðlenda á sandinum snemma á áttunda áratugnum. Herinn sjálfur tíndi síðan allt nýtilegt úr henni, svo sem hreyfla og vængi. Flakið öðlaðist töluverða frægð árið 2000 þegar pönkhljómsveitin Botnleðja nefndi plötu eftir henni. Aftur kom hún fyrir í heimildarmynd hljómsveitarinnar Sigur Rósar og varð heimsfræg eftir að hún sást í tónlistarmyndbandi Justin Bieber frá 2015. Staðurinn hefur gripið athygli ferðamanna sem sækja þangað í síauknum mæli. En deilt hefur verið um vegagerð á svæðinu og í vetur voru málaferli vegna aðkomu ferðaþjónustufyrirtækis að staðnum. Aðspurður hvort landeigendur fái greitt úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða til viðhalds og uppbyggingar í tengslum við flakið segir Benedikt svo ekki vera. „Nei, nei. Við viljum það ekkert“Gerið þið eitthvað til að viðhalda vélinni? „Ekki til að viðhalda vélinni sjálfri. Við höldum slóðanum þarna niður eftir við og sjáum um að halda hreinu. Það er mikið af úrgangi sem fellur til þarna,“ segir Benedikt. Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Sjá meira
Á vef pólsku sjónvarpsstöðvarinnar WP var nýlega fjallað um skemmdir á Douglas Dakota en pólsk nöfn hafa verið krotuð á vélina. WP lýsti því sem skammarlegri og sorglegri eyðileggingu af hálfu samlanda sinna þar sem flakið væri eitt af vinsælustu ferðamannastöðum Íslands. Benedikt Bragason landeigandi var aftur á móti rólegri yfir krotinu þegar Fréttablaðið hafði samband við hann. „Það er er búið að krota á þessa vél og skjóta á hana í tugi ára“ segir Benedikt. „Þetta er aðeins flak og ég held að það sé öllum sársaukalaust þó það sé eitthvað verið að eiga við þetta.“ Douglas Dakota vélin var vöruflutningavél í eigu bandaríska flughersins, notuð til að flytja vistir milli herstöðva í Keflavík og Hornafirði. Vélin varð bensínlaus og þurfti að nauðlenda á sandinum snemma á áttunda áratugnum. Herinn sjálfur tíndi síðan allt nýtilegt úr henni, svo sem hreyfla og vængi. Flakið öðlaðist töluverða frægð árið 2000 þegar pönkhljómsveitin Botnleðja nefndi plötu eftir henni. Aftur kom hún fyrir í heimildarmynd hljómsveitarinnar Sigur Rósar og varð heimsfræg eftir að hún sást í tónlistarmyndbandi Justin Bieber frá 2015. Staðurinn hefur gripið athygli ferðamanna sem sækja þangað í síauknum mæli. En deilt hefur verið um vegagerð á svæðinu og í vetur voru málaferli vegna aðkomu ferðaþjónustufyrirtækis að staðnum. Aðspurður hvort landeigendur fái greitt úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða til viðhalds og uppbyggingar í tengslum við flakið segir Benedikt svo ekki vera. „Nei, nei. Við viljum það ekkert“Gerið þið eitthvað til að viðhalda vélinni? „Ekki til að viðhalda vélinni sjálfri. Við höldum slóðanum þarna niður eftir við og sjáum um að halda hreinu. Það er mikið af úrgangi sem fellur til þarna,“ segir Benedikt.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Sjá meira