Losun Kínverja jókst um helming á áratug Kjartan Kjartansson skrifar 15. júlí 2019 08:36 Kolaorkuver í Hong Kong spúir reyk út í andrúmsloft jarðar. Vísir/EPA Opinberar tölur kínverskra stjórnvalda benda til þess að losun gróðurhúsalofttegunda í Kína hafi aukist um rúman helming frá 2005 til 2014. Kínverjar hafa sagst stefna á því að losunin nái hámarki árið 2030 og minnki þaðan í frá.Reuters-fréttastofan segir að ógegnsæi ríki alla jafna um mengun í Kína. Nýjustu losunartölurnar eru þær sem kínversk stjórnvöld skiluðu vegna loftslagssáttmála Sameinuðu þjóðanna. Alls nam losunin 12,3 milljörðum tonna af koltvísýringi og jókst hún um 53,5% á áratug. Ekki er tekið tillit til landnotkunar í þeim tölum. Kínverska umhverfisráðuneytið heldur því fram að sé tekið tillit til bindingar skóga og annars gróðurs hafi nettó losunin numið 11,2 milljörðum tonna. Það er engu að síður 17% aukning frá 2010. Áætlað hefur verið að losun Kínverja hafi náð 9,54 milljörðum tonna árið 2013 og hafði þá aldrei verið meiri. Rannsókn sem birtist í vísindaritinu Nature Geoscience taldi að losunin hefði dregist saman næstu þrjú árin á eftir vegna samdráttar í eftirspurn eftir orku. Hún hefur síðan aukist aftur. Kínverjar eru stórtækustu losendur gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum í heiminum, á undan Bandaríkjunum. Kína Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Loftslagsmarkmið líklega brostið með núverandi orkuverum Ný rannsókn bendir til þess að losun þeirra innviða sem nú þegar eru til staðar þýði að hnattræn hlýnun verði meiri en 1,5 gráður á þessari öld. 1. júlí 2019 15:56 Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Lofar betra sumri en í fyrra Innlent Fleiri fréttir Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Sjá meira
Opinberar tölur kínverskra stjórnvalda benda til þess að losun gróðurhúsalofttegunda í Kína hafi aukist um rúman helming frá 2005 til 2014. Kínverjar hafa sagst stefna á því að losunin nái hámarki árið 2030 og minnki þaðan í frá.Reuters-fréttastofan segir að ógegnsæi ríki alla jafna um mengun í Kína. Nýjustu losunartölurnar eru þær sem kínversk stjórnvöld skiluðu vegna loftslagssáttmála Sameinuðu þjóðanna. Alls nam losunin 12,3 milljörðum tonna af koltvísýringi og jókst hún um 53,5% á áratug. Ekki er tekið tillit til landnotkunar í þeim tölum. Kínverska umhverfisráðuneytið heldur því fram að sé tekið tillit til bindingar skóga og annars gróðurs hafi nettó losunin numið 11,2 milljörðum tonna. Það er engu að síður 17% aukning frá 2010. Áætlað hefur verið að losun Kínverja hafi náð 9,54 milljörðum tonna árið 2013 og hafði þá aldrei verið meiri. Rannsókn sem birtist í vísindaritinu Nature Geoscience taldi að losunin hefði dregist saman næstu þrjú árin á eftir vegna samdráttar í eftirspurn eftir orku. Hún hefur síðan aukist aftur. Kínverjar eru stórtækustu losendur gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum í heiminum, á undan Bandaríkjunum.
Kína Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Loftslagsmarkmið líklega brostið með núverandi orkuverum Ný rannsókn bendir til þess að losun þeirra innviða sem nú þegar eru til staðar þýði að hnattræn hlýnun verði meiri en 1,5 gráður á þessari öld. 1. júlí 2019 15:56 Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Lofar betra sumri en í fyrra Innlent Fleiri fréttir Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Sjá meira
Loftslagsmarkmið líklega brostið með núverandi orkuverum Ný rannsókn bendir til þess að losun þeirra innviða sem nú þegar eru til staðar þýði að hnattræn hlýnun verði meiri en 1,5 gráður á þessari öld. 1. júlí 2019 15:56