Deilihagkerfið í miklum blóma Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. júlí 2019 19:30 Rakel Garðarsdóttir segir deilihagkerfi vera það sem þurfi að koma á á Íslandi. Vísir/Valgarður Rakel Garðarsdóttir hefur fjallað mikið um umhverfismál og þá sérstaklega matarsóun á Facebooksíðu sem heitir Vakandi. Á síðunni birtist reglulega umfjöllun eða fréttir um umhverfismál auk hagnýtra ráða til að auka nýtingu matvæla. Rakel er mikill talsmaður svokallaðs deilihagkerfis en hún ræddi það í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Deilihagkerfi er svona aftur til fortíðar kannski og það er akkúrat það sem þarf að gerast, við þurfum aðeins að breyta því hvernig við neytum og hvernig við framleiðum,“ sagði Rakel. „Þegar ég var lítil og kom að öskudegi þá fórum við og leigðum búninga, það var aldrei keypt, það voru bara búningaleigur Þetta er farið að dúkka upp aftur, stóru tískurisarnir eru farnir að vera með útleigu á fatnaði.“ Sem dæmi um álíka þjónustu sem finnst hér á landi hér á landi nefndi Rakel Trendport, Extraloppuna og Barnaloppuna en það eru allt þjónustur sem bjóða fólki upp á að leigja bás þar sem það getur selt föt án þess að þurfa að vera á staðnum. Rakel nefndi einnig dæmi um snjallsímaforritið Olio, sem notað er í Bretlandi, þar sem hægt er að deila mat með fólki. Hægt er að deila afgöngum eða mat sem ekki verður nýttur. „Þegar maður var fátækur námsmaður þá var maður svo úrræðagóður. Þá leigði maður alltaf með einhverjum og deildi öllu með einhverjum. Það fór einn í búðina kannski aðra hverja viku og keypti klósettpappír og öllu var deilt,“ sagði Rakel. „Þetta er eiginlega eina systemið sem gengur upp. Við erum alltaf að verða fleiri og fleiri og þessi offramleiðsla gengur ekki.“ Bítið Neytendur Umhverfismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Fleiri fréttir Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Sjá meira
Rakel Garðarsdóttir hefur fjallað mikið um umhverfismál og þá sérstaklega matarsóun á Facebooksíðu sem heitir Vakandi. Á síðunni birtist reglulega umfjöllun eða fréttir um umhverfismál auk hagnýtra ráða til að auka nýtingu matvæla. Rakel er mikill talsmaður svokallaðs deilihagkerfis en hún ræddi það í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Deilihagkerfi er svona aftur til fortíðar kannski og það er akkúrat það sem þarf að gerast, við þurfum aðeins að breyta því hvernig við neytum og hvernig við framleiðum,“ sagði Rakel. „Þegar ég var lítil og kom að öskudegi þá fórum við og leigðum búninga, það var aldrei keypt, það voru bara búningaleigur Þetta er farið að dúkka upp aftur, stóru tískurisarnir eru farnir að vera með útleigu á fatnaði.“ Sem dæmi um álíka þjónustu sem finnst hér á landi hér á landi nefndi Rakel Trendport, Extraloppuna og Barnaloppuna en það eru allt þjónustur sem bjóða fólki upp á að leigja bás þar sem það getur selt föt án þess að þurfa að vera á staðnum. Rakel nefndi einnig dæmi um snjallsímaforritið Olio, sem notað er í Bretlandi, þar sem hægt er að deila mat með fólki. Hægt er að deila afgöngum eða mat sem ekki verður nýttur. „Þegar maður var fátækur námsmaður þá var maður svo úrræðagóður. Þá leigði maður alltaf með einhverjum og deildi öllu með einhverjum. Það fór einn í búðina kannski aðra hverja viku og keypti klósettpappír og öllu var deilt,“ sagði Rakel. „Þetta er eiginlega eina systemið sem gengur upp. Við erum alltaf að verða fleiri og fleiri og þessi offramleiðsla gengur ekki.“
Bítið Neytendur Umhverfismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Fleiri fréttir Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Sjá meira