Harmleikur með kaffinu Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 16. júlí 2019 07:00 Á sunnudagsmorgun féll ég í þá freistni, klukkan átta að morgni, að kveikja á imbanum og fylgjast með nautahlaupi á San Fermín hátíðinni í Pamplona. Mér varð hugsað til Hemingways en lét þó vera að fá mér einn gráan. Svo flaug rakettan upp í bláan himininn, hliðið var opnað og naut með allt á hornum sér hlupu af stað. Fljótlega hélt einn hlauparinn um horn eins þeirra og hékk þar nokkurn spöl rétt eins og hann væri að húkka að hætti bílddælskra barna hér í denn sem reyndar héngu aftan í skrjóðum. Mér svelgdist ekki á kaffinu enda slapp húkkarinn frá Pamplona furðu vel af hornum þessum. Skepnurnar hlaupa niður götuna en fólkið flýr undan eða hallar sér upp að vegg. Allt í einu gengur maður í hægðum sínum fyrir hjörðina. Ekki veit ég hvað honum gekk til. Það skiptir engum togum að boli vippar honum á loft og kemur kappinn niður á herðarnar. Ekki veit ég meira um örlög þessa manns. Kannski vill svo heppilega til að hann verði á barnum um næstu helgi að segja reynslusögur, jafnvel svæsnari en hraðlyginn Vestfirðingur hefur upp á að bjóða. En kannski stígur hann ekki meira í lappirnar það sem eftir lifir ævi, kannski er ástand hans enn verra svo það minni okkur á ófarir Christophers Reeve. Kannski var ég að horfa á hræðilegan harmleik meðan ég sötraði kaffið. Ég sem er vanur að vera að skokka eða lesa á þessum tíma dags. Það er greinilega satt hjá Guðrúnu Ósvífursdóttur, morgunverkin geta verið æði misjöfn. Það fór um mig þegar ég sá atvikið í hægri endursýningu. Svo hætti ég að hugsa um þetta, enda komið að yfirliti frétta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Á sunnudagsmorgun féll ég í þá freistni, klukkan átta að morgni, að kveikja á imbanum og fylgjast með nautahlaupi á San Fermín hátíðinni í Pamplona. Mér varð hugsað til Hemingways en lét þó vera að fá mér einn gráan. Svo flaug rakettan upp í bláan himininn, hliðið var opnað og naut með allt á hornum sér hlupu af stað. Fljótlega hélt einn hlauparinn um horn eins þeirra og hékk þar nokkurn spöl rétt eins og hann væri að húkka að hætti bílddælskra barna hér í denn sem reyndar héngu aftan í skrjóðum. Mér svelgdist ekki á kaffinu enda slapp húkkarinn frá Pamplona furðu vel af hornum þessum. Skepnurnar hlaupa niður götuna en fólkið flýr undan eða hallar sér upp að vegg. Allt í einu gengur maður í hægðum sínum fyrir hjörðina. Ekki veit ég hvað honum gekk til. Það skiptir engum togum að boli vippar honum á loft og kemur kappinn niður á herðarnar. Ekki veit ég meira um örlög þessa manns. Kannski vill svo heppilega til að hann verði á barnum um næstu helgi að segja reynslusögur, jafnvel svæsnari en hraðlyginn Vestfirðingur hefur upp á að bjóða. En kannski stígur hann ekki meira í lappirnar það sem eftir lifir ævi, kannski er ástand hans enn verra svo það minni okkur á ófarir Christophers Reeve. Kannski var ég að horfa á hræðilegan harmleik meðan ég sötraði kaffið. Ég sem er vanur að vera að skokka eða lesa á þessum tíma dags. Það er greinilega satt hjá Guðrúnu Ósvífursdóttur, morgunverkin geta verið æði misjöfn. Það fór um mig þegar ég sá atvikið í hægri endursýningu. Svo hætti ég að hugsa um þetta, enda komið að yfirliti frétta.
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar